Minningarbrot nr6 'Arin 1965-66-67-68

 

 

Björn K og Guðbjörg og börn0001 Matti og Kristjana

 

 

 

 

 

 

 

 Bakkastígur 23 þar sem við bjuggum fyrstu 2 ári . Við Kristjana á austurvelli greinilega í verslunar ferð

 

 Apr07154

 

 

 

 

 

 

 Þessi er tekinn í stofuni á brimhólabraut 14.

Við Kristjana birjum að vera saman um haustið 1964-5 ég er með Gisla á 'Isleifi VE árið 1965 á þorskanót og netum held ég á vertíðinni og svo vorum við á humar um sumarið og lönduðum í Hraðfrististöðinna hjá Einari ríka , Lalli pabbi hans Gumma Lalla var stýrimaður og Alli(pabbi Sigurlaugar hans Sigurjóns) bróðir hans var verkstjóri í hraðinnu og man ég eftir því að það var oft rifist um matið á humrinum .'A þessum tíma var komið með humarinn slitinn í land og var hann geymdur í tunnum í lestinni og var ís og salt sett í tunnurnar og þær síðan fylltar af sjó þannig að hann var í íspækill og geymdist hann vel þannig , um haustið bíðst mér pláss á Andvar VE 100 með Herði og Jóa Halldórs og var ég 2 vélstjóri hjá þeim vertíðinna 1966 við vorum á netum og fiskuðum ágætlega fengum 622 tonn og vorum 3 hæðsti bátur, 'Oskar Matt á Leó VE 400 var hæðstur með 725 tonn þessa vertíð, þetta var mikil brælu vertíð Jói og Hörður áttu þennan bát með 'Ola og Símoni en 'Oli og Símon voru með fiskverkun á þessum árum þar sem þeir söltuðu.Jói var 1 vélstjóri og Hörður skipstjóri ,það var gott að vera með þeim. Við Jói vorum alltaf vinir fórum mikið saman í sund og einnig í veiði í Grenilæk og fórum einnig saman til Spánar, Kristjana og Lilla voru (og eru) saman í saumaklúbb með gömlu vinkonunum Emmu, Hrabbý, Ellý ,Oddu og svo er Abba hans Gisla Guðlaugs . Við kristjana eignumst frumburðinn okkar og augasteininn Svenna okkar 20 Mars 1966 ekki var ég viðstaddur fæðinguna það tíðkaðist ekki á þessum árum að tekið væri frí á miðri vertið þó að konan væri að eiga. Það er öðruvísi í dag sem betur fer hefur þetta breyst til batnaðar.

Vetrarvertíð 1965 tekið upp úr sjómannadagsblaðinu

 Skanni_20150318 (2)Skanni_20150318

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skanni_20150318 (3)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vertíðin 1966 tekið upp úr sjómannadagsblaðinu.

Skanni_20150318 (4)Skanni_20150318 (5)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skanni_20150318 (6)

 Skanni_20150318 (7)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skanni_20150318 (8)

 

  Þessa vertíð var ég á Andvara VE 

 með Herði Jóns og Jóa Halldórs

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gamlar myndir (Svenni lítill) 017

Hérna eru myndir af Svenna tekknar austur á 

Bakkastíg 23 sem farið er undir hraun

Gamlar myndir (Svenni lítill) 018

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Um vorið 1966 bauð 'Oskar Matt mér 1 vélstjóra pláss á Leó VE 400 og tók ég því ég hafði verið með þeim áður og hafði líkað vel, Sigurjón 'Oskars var þarna kominn í stýrimannaskólan. Við fórum á troll um sumarið og gerðum það gott.

Þetta er tekið úr Sjómannadagsdlaði Vestmanneyja 1967. Um vertíðinna

Skanni_20150310 (11)

 

 

 Skanni_20150310 (2)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skanni_20150310 (3)

 

Skanni_20150310 (4)

 Skanni_20150310 (5)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skanni_20150310 (7)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Skanni_20150310 (8)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skanni_20150310 (9)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skanni_20150310 (10)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

10662136_365731243574305_7382802765686541150_o

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi er tekinn á vertíðinni sennilega 1961, þarna er Sigurður Ögmundsson stýrimaður með þorskinn og við Jón Hinriksson við rúlluna.

 Það er mikið breitt  síðan á þessum árum það var aðalega  verið með fótreipi og við vorum aðalega austur við 'Ingólfshöfði eða á Víkinni, en mig minnir að fyrsta vorið á Leó VE vorum við að fá gott af löngu í Háadýpinnu . Við vorum stunduð að laumast innfyrir línu við 'Ingólfshöfðan inn í krika eins og sagt var þar var mjög falleg ísa og stundum nóg af henni og var það svoldið spennandi að laumast þarna í mirkrinu með öll ljós slökkt og bara með ljóstírur í aðgerðinni.Þetta var skemmtilegt en oft erfitt því aðstaðan var ekki góð menn stóðu upp í mitti í fiskbingnum og gerðu að og það varð að beigja sig eftir hverjum fiski í aðgerðinni en við vorum komnir með þvottakar sem fiskinum var hennt í og þaðan rann hann ofan í lest í stíur og þar var hann ísaður.

Við Kristjana birjum á búa á Bakkastíg 23 hjá foreldrum Kristjönu Bjössa og Guðbjörgu víð útbjuggum eldhús í norðurherbergi uppi og svo vorum við með herbergið sem Kristjana var í en það var í suðurvesturherberginu uppi, við vorum með fallegt útsýni út á víkinna úr eldhúsinu sem snéru út á kettsvíkina. Guðný var með herbergi í suðaustur horninu uppi og Bjössi og Guðbjörg voru með svefnherbergið upp í norðaustur herberi og Eygló var í norðvestur herberginu og svo var snirting í austur herbergi. Það var eldhús og stofur og þvottarhús og snirting á neðrihæðinni þetta var mjög myndarlegt hús og vel byggt .Eftir að við fluttum upp á Illugagötunni þá seldi Bjössi efrihæðinna Þòra bróðir Guðbjargar en sjàlf voru þau à neðri hæðinni þà voru systurnar allar farnar að heiman.

Gamlar myndir (Svenni lítill) 019

 

Við Kristjana kaupum grunn uppá Illugagötu 37 . Við kaupum grunninn af Gisla B Brinjólfssyni málara 6 febrúar 1966 á 120.00 kr (gamlar) hann var um 60 fermetrar tvo herbergi í kjallaranum og stór vatnsbrunnur og svo var búið að steipa plötuna húsið er 129 fermetrar að utanmáli, á þessum tímum voru veitt húsnæðislán uppá 280 þúsund í tvennu lægi 140 þúsund í  hvort skipti annað verðtryggt og hitt óverðtryggt þegar við sóttum um gátum við ekki fengið þetta lán af því að húsið var þetta stórt (fjölskildan var ekki nógu stór) svo að við fengum Atla Aðalsteins til þess að skrifa þeim bréf þar sem sagði að Kristjana væri ólétt og þá væri fjölskildan orðin nógu stór og við fengum lánið,  svona var þetta á þessum tíma aðhald á öllum sviðum, við fengum lánar 50 þúsund krónur í gegnum sparisjóðinn frá Pabba og Ingólfi frá Haferninum VE til tveggja ára til þess að kaupa grunninn

 

Nafnarnir fyrir utan Bakkastíg 23 gamli Gjábakki í baksýn.Og gamli V321 sem ég átti í gamladaga en þá var hann gulur.

.Gamlar myndir (Svenni lítill) 025

 

Við fengum Baldvin Skærings til þess að slá upp hæðinni og var ég honum til aðstoðar þegar tími gafst til , Baldinn var mjög duglegur við þetta einnig var Sævar bróðir mjög duglegur að hjálpa Baldvinni þannig að þetta gekk bara vel, við fengum 'Ola Grens til þess að smíða gluggana og Gústi Hregg smíðaði útihurðarnar . Baldvinn og Kiddi sonur hans smíðuðu eldhúsinréttingu og fataskápa, Ingi í Götu sá um píparvinnuna og Magnús múrari tengdasonur Einars Skiptó hann pússaði húsið að utan og innan allir milliveggir voru hlaðnir , á þessum árum var ekki komin vatnsveita þannig að vatni var safnað í brunninn og svo var vatnsdæla í kjallaranum sem sá um að dæla vatni í vaska og klósett , og ekki var komin hitaveita þannig að það var olíufír í kjallaranum sem sá um að hita upp húsið.

Um páskana 1967 gerði haugabrælu við vorum með netin á loftstaðahrauninu það er norðvestur úr eyjum netatrossurnar fara á flakk og í hnúta þannig að þetta varð ein allsherjar flækja ég held að þetta hafi verið á laugadeginnum og var netaborðið á honum Leó VE 400 fullt upp undir glugga í brúnni , netasteinarnir voru eins og eggvopn eftir að hafa dregist eftir botninum, við komum í land um kvoldið og netinn voru hífð upp á bryggju greitt úr flækjunum þar og vorum við að þessu langt fram á nótt, þannig að mann voru framlágir á páskadag.

Við vorum á trolli á summrin og lönduðum heima eða sigldum á Englan Grimsby eða Húll og gekk okkur bara vel, ekki tóku þessir bátar mikinn afla vorum að sigla með  þetta 26-30 tonn í túr Kristjana fór  með okkur eina siglingu til Grímsby sennilega sumarið 1967 og var Ingibergur 'Oskarsson með líka sem ungur  drengu minnir mig við stoppuðum í 2 - 3 daga og fórum held ég í túr til Skegnes sem var sumardvalarstaður og fórum þar í tívoli minnir mig.Ægir Sigurðarsson birjaði með okkur á Léó sennilega haustið 1967 og var alltaf kokkur með okkur. Jón Halldórsson kemur með mér 2 vélstjóri  á vertíðina 1968 

Vetrarvertíðinn 1968 tekið upp úr sjómannadagsblaði Vestmanneyja.

Skanni_20150316

Skanni_20150316 (2)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skanni_20150316 (3)

Skanni_20150316 (4)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skanni_20150316 (5)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við Kristjana giftum okkur um Páskana 1968 á Páskadag í miðri páska hrotu það var komið inn seint á laugardeginnum og þá átti eftir að landa og gera klárt leisa af netum sem voru tekinn úr (taka hringina af efriteininum og steinana af neðri teininum)og svo þurti að steina niður ný net fyrir þau sem voru tekin úr. þarna voru ekki komnir flotteinar eða blíateinar, við giftum okkur heima hjá Jóhanni Hlíðar hann var með lítið alltari  í stofuni hjá sér síðan var smá giftingar veisla á ganginnum uppi á Bakkastíg 23 sem Kristjana sá um með örugglega hjálp frá mömmu sinni og Guðnýu systir sinni og mömmu og komu systkyni okkar og foreldrar okkar til þess að samgleðjast okkur og svo komu vinnkonur Kristjönu Adda hárgreiðsu og Hebba Jóns minnir mig. Og var veisla fram eftir kvöldi og svo þegar við vorum að klára að ganga frá eftir veisluna hringdi síminn og það var 'Oskar að ræsa á sjóinn hann hélt að við hlitum að vera  búinn að taka út brúðkaups nóttina, svona var þetta í gamla daga enginn miskun, og síðan eru liðin mörg ár.

Með foreldrunum:Maja Svenni Guðbjörg Bjössi

 Gamlar myndir (Svenni lítill) 015 

 

 Herbert 'Armansson Adda pabbi mamma og                                     Halldór  

 Gamlar myndir (Svenni lítill) 009

 

 

 

 

 

 

Við flytjum upp á Illugagötu 37 í ágúst 1968 rétt fyrir þjóðhátíð og var þá nánast allt búið eldhúsinnrétting og komnir skápar í herbergin og allar hurðar.Það er að byggjast upp hverfið í kringum okkur Gústi og Stella fyrir  vestan okkur og Maggí og Jóhannas 'Oskars fyrir norðan okkur og Stjáni og Emma vestan við götuna og fleirri og fleirri þannig að það var nóg af krökkum í hverfinu þannig að það var líf og fjör, svo var líka stutt niður á brimhólabraut 14 til mömmu og pabba, Svenna þótti gaman að fara þangað að leika við 'Omar og Þórunni og svo var alltaf eitthvað gott að borða hjá Maju ömmu, stundum var mamma að reyna að fá hann til þess að fara  heim með því að segja hunum að það væri bara hundamatur hjá henni "og þá sagði hann, mér finst hundamatur góður". Það var alltaf líf og fjör á Brimhólabrautini.

Pabbi og Mamma með Maju P, Svenna og Öllu Péturs, Svenni á fyrstu jólum á Illó.

Gamlar myndir (Svenni lítill) 045Gamlar myndir (Svenni lítill) 046

 

 

 

 

 

 

 

Um haustið ferst Þráinn VE með allri áhöfn 9 mönnum í kolvitlausu veðri  allt heimamenn nema einn, þeir voru að koma að austan með síld og fórst hann á víkinni Gunni bróðir Kristjönu var 2 vélstjóri þar um borð þetta var mikið högg fyrir þetta samfélag í Vestmannaeyjum þarna fórust 9 menn margir frá konu og börnum , þetta var mikið áfall fyrir Bjössa og Guðbjörgu og 'Arnýju konu Gunna þau áttu 3 ung börn , á þessum árum ver enginn áfallahjálp og varð fólk bara að bera harm sinn í hljóði, fanst alldrey meitt af mönnunum en það er vitað hvar flakið af honum er á víkinni. Hann hefur farist mjög snögglega því það heyrðist alldrey neitt neyðarkall frá honum.

 

 

Skanni_20150317 (3)

                                          

Skanni_20150317 (2)

Skanni_20150317


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband