nr 9. 1973 og 1974.

Eldgosið á heimaey.

Við erum  birjaðir á trolli á Þórunni Sveinsdóttir VE 401 22 janúar gerir skíta brælu og við förum í land og löndum, um kvöldið snarlignir , við erum farinn að sofa Svenni löngu sofnaður en við Kristjana erum ný kominn uppí þá hringir síminn og er það Guðbjörg manna Kristjönu og segir okkur að það sé byrjað að gjósa austur í bæ hún biður mig að fara og vekja Eygló og Frissa því það svari ekki síminn hjá þeim ,við klæðum okkur og ég drif mig uppá Strembugötu til þess að vekja þau á leiðinni þangað geng ég framhjá húsinnu hjá honum Sigga Þórðar ('A hólagötunni) og er hann þar fyrir utan ég stoppa aðeins hjá honum og spjalla við hann hann segjir við mig að núna förum við upp á land en við verðum kominn aftur eftir 1 ár, ég vek Eygló og Frissa og hraða mér síðan heim þegar ég kem heim Eru Þórarinn Ingi og Guðný komin yfir til okkar með Lilju litla Guðný var ólétt af Drifu það er nú gefið út að allir skulu fara niður á bryggu því það eiga allir að fara upp á land , við förum gangandi niður  á bryggu og komum okkur um borð í Þórunni Sveins, ég fer og set í gang það steimir fólkið um borð og allar óléttu konurnar og gamla fólkið fór í kaujurnar það lág fólk um allt á bekkjum og á  gófinu allstaðar , ferðin uppeftir gekk vel það var talsverður sjógangur og mikill sjóveiki og þeir sem ekki voru sjóveikir hjálpuðu til það var nóg að gera hjá Ægir kokk og Jenný í að þjóna og hjálpa fólkinnu. Þegar við vorum komnir til Þorlákshafnar fóru allir í land en við fórum strax til baka aftur og byrjuðm á því að selflytja veiðafærin uppáland við fórum með þau til Grindavíkur og síðan var farið að flytja búslóðirnar okkar uppáland og var þessu komið fyrir hist og her um allt. Kristjana og Svenni fóru suður um nóttina með flóttafólkinnu, við fengum svo íbúð á leigu í Hafnarfirði með mömmu og pabba í Sléttahrauni 32 það var íbúð sem Helga Pálsdóttir átti (Palli bróðir Völu mömmu hans Jóns og Stebba Halldórs) þetta var íbúð uppá 3 hæð í blokk við vorum með eitt herbergi og mamma og pabbi og krakkarnir með hitt þetta var 3 herbergaíbúð. Við komum búslóðinni okkar fyrir  í geymslu. Svenni fór í skóla í hafnarfirði í fyrsta bekk Sigurjón og Sigurlaug voru í norðurbænum í Hafnarfirði þannig að Gylfi var í samabekk og Svenni. Þegar við vorum búnir að flytja veiðafærin og innbúin þá fórum við á veiðar aftur . Við lönduðum í Þorlákshöfn yfirleitt en lágum oftast nær innií Vestmanneyja höfn á nóttini á netavertíðinni, það var oft hrikalegt um að lítast í bænum grenjandi öskufall þannig að allir voru með hjálma á höfðini allt orðið kolsvart og ógeðslegt og liktaði öðruvísi, það voru flokkar af mönnum sem gengu í hús og settu stirkingar undir þök og nelgdu fyrir glugga og mokuðu af þökum, ég fór oft uppá Illugagötu og mokaði af þakinnu hjá okkur því það er ekki steipt plata á húsinu okkar . Þetta voru skríttnir tímar sem við viljum ekki upplifa aftur.  

14 febrúar 1974 björguðum við skipshöfnini á Bylgju RE sem sökk út af Alviðru fullri af loðnu þetta var gamall síðutogari sem hafði verið breytt í loðnuskip. Við vorum á troll á víkinni þegar við heyrðum neyðarkallið og hífðum og settum á fulla fer í áttinna að honum það var heldég komið mirkur og brælu kaldi skipshöfnin komst í gúmmíbáta allir nema 1 sem drukknaði , þeir voru í 2 gúmmíbátum sem við náðum að bjarga, mig minnir að þeir hafi verið 12 á honum , það var  haldið að sjór hafi komist í lestarnar í gegnum andanir. Það er mikið happ að nág að bjarga mönnum úr sjáfarháska.

Skanni_20150402               

 

Mar09685  Mar09682 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skanni_20150329 (2)Skanni_20150329 (5)

                                          

 

Mar09680

Mar09678


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband