Minnigarbrot nr 5

Eftir þetta fórum við Kjartan vestur á Patreksfjörð , en foreldrar Kjartans áttu heima þar og vorum við hjá þeim , við fengum vinnu við smíðar vorum til dæmis að vinna við nýtt félagsheimili sem var í smíðum , ég var á bjöllunni minni(bílnum) V321 , það var mjög gaman þetta haust fyrir vestan við voru einnig að vinna við gangstétta lagnir og fleira við Mjólkárvirkjun sem er í Dýrafirði við vorum þarna í að mig minnir í 3 mánuði eða þangað til við fórum út í siglingarna , en á þessum tíma var svolítið um það að menn færu í atvinnu leit og ævinittíra leit út fyrir landsteinana , við ákváðum að fara til Noregs og freista þess að komast á flutninga skip þaðan .

Við fórum út í desember 1963 , við flugum úr til Óslóar og fengum inni á sjómannaheimili í Ósló , núna hófumst við handa við að finna okkur skipspláss , létum skrá okkur á ráðninga skrifstofu og svo biðum við eftir að eitthvað kæmi út úr því , það er mjög fallegt í Noregi , við fórum einn daginn með járnbrauta lest til Sandefjörd , og einnig fórum við og skoðuðum okkur um í Ósló fórum til dæmis að skoða Kondiki safnið og fl.

Tindefjell í Norður Ameríku

Feb09$30

Einn daginn þegar við vorum að rölta um í borginni og vorum inn á bar þá hittum við að mig minnir Óla Tótu og Gústa Lása en þeir voru búnir að vera á Norsku skipi en voru að hætta og fara heim aftur . Við fórum á hverjum degi niður á ráðninga skrifstofu til þess að athuga hvort við hefðum fengið pláss og logsins eftir 10 daga fengum við pláss á flutningaskipi sem hét Tindefjell sem var í eigu Olsen & Ugelsted –Oslo og vorum skráðir á það 11/12 1963, og hér er mynd af því og einnig kort af þeim hluta sem við sigldum á vötnunum stóru í Kanada og Norður Ameríku.

Við fórum með lest til Gautaborgar en þar var skipið í höfninni þetta var 8 þúsund tonna flutningaskip og voru á því að mig minnir 32 menn , Kjartan var ráðinn á dekkið en ég var ráðinn sem smyrjari í vélinni , þegar við komum um borð í Gautaborg var höfnin full af ís en við komumst samt út úr henni , skipið var í siglingum fyrir Sænskt skipafélag og var ferðinni heitið til Suður Ameríku , það var búið að lesta í Gautaborg þegar við komum ,og fórum við þaðan í gegn um Kílaskurðinn til Hamborgar , Andverpen , og Le Havre (í Frakklandi) og lestuðum varning sem við vorum að fara með til Suður Ameríku en það var alavega varningur .        'Eg á leið yfir hafið

Feb09$02

Síðan var lagt af stað yfir hafið , ég gekk dagvaktir , og vorum við í því að þrífa og mála , það var 6 strokka Búlmester & Vain Aðalvél 5600 hestöfl hæggeng snarvent snérist 100 snúninga á felluferðinni og gekk 15-16 mílur , ljósavélar voru af sömu gerð og voru 2 að mig minnir um 400 hestöfl , ferðin yfir hafið gekk vel og það hlýnaði alltaf eftir því sem við komum sunnar á hnöttinn , og þegar við vorum komnir á miðlínu þá var orðið 25 til 30° C hiti og þá var hitinn í vélarúmi um 50°C þannig að það rann af manni svitinn þannig að við urðum að drekka vel af vatni og það var drukkið mikið af íste sem er mjög gott við þorsta , á skipinu voru menn af mörgum þjóðernum það voru flestir eða allir yfirmenn norskir en á dekkinu voru Portúgalar og Spánverjar ásamt Kjartani og einum Norðmanni sem hér Elepsen í vélinni voru 4 vélstjórar síðan voru 4 mótormenn (aðstoðarvélstjórar) og að mig minnir 4 smyrjarar mig minnir að allir vélstjórarnir hafi verið norskir og flestir mótormennirnir, við héldum jólin hátíðleg í 30°c stiga hita í hafi og fengum við jólagjafir frá eitthverju góðgerða stofnun , fyrsti viðkomustaður var eyja í karabíska hafinni sem heitir Curacao þar sem við tókum svartolíu , fyrsta höfnin sem við komum til í Suður Ameríku var í Colombíu og hét Cartagena og er í karapíhafi við vorum að vinna á daginn og svo fórum við í land á kvöldin,

mig minnir að við höfum stoppuðum þarna í 2 daga þarna blasti við okkur heimur sem var ólíkur okkar heimi ég man að við fórum með bíl upp í bæ og fórum þar á hóruhús en við stoppuðum þar stutt því við vorum allir hálf auralausir því við vorum lítið búnir að fá útborgað en ég man að við fórum þarna inn í hús og bak við það var garður með borðum og stólum og man ég að það var gat á borðinu í staðinn fyrir öskubakka og það voru vappandi hænur í garðinum.

                                                                                                                   Þetta er systurskip

Feb09$04

 

Næst fórum við í gegnum Panamaskurðinn og þá vorum við komnir í kyrrahafið og til hafnaborgarinnar Buenaventura í Colombíu þar lögðumst við við ankeri og lestuðum í fljótapramma þarna stoppuðum við í 3 eða 4 daga og þarna var mikið líf og fjör , það voru leigubátar sem gengu út í skipin á ytrihöfninni og við fórum með þeim í land til að skemmta okkur þarna voru barirnir opnir allan sólahringinn alstaðar líf og fjör , ég man að ég var að vinna allan daginn og síðan var farið í land með leigubát í land á kvöldin og skemmt sér fram á nótt.

Það var held ég á þessum slóðum þar sem við lágum fyrir föstu og Kjartan var ásamt fleirum á næturvakt við að passa skipið að ræningjar komust um borð , hafa mjög sennilega klifrað upp ankeriskeðjuna og komist þar um borð og komust niður í framlestinna þar sem voru geymdar ritvélar og eitthvað af dýrum búnaði og stálu þar miklu af verðmætum og hafa komið þeim í bát sem þeir hafa verið á , ég man að Kjartan sagði mér að þeir hafi fengið ákúru fyrir lélega vörslu .

Feb09$05

Núna lá leiðinn til Guayaquil í Ecuador þar lestuðum við bananatré og fannst manni vera notaðar frumstæðar aðferðir við það var komið fyrir landgöngu brúm , en þarna lágum við við bryggju og síðan hlupu þeir innfæddu með banana trén á bakinu um borð og þeim komið fyrir í kælilestinni til þess að halda réttum hita á þeim þar til við kæmum til Evrópu þannig að þeir væru rétt þroskaðir þegar þangað kæmi .

Svona voru farkostirnir hjá innfæddum

Feb08818

Það var mjög fallegt á þessum slóðum mikill gróður og innfæddir siglandi í frumskóginum á eintrjáningum með varning að selja við vorum að vinna alla daga þannig að það var bara farið í land á kvöldin og þá yfirleitt bara upp á fyrstu barinna , þetta var alveg nýr heimur fyrir mann 25-30 stiga hiti og engilsprettu hvinur (söngur) á kvöldin eftir að dimma tók og fátæktin mikill og samt allir glaðværir og virtust ánægðir með sitt þannig að manni fannst eins og maður væri í paradís .

Við keyptum nokkur bananatré af innfæddum fyrir að mig minnir 2 sígarettupakka hvert tré en það eru tugir banana á hverju búnti og ef við vildum ekki kaupa af þeim fyrir 2 pakka þá buðu þeir okkur bunktið fyrir 1 pakka og ef við vildum það ekki þá hentu þeir því í fljótið.

Næst lá leiðin til Perú og þar vorum við í hafnarborginni Callao sem er hafnarborg fyrir höfuðborginna Líma , mig minnir að við höfum leigið þarna fyrir ankerum , þarna var mikið af litlum nótabátum sem voru á ansjósuveiðum , þetta voru frambyggðir bátar með nótina aftur á , við stoppuðu þarna nokkra daga og við fórum til höfuðborgarinnar Líma og fórum þar á norsk sjómannaheimili og skoðuðum okkur eitthvað um fórum til dæmis í Kodikisafn sem þarna var .

Feb08827

Frá Callao í Perú fórum við til Chíle til borgar sem heitir Aríca það er mjög mismunandi veðurlag í Suður Ameríku til dæmis hafði ekki komið dropi úr lofti í Aríca í 13 ár þegar við vorum þar þannig að allt var þar skrælnað þarna lestuðum við saltpétur og var honum dælt um borð og voru miklar varúðar ráðstafanir gerðar út að sprengihættu ,

við fórum ekki lengra niður með Chíle ströndum heldur snérum við og fórum til baka og fórum í gegnum Panamaskurðinn og aftur til Evrópu ferðin til Evrópu gekk vel og komum við til Antwerpen í febrúar.

Við komum til Antwerpen í Belgíu fyrst og þaðan förum við til Bremen í Þýskalandi og fórum svo upp Kílarskurðinn og til Helsingborgar Tindefjell hafði verið tekið á leigu af Sænsku skipafélagi í þessa Suðurameríku siglingu en nú var það verkefni búið . Núna var gert klárt fyrir Norðurameríku og Kanada siglingu og skipið lestað ekki man ég kvað við vorum að taka af vörum en við lestuðum mest í þessum sömu höfnum og við höfðum verið á í Evrópu eða Hamborg, Rotterdam , Antwerpen og var stoppað nokkra daga í hverri höfn því það var seinlegt að lesta skipið því þetta var allt stykkjavara og það voru ekki komnir gámar á þessum tíma við vorum að vinna á daginn þeir sem voru á dagvakt en stundum var maður á vöktum og voru þá staðnar fjögra tíma vaktir og svo var átta tíma frý en þegar maður var á dagvakt þá stóðum við frá átta til fimm á daginn .

'A bar í Rotterdam

Feb08815

þannig að maður gat farið í land á kvöldin og var þetta mjög gaman það voru gleði hverfi í öllum þessum borgum sem voru mikið sótt af skipshöfnum fragtskipana og var oft mikið líf og fjör , mér fannst alltaf mjög heimilislegt og vinalegt gleðihverfið í Andverpen þar var mikið af litlum búllum og fólkið mjög vinalegt . en í Hamborg og Rotterdam var allt stærra í sniðum og ekki eins heimilislegt eins var mjög skemmtilegt í Le Haver . Núna átti að hefja flutninga til Kanada og Norður ameríku mig minnir að siglingin þangað hafi tekið nýju til tíu daga við komum til Kanada í fyrstu ferðanna í apríl , og voru þá hafís spangir við Nýfundnaland en við sigldum þar framhjá og inn St. Lawrence flóann og upp til Quebec sem er í Quebec ríki þar var höfnin hálf full af ís þetta var mjög falleg borg og þar var töluð Franska , og þarna sá maður í fyrsta skipti djúpbox (plötuspilarabox) þar sem var sjónvarpsskjár og hljómsveitirnar komu á skjáinn , og þótti þetta stórkolslegt . Kjartan 'Ólafsson

Feb09$21

Frá Quebec fórum við upp til Montreal sem er stór borg mjög flott borg og man ég að þar var töluð bæði enska og franska og skiptist það kannski þannig að fólkið skildi ekki hvort annað sitt hvoru meginn við göturnar þar sem það bjó, og fannst mér þetta mjög skrítið .

Frá Montreal fórum við upp vötnin miklu það voru 13 skipastigar upp til Chicago það var mjög mikil ljósadýrð í stórborgunum sem við sigldum fram hjá og komum til en þær voru Clivland , Ditrot , Buffalo , Miliwoki og Chicago við fórum ekki mikið í land á þessum stöðum því verðlag var óhagstætt á þessum tíma og fórum við frekar í land í Evrópu löndunum Kjartan var ennþá með mér í fyrstu ferðinni sem við fórum upp til Kanada og Norður Ameríku en hann langaði að breyta til og prófa eitthvað annað þannig að hann ákvað að afmunstrast þegar við komum úr fyrstu ferðinni og fór hann í land í Hamborg og fór þar á annað skip sem sigldi niður til Japan , þetta var sennilega í maí 1964 , við fórum að mig minnir þrjár ferðir á milli Evrópu og Kanada eftir að Kjartan hætti og var ég þá einn míns liðs , ég hafði verið smyrjari fram að þessu en var nú hækkaður í tign og gerður að mótormanni við vorum að mig minni fjórir mótormenn og stóðum við með 2-3-4 vélstjóra vaktir í vél og síðan var einn á dagvaktinni .

Nov01140

Vélin í Tindefjell var snarvent og urðum við alltaf að standa við stjórnhjólið á vélinni þegar við vorum að far inn í hafnir og út úr þeim , því þegar við stoppuðum skipið þá þurfti að stoppa vélinna og ef það þurfti að bakka þá urðum við að láta vélinna snúast afturábak , mig minnir að vélin hafi snúist 120 snúninga á fullu ferðinni og alveg niður í 20 snúninga á hægferðinni , vélin var tvígengis vél 6 strokka og var hún keyrð á svartolíu , þegar stoppað var í landi var venjulega tekinn upp einn stimpill og hann hreinsaður á þessari vél var einn útblásturs ventill og svo voru innsogs port , þessi ventill var mjög stór og þegar við vorum að slípa hann þá vorum við með tvö löng rör sem voru sett upp á járn slá sem var boltuð ofan á ventillin og síðan var einn maður á hvoru röri og síðan var slípað og þetta var allt gert í höndum , slífinn var það stór að maður fór inn í hanna til þess að hreinsa hana og var hún meira en mannhæðar há , þetta var mikill vinna en skemmtileg þó að stundum væri mjög heitt , sérstaklega þegar við vorum í heitum sjó kannski 25° c og hitinn úti var 30°c þá var hitinn í vélarúminu upp í 50°c og þá lak vel af manni svitinn. Innsogs portin voru rammar með stálfjöðrum í og þetta varð að taka í sundur og hreinsa , annars var alltaf verið að þrífa og mála .

'Eg með tveimur Norðmönnum

Nov01124

Hér koma nokkur kort sem mamma sendi mér.

5/5. 1964.

Elsku Matti minn ! komdu blessaður og sæll og guð gefi þér gleðilegt sumar hjartans þökk fyrir veturinn , við höfum það gott , tíðin góð og vertíð að ljúka , alltaf stanslaus slútt og böll , allir gömlu kunningjarnir biðja að heilsa þér . Nú er Gummi Bergþórs búinn að skipta um skip kominn Bryti á Langjökul , hann hringdi þegar hann kom upp og sagðist hafa fengið bréf frá þér það þótti honum gaman en var skúffaður að hitta þig ekki . Höfum ekki fengið bréf síðan þú varst í Rotterdam , hjartans kveðjur frá pabba og öllum heima . Guð geymi þig vinur þín mamma

MATTHÍAS SVEINSSON.

M/S TINDEFJELL. OLSEN & UGELSTAD. FR. STANGSOT. 22 OSLÓ.

Borgarnesi 2/8 1964.

Elsku Matti minn , komdu blessaður nú erum við kominn í fríið , og það byrjar með því að við erum með úrbræddan bílinn (gamla bjallan mín ) í Borgarnesi , en það þíðir ekki annað en taka því , við erum hér á Hótelinu og höfum það mjög gott , við stoppuðum hér beint á móti Borgarnesi í Guðdómlegu veðri , biðum í þrjá tíma eftir vegaþjónustu bíl ( því það er Verslunarmannahelgi ) og hann dró okkur hingað og hér verðum við í 2-3 daga vonandi kemst hann þá í lag . Við vorum á leið í Húsafellsskóg þar sem þau Bogga og Högni og Ívar og Jóna bíða okkar , þeim er líklega farið að lengja eftir okkur , við höldum svo norður og austur og jafnvel með Herjólfi frá Hornafirði , þeir byrja 15 að róa , mikið vorum við skúffuð að vera úti þegar þú talaðir heim við vorum að flytja Erlu til Stebbu , hún er komin heim og er sæmileg . Guð geymi þig elsku Matti minn hjartans kveðjur mamma og pabbi . P.S Ella og Gummi Bergþórs áttu tvíbura drengi þeim líður vel.

MATTHÍAS SVEINSSON. M/S TINDEFJELLFJELLIORANJA.

Great Lakes Over Seas. 3400 Paudæntial Chicgo.

Reykjavík 16/7 1964.

Elsku Matti minn , komdu blessaður , nú erum við Ómar í Reykjavík , ég er búinn að ganga hér á milli lækna með hann en ég veit ekki hver batinn verður, ég skrifa þér bréf um það , við erum hjá Ellu , Gummi er kominn til landsins , en þeir fóru á ströndina , áður en þeir koma hingað. Stebba er að fara í sumarfrí um helgina , ætlar norður . Ég vona að þú hafir fengið bréfið frá mér . Pabbi hringdi í gær það er lélegt fiskirí og aldrei virkilega gott veður , vonandi fer að koma gott veður , við förum 4 ágúst upp á land með bílinn vonandi verðum við heppin . Það biðja allir að heilsa þér Ella býður eftir storkinum hún biður að heilsa þér og Ómar, ég vona við losnum á morgun . Vertu blessaður elsku drengurinn minn , guð og gæfan fylgi þér Þín mamma.

P.s Stebba er laus úr gifsinu og hefur það eftir vonum.

MATTHÍAS SVEINSSON.

M/S Tindefjellioranja. Nesars Plate & co. Le Haver Frankríke.

                                                                                                                        Klefafélaginn

Feb09$17

Það var alltaf gaman að fá kort og bréf að heiman , en ekki man ég eftir að ég væri með neina heimþrá . Við fórum einu sinni í þurrkví á þessu ári sem ég var á Tindefjell og var það að mig minni í Antverpen og var stoppað þá í nokkra daga . Ég var alltaf í tveggja manna klefa , klefarnir fyrir undirmenn voru aftast í skipinu , einn túrinn sem við fórum til Kanada og USA þá var með mér í klefa svertingi frá Arúba sem er Hollensk nýlendu eyja í Karapíska hafinu og var hann með mér í vélinni , ekki var hann mikill verkmaður og dansaði hann aðallega stríðsdans niðri í vélrúmi , ég man alltaf eftir því hvað það var öðru vissi líkams likt af honum og fannst mér hún ekki góð , þegar fór að hausta og líða tók að jólum ákvað ég að koma mér heim til Íslands og ég afmunstraðist í Hamborg þann 4 Desember 1964 og var ég þá búinn að vera úti í eitt ár , ég fór á hótel í Hamborg meðan ég beið eftir flugi til Kaupmannahafnar .

Þettað eru Portugali og Þjóðverji

Nov01122

Ég var búinn að safna 6745,34 norskum krónum á þessu eina ári sem eru um 70.000 krónur á núvirði , svo að ég átti fyrir farinu heim og vel það . Ég var reglusamur og frekar sparsamur , reykti ekki og smakkaði mjög lítið vín . Á Tindefjell var mönnum skammtaður bjór og fengu menn ekki meira en fjóra bjóra á viku þegar við vorum í siglingu , þannig að það var yfirleitt ekki drukkið mikið þegar menn voru í hafi . En víkur sögunni núna aftur þar sem ég er í Hamborg ég hafði ekkert frétt af Kjartani í eina sex mánuði og hafði ekki hugmynd um hvar hann var staddur í heiminum ,vissi bara að hann hafði farið á skip sem sigldi niður til Japan , ég klæddi mig upp og ákvað að fara út á lífið og fór niður á Reberbaren sem er gleði gatan í Hamborg og var ég búinn að vera að þræði barina þar um kvöldið , en þegar ég labba fram hjá einum barnum þá finnst mér sem ég heyri kunnuglegan málróm og geng á hljóðið og situr ekki Kjartan þar á barnum með lítinn kjölturakka í fanginni og varð þarna mikill fagnaðar fundur !

   Kjartan 'Olafsson með hundinn

Nov02112

 svona getur heimurinn verið lítill ! við skemmtum okkur fram á morgun og þegar við fórum heim á hótel undir morgun kom í ljós að við vorum á sama hóteli en vissum ekkert hvor af öðrum , Kjartan var ekki á leið heim heldur var hann að bíða eftir að komast á annað skip og þarna skildu leiðir hjá okkur . Ég flaug til kaupmannahafar og skráði mig þar inn á Grand Hótel og var ég þar í að mig minnir í tvo eða þrjá daga áður en ég flaug til Íslands.

Ég kom heim í desember 1964 og réði mig á Ísleif 2 hjá Ársæli Sveinssyni , en Gísli Sigmars var þá að taka við honum , ég hafði verið með honum á Leó VE 400 Gísli var þar Fyrsti vélstjóri og ég var annar vélstjóri . Ísleifur 2 var í Sæla slippnum þegar við tókum við honum og var verið að setja nýja Ölfu í hann og fékk ég vinnu við það , en þeir voru að setja hana í í vélsmiðjunni Magna . Vertíðina 1965 sem ég var á Ísleifi 2 vorum við á netum og þorskanót en þetta voru árinn sem þorskanóta ævintýrið var og árinn sem stóri þorskurinn var drepinn , ekki man ég hvað við fengum mikið þessa vertíð en við vorum mikið á nótinni vestur undir Þorlákshöfn og þar uppi í fjöru og fengum við einnig svolítið af Ysu í nótina , ekki man ég hverjir voru með okkur þessa vertíð .    

                                                                                                            Þetta er mynd af 'Isleifi 2 1965

Mínar myndir 041

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn!

Viljirðu njóta lífsins betur - bendi ég þér á www.netsaga.is

mbk.

Chillingoli

es. Vinsamlegast gerðu heiminum þann greiða að áframsenda skilaboðin!

Ólafur (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 16:35

2 identicon

Sæll Matti  Gaman að þessu hjá þer  Gaman að rifja upp þetta gamla  Það var nú stundum smá stuð hjá klíkunni  Kveðja Helgi lása

HelgiSigurlásson (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 14:08

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Þetta er frábær saga.

Guðjón H Finnbogason, 7.3.2008 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband