Nr 19.


Við vorum á frystingu þangað til 2005 eins og áður sagði, Guðmundur Guðlaugsson tók við af Sigurjóni 1993 því það var orðið nóg að gera í landi ,Óskar Matthíasson var orðinn heilsulausra og lést 1993. Mér líkað vel á frystingum við vorum 18 á og komu allir að vinnslunni við vélstjórnir vorum á 12 tíma vöktum en hásetarnir á 6 tíma vöktum og gekk bara vel hjá okkur. Bjössi Matt og Hrefna voru með okkur þegar við fórum í Smuguna það var um 7 sólahrings sigling þangað þetta hefur verið kringum 1998-99 það var allavega áður en þau fluttu til Kópavogs.Bjöss var með okkur nokkra túra og Hrefna líka við fórum eina þrjá túra í Smuguna við prófuðum flottroll og fengum nokkuð góðan afla í það það var allveg hrein þorskur sem við fengum í Smugunni þetta voru langir túrar 4-6 vikur minnir mig þarna vorum við allveg sambands lausir ekker Útvarp ekkert sjónvarp og bara hægt að hafa sambandí gegnum Norska strandstöðvar þannig að það var ekki mikið um fréttir en við höndum vídíó spólur og svo vorum við með bóka kassa frá bókasafninu,en þetta gekk nú allt saman ágætlega. Það voru með mér nokkrir vélstjórar Þórarinn (Tóti) Þór Kristjánsson í Klöpp og Halldór Jón Sævarsson voru með okkur á frystingunni, við vorum tvo túra um borð og einn í landi og sá sem var að fara í frý sá um skipið þangað til það var farið í næsta túr.

Bergdís skýrð og Ferðin til Korsíku 041

Svenni minn hætti sem 2 vélstjóri og fór yfir á Andvara VE 100 og var á honum þangað til hann sökk þegar þeir voru að toga á víkinni og festu og voru kol fastir það voru lúgur að aftan og togspilin voru undir þeim og það fór sjór niður í spilrímið og spilin slógu út og það var ekki við nokkuð ráðið og urðu þeir að yfirgefa bátinn, á þessum tíma voru sem betur ver komnir björgunarbúningar og komust kallarnir allir í þá og gátu fest sig saman og var öllum bjargað þannig að þetta fór vel.Jóhann Halldórsson átti Anndvara hann var smíðaður í Póllandi og var 26metra langur, spilrímin vori niðri aftast og voru lúgur fyrir togvírana upp ítoggalga og reyndist þetta mjög hættulegt eins og dæmin sanna.Jói Halldórs átti Andvaran VE 100 og fer hann út í að kaupa stærri bát eftir þetta óhapp hann kaupir rækju togara frá Grænlandi(minnir mig) Pétur bróðir var með hann og fór hann yfir á þennan og Svenni fór með honum þeir voru á rækju fyrir norðan og einnig voru þeir á flæmskahattinum og gekk þeim nokkuð vel til þess að byrja með en svo féll verði á rækjuni og kóda verði á henni féll í verði og það endaði með því að Jói seldi og hætti í útgerð.Uppúr þessi fer Svenni og Sævar bróðir og Baldur að skoða hvort þeir geti ekki fengið keyptan bát og þeir fara saman í útgerð og kaupa bát vestan af Ísafirði og hann er skýrður Haförn VE 21 .

MYND AF HAFERNINUM VE 21GULUR 

IMG_1552I

Feb16^65


Bloggfærslur 11. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband