Minningarbrot nr.1

Pict0018May27_69                                                                           Erla, Massi,Gísli, Kollý Amma.

Þegar ég man fyrst eftir mér áttum við heima a hásteinsveg 7 við áttum þar heima þar til ég var 5 ára. Amma mín Þórunn Sveinsdóttir og Massi  (Sigmar Guðmundsson ) áttu heima á Brekastígnum "Byggðarenda" og Óskar og Þóra áttu lika heima a Brekastígnum" Eyvindarholti" Stella og Bjössi Snæ bjuggu að Reynivöllum en Ingólfur og Pála bjuggu einnig á Hásteinveg 7 ég held að þau hafi verið á hæðinni fyrir neðan okkur það voru ekki kominn klósett á þessum tíma og var kamarinn bak við hús á baklóðinni. og kom kúka bíllinn alltaf á nóttinni eða kvöldin að hreinsa kamrana, en ég man samt ekki eftir þessu því að eftir að við fluttum á brimhólabrautina þá var komið klósett þar. Við bjuggum uppá efstuhæð í kvist íbúð og það var notast við kopp a nóttinni .

 Helgi                                                                           'Eg með pabba í slippnum fyrir framan Helg VE 333

Pabbi var til sjós á þessum tíma hann var kokkur á Helga VE í stríðinu og sigldu þeir til Englands með fisk og tóku til baka vörur .Mamma sagði mér að þegar pabbi var á Helga og þau voru að flytja upp á brimhólabraut þá keypti hann eldavélina út í siglingu eftir stríð og borgaði fyrir hana með einum smjörlíkis kassa, pabbi hætti á Helga sennilega 1948-9, en Helgi fórst 1950 þegar hann fór upp í Faxasker og með honum fórust allir , við fluttum 1948. Einnig var pappi á togurunum kokkur hann var á Elliðaey með Ásmundi Friðrikssinni og fl. Mamma átti barn 1945 sem lifði aðeins nokkra klukku tíma áður en það dó það hefur örugglega verið foreldrum mínum erfiður tími þetta var drengur hann er jarðaður í kirkjugarðinum í barnareit. Ég grét visst mikið þegar komið var með líkkistuna heim á þessum árum voru líkin látin standa uppi heima , ég vildi visst fá svona fallegt rúm eins og litli bróðir . Stefán Pétur bróðir er fæddur stuttu áður en við fluttum uppá Brimholabraut 14 eða 1948, hann varð einnig mjög veikur stuttu eftir fæðingu og var honum vart hugað líf um tíma , mamma segir að Ólafur Halldórsson hafi bjargað lifi hans , hann fékk svona mikla garnaflækju og varð að skera hann upp , enn þetta fór nú allt vel.

                                                 María E Pétursdóttir og Sveinn Matthíasson.

Matti , Pétur , Sævar , Halldór , 'Omar og Þórunn.

                                                       Pict0015

Nov02^98Nov02^95

Pabbi var giftur áður Emmu systir Þórsteinu í Þingholti og bjuggu þau uppi a háalofti á Brekku , það hjónaband gekk ekki upp þau voru víst svo ólík skildu þau eftir frekar stutta sambúð , pabbi var á þessum tíma á ýmsum bátum og einnig var hann á bátum fyrir austan á sumrin , það var algengt að menn færu á sumarvertíð austur á land á sumrin , þar hittust mamma og pabbi fyrst þá var mamma korn ung eða sennilega 14 -15 ára hún hafði farið á ball með Dunu systir sinni og þar var pabbi líka og varð hún þá strax skotin í þessum manni , en hún var 5 árum yngri en pabbi en þau byrjuðu ekki að vera saman þá . Systir mömmu Magga var á þessum tíma flutt til Vestmanneyja og bjó þar í kjallaranum í Varmadal en þar uppi bjuggu Eva og Elli , Magga fær mömmu til þess að koma sem vinnukona til Evu og Ella og gerir hún það, þá var hún 18ára , pabbi er þá nýlega skilinn. Eftir að manna og pabbi fara að vera saman , þá held ég að pabbi hafi ennþá búið á Brekku og var Birgir í Þingholti þá oft hjá þeim og hélt hann alltaf tryggð við þau . Pabbi er að vinna hjá Helga Ben á þessum árum og fékk hann leigt íbúðina að Hásteinsveg 7 hjá honum á þessum árum var Helgi Ben með mikill umsvif í eyjum hann var með útgerð, verslanir , fiskverkun ,hótel rak nautabú og oftar en ekki leigðu menn sem unnu hjá honum húsnæði og tóku út nauðsynjar fyrir kaupið sem menn unnu fyrir . Pabbi hafði áhuga á að kaupa sitt eigið húsnæði og hafði hann augastað á húsi sem var í byggingu að brimhólabraut 14 sem var þá vestast í vesturbænum pabbi fór í Helga Ben og fór framá að fá lánað byggingarefni og fyrirgreiðslu en Helgi tók ekki vel í þessa málleitan og ég held að hann hafi sagt honum upp húsnæðinu og vinnunni .

'Eg með Sævar

Pict0020Pabbi lét ekki segjast og keypti húsið, það var held ég búið að steypa upp kjallarann , og pabbi lét hlaða upp hæðina og reisa þakið. Og fluttu þau inn árið 1949 húsið á Brimhólabrautinni er um 90 fermetrar , í kjallara var miðstöðvar herbergi, þvottahús og vatnsbrunnur(þar fór rigningarvatnið af þakinu í) og eitt aukaherbergi . Á hæðinni var eldhús , klósett, svefnherbergi og stofa (jafn stór) og tvo aukaherbergi . Og svo var þurrkloft á háloftinu það var manngengt í miðjunni og þar voru snúrur og svo var rullan þarna líka þar sem þvotturinn var rullaður og vorum við krakkarnir látnir snúa allavega voru lök,handklæði , viskustiki og f.l. rullað þegar þvotturinn var orðinn þurr . Fyrstu árin eftir að við fluttum voru alltaf leigð út 2 herberinn á hæðinni en þá var ekki búið að standsetja herbergið niðri, það voru tveir menn i hvoru herbergi minnir mig . Mig minnir að fyrstu leigjendurnir hafi verið Bogi Sigurðs og Stebbi stóri sem voru í öðru herberginu og svo voru menn ofan af Akranesi í hinu hét annar Sævar en ég man ekki hvað hinn hét og voru þetta allt hinir bestu menn þeir voru komnir til að vinna á vertíð Bogi og Stebbi stóri voru að norðan báðir frá Akureyri ekki man ég hvað þeir voru að gera en þeir hafa annaðhvort verið til sjós eða í stöð . Sævar var á vélstjóranámskeiði , hann var ungur eða um 17-18 ára og vorum við Pétur mjög hændir að honum , hann var víst oft að passa okkur ef mamma og pabbi þurftu að fara eitthvað . Hann ætlaði að koma aftur til Vestmanneyja veturinn eftir til þess að fara á Stíganda VE með Helga Bergvins en hann var bróður eða systur sonur hennar Leu hans Helga , hann ætlaði að leigja hjá okkur aftur , um haustið rétt áður en hann ætlaði að koma þá var hann á balli uppi á Akranesi og þegar hann er á leiðinni heim af ballinu þá mætir hann pabba sínum sem er að fara á sjó á Val AK en pabbi hans var búinn að vera veikur og Sævar segist skuli fara fyrir hann í þennan róður og gerir það en í þessum róðri ferst Valur með allri áhöfn og var það mikið áfall fyrir föður hans og alla því þetta var svo ljúfur og góður drengur og var hans sárt saknað því hann hafði verið svo góður við okkur strákana , Sævar bróðir er skýrður eftir honum. Oft hefur verið líflegt í húsinu þegar landlegur voru og allir voru heima . Ég man að einhvertímann var pabbi á reknetum á Leó VE (gamla) með Óskari bróður sinum að hausti og mig rámar í það þegar hann var á leiðinni heim þá var kolvitlaust veður og vorum við orðinn hrædd um þá en allt fór vel og hann kom heim með ísskáp sem hann hafði keypt í Reykjavík og var það fyrsti ísskápurinn sem þau eignuðust og var hann allatíð á Brimhólabrautinni Þegar hér er komið sögu er pabbi kominn í land og er orðinn kokkur í vinnslustöðinni , matstofan var til húsa í Sælahúsinu en það er húsið sem Ársæll Sveinsson átti og er slipphúsið, matstofan var á annarri hæð, smíðaverkstæðið fyrir slippinn var niðri og skrifstofur á 3 hæðinni þar sem Ársæll Sveinsson og fl. voru með skrifstofur .

   Nov02^93 Dec18689

Þetta er Valli litli Bróðir 'Ola á Léttir sem var giftur Stefaníu Pétursdóttur systur dóttir mömmu með mig að kenna mér að reykja (klikkaði) og svo eru þau með mig .

Bogi Sigursson með Pétur, Sævar og 'Asdýsi (Held ég)

Dec19765

Á þessum árum voru margir aðkomumenn á vertíðum og var því nóg að gera á matstofunni , þeir voru nokkrir að vinna með pabba á matstofunni þar á meðal Valli litli (sem var giftur Stebbu frænku) og Rósant Hjörleifsson og svo var einn Ameríkani Harald Loude og maður frá Siglufirði sem hét Júlli, ég man að það voru lofthitastokkar á gólfum út við glugga og einnig inn á miðju gólfi og inni þessum stokkum voru "rottur" sem komu út úr stokkunum þegar mennirnir voru búnir að borða og fengu sér mola af gólfunum eftir að mennirnir voru farnir út. Kokkarnir létu útbúa gildru sem var trékassi með loki sem sporðreistist þegar þær fóru út á lokið og duttu niður í kassann . Ég man að Valli litli var stundum að setja rottur í glerskál og var að gefa þeim ost , og stundum tók hann kassann og hvolfdi úr honum út um gluggann á eldhúsinu sem snéri út að slippnum þar sem bátasmiðirnir voru við vinnu sína . Þegar ég fór niður á matstofu til pabba, þá fór maður yfir matjurtargarða sem voru þá alveg frá félagsheimilinu alveg að hánni og frá vestustu húsunum á faxastígnum niður að þvottahúsi , í þessum görðum voru kartöflur rófur og radísur sem manni þótti alveg sælgæti og nappaði alltaf einni og einni, niðri á Flötum í húsinu fyrir neðan þar sem nú er Tréverk þar áttu heima stelpur sem ég var skítt hræddur við, þetta voru Heiða á flötunum og systir hennar Steinunn listakona , og var Heiða alltaf að stríða mér við vorum í sama bekk í barnaskólanum á þessum tíma var hún mikill frekju dós, en núna er hún að vinna á sjúkrahúsinu og er mjög viðkunnanleg og vel liðinn þar. Ég var í A bekk í barnaskólanum og var ekki mikill námsmaður hafði mig ekki mikið frami í skólanum var seint læs og gekk því illa í bóklegu greinunum nema kristinfræði þar gekk mér vel, ég komst þó uppí B bekkinn í 6 bekknum og síðan uppí C bekk á haustprófinu og gekk þá orðið betur í skólanum. Við fórum í skólaferðalag um vorið, fórum fyrst til Reykjavíkur og síðan upp á laugavatn í rútu með Óla Ket sem kallaður var, hann var svo lítið sérstakur kall það voru tveir kennarar með okkur sem farastjórar það voru að mig minnir Eiríkur Guðnason og Eyjólfur Pálsson , við fórum í gufubaðið sem var niður við vatnið, það er alvöru gufubað með hveragufu, þegar ég var búinn að vera nokkra stund inni í gufubaðinu þá var mér orðið mjög þungt og náði ekki andanum og ég man að Eiríkur kennari fór með mig út úr gufunni og lét mig leggjast niður og tók mig síðan upp á löppunum og lét mig hanga þannig og þá hresstist ég við og varð ekkert meint af þessu.

 Þetta er Arnarbæli í Ölfusi (suðurhlið það er búið að rífa það)Þetta hús hefði mátt standa því það hafði miklla sögu .

 Mínar myndir 047

Þegar Rósi kom til að vinna á matstofunni hjá pabba þá leigði hann heima hjá okkur eins og áður sagði , á þessum árum var mjög algengt að krakkar færu í sveit á sumrin eftir og skóla lauk, ég var held ég 8 ára þegar þetta var og ákveðið var að ég færi í sveitina með honum um vorið. Rósi átti heima í Arnarbæli í Ölfusi sem er gamalt prestsetur og var þar áður fyrr kirkja , en þegar ég kom þangað til sumardvalar þá var kirkjan horfin en eftir stóð kirkjugarður með nokkrum leiðum í túninu fyrir neðan bóndabæinn, Arnarbæli stóð niður við Ölfusá og var neðsti bærinn í þessari bóndabæja þyrpingu sem þarna var. Arnabæli var reisulegt tveggja hæða hús á neðri hæðinni var eldhús og búr stofa og svefnherbergi bóndans og konu hans og klósett, uppi voru að mig minnir 4 herbergi fyrir krakkana og vinnufólkið.

Mínar myndir 049Dec19767

Þetta er Hjörleifur Pálsson (bóndinn) og 'eg og Unnur bónda konan.

Bóndinn hét Hjörleifur Pálsson og húsfreyjan hét Unnur , þau höfðu ekki eignast börn en höfðu tekið að sér tvo drengi sem voru Rósant Hjörleifsson og Einar Pálsson Það voru 6 bæir sem búið var á þarna í arnarbælis hverfinu , vestan við Sandá brúna og þeir voru þessir : fyrstur á hægri hönd þegar komið er yfir Sandá brú eru Eigilstaðir þar bjuggu Guðmundur og Markúsína og næstir koma Nethamrar vinstra megin við veginn og stóð sá bær næst Ölfusánni á þessum tíma bjó þar maður sem hét Kolbeinn en ekki man ég hvað konan hét , og fyrir norðan veginn þar stóð Ósgerði ekki man ég hvað bóndinn á þeim bæ hét en strákarnir á bænum hétu Þór og Palli í Ósgerði og næsti bær fyrir vestan er svo Arnarbæli og stóð hann uppi á árbakkanum svona 100 metra frá ánni og var þetta vestasti bærinn í hverfinu, en norðan við Arnarbæli þar uppá háum hól stóðu 3 bæir fyrstur kom Krókur sem var vinstramegin við veginn og Stöðlar hægramegin við veginn og fyrir endanum og nirðstur stóð Nýibær sem var þá kominn í eyði . Á Stöðlum voru ábúendur Bjarni og Guðný og áttu þau fullt af krökkum en ekki man ég hvað þau hétu öll nema elstu stelpurnar þær hétu Svala , Erla og Hofdýs og voru þær á svipuðu reki og ég elsti strákurinn hét Þröstur, á Króki bjó bóndi sem ég man ekki hvað hét ? og átti hann einnig mikið af krökkum elsti strákurinn á þeim bæ hét Reynir Pálsson á þessum bæ var mikill lúsafaraldur og var maður því ekki mikið að þvælast þar að óþörfu .

 Mínar myndir 013Gamlar myndir0004Gamlar myndir0006

Þetta eru strákar sem voru í Nethömrum hjá Kolbeini og ég, annar var frægur hlauppari hann hét að mig minnir Kristleifur og ég held að hinn sé bróðir hans.´'A hinni er verið í hástökki og það er Lóa sem heldur í línuna.

 

'A neðri myndinni eru Palli í 'Osgerði og sennilega Reynir í Króki.

 Fyrsta sumarið var ég látin reka kýrnar á morgnana og sækja þær seinnipartin á daginn, það var farið með þær út í haga sem var vestan við útihúsin, en útihúsin voru áföst við hlöðuna hlaðan var vestast á hlaðinu og niður með þeim voru traðir og neðst í þeim var stórt hlið , sem opnaði leiðina í hagan og ef farið var þar vestur eftir með Ölfusánni þá eru úteyjar á vinstri hönd en úthaginn á hægri hönd og var þar þóflendi og óræktað land þar sem kýrnar voru hafðar á daginn, ef haldið var áfram alveg vestur að vaði á ósnum sem þurfti að fara yfir til þess að komast út á engjar, engjarnar lágu meðfram Ölfusánni og enduðu út á nauteyrum en okkar land náði ekki lengra , engjarnar voru slegnar með hesta sláttavél uppá árbakkanum en niðri í votlendinu sem var neðan við bakkann landmeginn var slegin með orfi og ljá . Við höfðum afnot af eyjunum og voru allavega þrjár þeirra slegnar og var það gert með hestasláttuvél og eitthvað með orfi og ljá . ég fór alltaf í sveitin strax eftir að skóla lauk, fyrst á vorin var aðallega verið að útbúa fyrir slátt útbúa yfirbreiðslur og reipi til þess að binda heygið í bagga og svo urðum við að hreinsa út úr fjárhúsunum en þegar ég kom í sveitina var búið að reka féð á fjall en féð var haft uppi á hellisheiði yfir sumarið og gekk þar frjálst . Það var mikið tað (kindaskítur) sem varð að moka út eftir veturinn það var gert með stunguskóflum og sett í hjólbörur og keyrt út þetta var mikið verk.

 Gamlar myndir0003Með kaupakonunum á dráttavélinni.

Ég var látin reka kýrnar eins og fyrr segir og þegar ég kom heim aftur þá mokaði maður flórinn í fjósinu , en þrógin var undir vestur enda fjóssins og var gat niður í hana úr flórnum , kúaskíturinn var notaður sem áburður á túnin og fyrstu sumrin sem ég var, var farið með hann á hestvögnum en fljótlega kom í Arnabæli traktor af doudgs gerð græn að lit og leysti hann af hólmi hestvagnana , svo seinnipartin fór maður og náði í kýrnar og kom þeim í fjósið og batt þær hverja á sinn bás og gaf þeim síðan hey úr hlöðunni það var innangengt úr hlöðunni og þurfti maður að rífa niður heygið með heynál því það var svo fast í sér og troðið eftir að vera búið að liggja undir hey fargi allan veturinn , svo bar maður heygið í fanginu í jöturnar hjá kúnum. það var alltaf mjólkað bæði á morgnana áður en kýrnar voru settar út klukkan svona 7 á morgnana og svo voru þær mjólkaðar aftur þegar búið var að gefa þeim á kvöldin , ekki man ég hvað við vorum með af kúm en það var þó svo lítið, mig minnir að hlaðan hafi tekið um 1200 hesta af heyi og svo var einnig súrhey gryfja og var hún í austur enda hlöðunnar þar sem hurðin var og var heyinu komið þar fyrir inní hlöðuna , það var gaman að sjá þegar kúnum var sleppt fyrst út á vorin þær hoppuðu og skoppuðu um allt en voru svo fljótar að róast , við vorum með talsvert af kindum mig minnir að við höfum verið með 300-400 fjár og svo voru alltaf eitthvað af hestum nokkrir vagnhestar og svo nokkrir reiðhestar

 Dec18712'Eg á Lýsingi og sennilega Einar Páls .

. Eftir að byrjað var að slá úti í úteyjum og vestur á engjum þá var maður látinn færa á engjarnar eða í úteyjarnar bæði mat og kaffi , maturinn var settur í stóra brúsa eða dunka og mjólkin í flöskur sem voru settar í ullarsokk og einnig var kaffið sett í flöskur því ekki voru komnir á markaðinn kaffibrúsar, þetta var sett í tvo stóra strigapoka og voru þeir síðan bundnir saman og settir yfir bak hestsins og síðan settist maður klofvega yfir þetta og hélt af stað , hesturinn sem mest var notaður í þetta hét Lýsingur og var vagnhestur mjög rólegur og góður hestur, þegar maður færði á engjarnar þá þurfti maður að fara yfir ósinn og fór maður yfir á vaðinu eins og kallað var og var það ekki nema rétt upp fyrir hné á hestinum en þegar maður færði í úreyjarnar þá þurfti maður að fara yfir jafnvel nokkur vöð og voru þau sum þó nokkuð djúp og jafnvel þurfti hesturinn að fara á sundi yfir sum þeirra . Á vorin og fyrri part sumars var mikið um varp í eyjunum mikið af Kríu og einnig Veiðbjallu og var stundum farið til eggja til að ná í soðningu, oft var mikill handagangur sérstaklega þegar við vorum að ræna Kríu hreiðrin og stakk hún sér þá niður að okkur og hjó stundum í hausinn á okkur , svo var stundum farið út í eyjar þegar veiðbjöllu ungarnir voru komnir úr eggjum og voru orðnir svo lítið stálpaðir og áður en þeir voru orðnir flegnir og vorum við þá með prik og drápum þá með því að rota þá, einhvern tíman man ég eftir því að við fórum og drápum helling af ungum en skyldum þá svo eftir í hrúgum , og ég man að við vorum ávítaðir fyrir það því þetta var ekkert nýtt ,þannig að við hættum þessum ljóta leik . Í Arnarbæli voru á þessum árum alltaf minnsta kosti einn kaupamaður(vinnumaður) og ein og uppí 3 kaupakonur (vinnukonur) og svo vorum við alltaf minnstakosti 2 strákar sem fengum að fara í sveitina og svo voru náttúrulega Rósi og Einar, ég held að Guðbergur Auðunsson (síðar dægurlagasöngvari) hafi verið um leið og ég fyrsta sumarið og svo var strákur úr Keflavík sem hét Svenni um leið og ég nokkur sumur eftir þetta og svo var að mig minnir ein stelpa með um leið og ég sem hét Lóa . Svo það má nú nærri geta hvort ekki hafi verið líflegt á bænum .

 Þetta er strákur sem var í Arnarbæli um leið og ég og hét Svenni hann var ættaður úr Keflavík (held ég) eftir að við hættum í sveitinni fórum við eitt sumar sem starfsmenn á plani (síldarplani) á Vopnafjörð og gistum í tjaldi og í verbúð, það var mjög skemmtilegt.

Mínar myndir 014

Hjörleifur og Unnur voru mér alltaf mjög góð og þótti mér mjög vænt um þau þetta var mikið reglu og sóma fólk á þessum árum þurfti að mala allt kaffi og var það gert í höndunum við fengum kaffibaunirnar brenndar en settum þær í kaffikvörnina , sem var úr tré og voru baunirnar settar í kvörnina og svo var skúfa undir henni þar sem kaffið fór í þetta vorum við krakkarnir látnir gera þegar ekki var verið að vinna úti , inni í búrinu innaf eldhúsinu þar var strokkur og skilvinda þar sem útbúið var smjör úr mjólkinni til heimilisnota og var þetta allt gert í höndunum . Á bænum voru alltaf tveir fjárhundar og voru þeir yfirleit alltaf hafðir frami í forstofu (en hún var stór ) hundarnir urðu alltaf miklir vinir


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband