Nr 18 árin 1990 og 1991

Núna ákveða þeir 'Oskar og Sigurjón að fara út í nýsmíði það hafði gengið mjög vel hjá okkur á gömlu Þórunni Sveinsdóttir eins og sést hérna á liðnum árum búnir að vera aflahæðstir ár eftir ár og núna langaði þeim að breyta til og láta smíða alvöru trollara, þeir semja við Slyppstöðinna  á Akureyri, þeir höfðu keypt þrotabú frá Svíþjóð þar sem var verið að smíða nýjan Frár fyrir 'Oskar á Háeyri það var búið að smíða undirstöður tanka og brúna og eitthvað fleirra þeir gengu til samstarfs við slippinn og létu breyta teikningum hækka upp brúna og lengja hann um 11 metra, ég fór norður til þess að fylgjast með niðursetningum á vélum og búnaði 1990 og var það mjög gefandi og lærdómsrýkt. Það var nóg að gera í nýsmíðum á þessum árum það voru nokkur raðsmíðaverkefni og fl. Þegar við komun norður þá var Bylgjan VE full smíðuð við kæjan en óseld og Matti 'Oskars kaupir hann. Við komum heim með Þórunni Sveinsdóttir um mitt ár 1991 minnir mig og við byrjum fljótlega á fiskitrolli. Við vorum nokkurn tíma á ferskfiskveiðum og gekk þokkalega fórum eina siglingu til Þýskalands um haustið meðal annas, núna voru margir að skipta yfir á frystingu og var núna ákveðið að fara norður  á Akureyri og setja í hann frystigræjur og útbúa vinnsludekk með hausurum og flökunarvélum og vinnslulínu og einning var settur veltitankur aftan við brúnna , því báturinn var svo stífur tók mjög snöggar veltur , en hann lagaðist mjög mikið bæði við það að fá vélarnar á millidekkið og við veltitankan, við byrjum á frystingunni 1992 og vorum á henni þangað til 2005.

Feb16^02Feb16^04Feb16^14Feb16^12Feb16^16Feb16^08Feb16^10Feb16^03Feb16^20Feb16^22Feb16^23Feb16^37Feb16^36Feb16^48Feb16^55Feb16^51Feb16^54Feb16^58Feb16^65Feb16^67


Bloggfærslur 13. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband