3.4.2015 | 14:56
nr 11. 1977- 1978
Vertíðinn 1977 var frekar léleg þá erum við hæðstir á Þórunni Sveinsdóttir VE með 691 tonn þrátt fyrir góða tíð var fiskiríið lélegt og þarna voru menn farnir að tala um að sóknin væri of mikill og það yrði að fara að friða.
Vertíðina 1978 erum við hæðstir á Þórunni Sveins með 789,4 tonn.
Það kom fyrir óhapp hjá okkur þessa vertíð, þannig var að við vorum að fara á sjó eina nóttina á netunum menn voru að tínast um borð einn af öðrum, þetta var sennilega á aðfaranótt sunnudags og það hafði verið ball á laugardagskvöldið ég var kominn niður í vél til þess að setja í gang , en Sævar bróðir sem var stýrimaður þessa vertíð var kominn upp í brú hann heyrir skvap eins og eitthver detti í sjóinn og hann stekkur út til þess að athuga þetta, við lágum inn í pitti alveg í norðvestur horninu og hornið var fullt að grút og drullu, Sævar sér að það hefur eitthver dottið í höfnina og er að svamla þarna í drulluni núna drífur mannskapinn að og það er farið að reyna að nág manninum upp, en það var ekki hlaupið að því því hann var eitt grútar stykki mjög sleypur allur og hvergi hægt að nág taki á honum, Palli á Skála fór niður stigan á bryggjuni með spotta og hafði að koma honum á hann þannig að við gátum dregið hann upp, við fórum með hann framundir og þar var hann klæddur úr öllu og hann fór í sturtu framí, það var kallaður til læknir sem kom og skoðaði hann og taldi hann að allt væri í lagi með hann, þannig að við fórum á sjó en mikið ósköp var maðurinn veikur eftir þetta volk hann ældi eitthver ósköp en honum varð ekki meint af þessu, og allt fór þetta vel að lokum.
Við fórum alltaf í siglingar annað hvort til Englands eða Þýskalands með fisk til að selja, fórum yfirleitt á haustin til Þýskalands (Bremenhafen eða Kugshafen) og á vorið eða á sumrin til England ( Hull eða Grimsby). Eitt skiptið þegar við fórum til Grimsby til löndunar þá vorum við heppnir að ekki fór illa; Það fóru allir í land að skemmta sér nema við Sigurjón við vorum um borð til þess að fylgjast með lönduninni og lensa úr lestini, þeir fóru á skemmtistað sem hét Vetrargarðurinn og er hann aðeins útúr eða á stað sem heitir Cliþorp og var baðströndin þeirra í Grimsby þeir eru þar fram eftir nóttu, Ægir kokkur ætlar á undan þeim um borð og tekur hann leigubíl með útlendingum þeir keyra með hann niður á bryggju en hann verður þess áskinja að þeir ætli að ræna hann en hann hleypur út úr bilnum þegar hann stoppar og stekkur niður bryggju sem var staurabryggja opið undir hana hann stekkur í sjóinn og losnar þannig frá þeim og felur sig undir bryggjuni, en núna versnar málið það eru ekki stigar til þess að koma sér upp aftur , þegar hann er viss um að mennirnir séu farnir þá hefur hann að svamla að flutninga skipi sem var í dokkini og hefur eitthvernveginn að banka í skipsskrokkinn þannig að vaktmaðurinn um borð gat komið honum til bjargar.Víkur nú söguni aftur um borð til okkar um morguninn eru við Sigurjón vaktir og við beðnir að koma uppá spítala því það sé maður frá okkur þar, þegar við komum þangar þá er Ægir þar og búið að þrífa hann því dokkirnar voru eitt drullu svað og hann hafði verið búinn að fá eitthvað af þessum óþvera ofan í sig. En þetta fór nú allt vel og þóttums við hafa heimt hann úr helju. Við Ægir byrjuðum á Leó VE ég 1966 og hann 1967 og við höfum verið saman alla tíð Ægir er mikill öðlings maður í alla staði, alltaf kátur og hress og aldrey neitt vesen.Og afbragðs kokkur og honum féll aldrey verk úr hendi.
Leó VE 400 strandar í Þykkvabæjar fjöru 1978.Við töldum að ekki hafi verið staðið rétt að verki þegar var verið að draga hann úr fjörunni, við vildum meina að Þeir á varðskipinu hefðu átt að taka togvírana frá Leó og hefðu átt að draga hann afturábak úr fjöruni, en þeir settu dráttatauginna í hann að framan og ætluðu að snúga honum en það villdi ekki betur til en þeir settu hann á hliðina og því fór sem fór.
Okkur Kristjönu fæðist sonur 2 júní á sjómannadags helginni og var það mikill lukka eftir 12 ára hlé Björn Matthíasson.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.