Nr 20. Árin 2005

Við hættum á frýstingunni 2005 og förum aftur á ferskfisk veiðar allt er tekið af milli dekkinu flökkunar vélin , roðrífan hausarar og snyrtilínan og pökkunarlínan og plötufrystarnir 3 , og í staðin er komið fyrir aðgerðar búnaði sem smíðaður var í Þór, einnig var tekinn allur frystibúnaður sem var í vélarúmi í , tvær frysti prestur  Sabro og allur búnaður sem þeim fylgdi.

Þarna var Svenni hættur í útgerðinni og kom með okkur aftur sem vélstjóri.Þarna er hann búinn að eiga einn lítin auga stein í viðbót Heimir Freyr. Hann er fæddur 17 apríl 2004 , við erum á fiskitrolli þangað til 2008-9 þegar Sigurjón og fjölskylda ákveða að fara út í að láta smíða nýja Þórunni Sveinsdóttir í Danmörku í Skagen og þá kaupir Ísfélagið gömlu Þórunni og skýra hana Suðurey. Þeir fengu Karstensen skipasmíðastöðina í skagen til þess að smíða, þeir létu smíða skrokkinn í Póllandi við vorum með blogg síðu meðan á smíðinni stóð (os-ehf-illugagata44.blogg.is) .DSC00215

Gamlar myndir (Svenni lítill) 096


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Matthías, gaman af upprifjunin hér að ofan. 

Ég var svo heppin að kynnast Svenna Matt svolítið, hans er sárt saknað, var alltaf svo flottur peyji. Guð blessi minningu Svenna Matt.

Kær kveðja, og hafðu það sem allra best.

Helgi Þór Gunnarsson, 8.1.2019 kl. 05:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband