Nr. 22. Frá 1964 -1972 Meiri upprifjun.

Eftir að ég kem heim fyrir jól 1964 ræð ég mig sem vélstjóra hjá Gísla Sigmars á Ísleif 2 sem Arsæll Sveinsson átti (sem varð svo Emma sem Stjáni og Addipalli útu) og var ég á honum þar til ég fór á Andvaran VE 100 með Herði og Jóa Halldórs vertíðina 1966 og var ég 2 vélstjóri hjá Jóa og var það gaman. Um vorið bíður Óskar Matthíasson mér 1 vélstjóra plás á Leó VE 400 og þáði ég það með þökkum við byrjuðum á trolli um vorið og sumarið og vorum á netum á veturnar og stundum fórum við á síldveiðar á haustin sunnanlands,og svona gekk þetta,Sigurjón byrjaði sem skipstjóri á Leó um vorið 1967 eftir að hann kláraði stýrimannaskólann og gekk honum strax vel að fiska ,Sigurjón var yfirleitt með Leó á sumrin og Óskar með hann á vertíðunnum . 1970 ákveða Óskar og fjölskylda að láta smíða nýtt skip í Stálvík sem verður skýrt Þórunn Sveinsdóttir VE 401 eftir ömmu okkar,ég var að vinna í Stálvík í síðustu 3 mánuðina og fékk ég að vera í einbílishúsi sem Elli P og Elísabet áttu í Garðabænum þannig að það var stutt í vinnuna á þessum tíma var flott skipasmíðastöð í Stálvík og trésmíða verkstæði Rafboði með rafmagnið og Sigurður Sveinbjörnsson með spilin. Það var gaman að taka þátt og lærdómsríkt. Við komum heim fyrir vertíðina 1971 og byrjuðum strax á netum Óskar Matthíasson var með hann á fyrstu vertíðinni en síðan tók Sigurjón við og var með hana upp frá því , við vorum á netum á veturnar og fórum síðan á troll á sumarin og síldarnót á haustin og gekk alltaf mjög vel hjá honum á öllum veiðarfærum og farsæll í öllu.Skanni_20150427 (13) Feb08106


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Mattías, góð rein hjá þér, vonandi kemur meira frá þér, ég hef mjög gaman af ævisögum, sérstaklega ef ég þekki viðkomandi.

kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 24.2.2019 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband