Þetta eru Una Stefanía Pétursdóttir f.25.01.1882 d. 17.11 1950 og 'Pétur Pétursson f. 13.11. 1874 d. 19.03 1937 í Garðshorni . Foreldrar Maríu Eriku Pétursdóttur móður minnar þau áttu 15 börn á 21 ári , þau voru vinnuhjú upp á Héraði á þessum árum .1902 þá voru þau á leið til Ameríku og voru komin til Seyðisfjarðar , en þá var þar prestur ofan að héraði sem taldi þeim hughvarf, og réði þau í húsmennsku og lofaði þeim gulli og grænum skógum, en það varð nú ekki svo ,því þau voru bara vinnuhjú á bæjum á Héraði Pétur afi var smiður og amma hefur verið vinnukona og þau áttu börnin og urðu að koma þeim frá sér, því þau gátu ekki séð þeim farborða , og hefur þetta verið hálf nöturlegt líf , Móðir mín (María) er sú eina sem fæðist heima í Garðshorni .
Sigurbjörg fædd á 'Utnyrðingssöðum 19.03.1902. Er látin fara í Hallormsstað á 3ja ári og er þar til fermingar. Fer þá að Hryggstekk . Síðan aftur í Hallormsstað þar til hún giftist . Bjó á Akureyri. Dáin 1996
Jón fæddur á Hafursá 25.06.1903. Fer 6ára að Mjóanesi , síðan í Beinárgerði og þaðan í 'Utnyrðingsstaði og á Norðfjörð. Bjó alla tíð á Norðfirði. Dáin 1987
Ragnheiður fædd á Gunnlaugsstöðum 09.08.1904. fer í Vallanes með foreldrunum og aftur í Gunnlaugsstaði 5ára og er alin þar upp. Bjó alla tíð á Norðfirði. Dáin 1999
Sigurður fæddur í Vallanesi 21.12.1905. Fer nýfæddur í Víkingsstaði og elst þar upp. Bjó á Seyðisfirði. Dáin 1994.
Sigríður fædd í Vallanesi 13.01.1907. Fer 3ja ára í Egilsstaði og þaðan í Hvamm og elst þar upp. Sigríður bjó á Norðfirði Dáin 1959
Eva fædd í Vallanesi. 22.10.1908. Fer 4 1/2 árs í Fremrasel , þaðan aftur í Vallanes. Síðan í Beinárgerði og þaðan 10 ára á Norðfjörð. Bjó alla tíð á Eskifirði og lifir en og verður 100 ára í haust 2008.
Margrét fædd í Vallanesi 03.05.1911. Fer 1.árs í Gislastaði og eftir stuttan tíma að Dísastöðum í Breiðdal og þaðan á Norðfjörð 10-11 ára . Margrét fluttist ung til Vestmannaeyja og giftist þar og bjó þar alla tíð. Dáin 2002.
Sveinbjörg fædd í Vallanesi 11.05.1912. Fer á 1.ári í Gíslastaðagerði og þaðan fljótlega í Strönd þar sem hún elst upp. Bjó alla tíð á Héraði . Dáin 2001.
Þorgerður fædd í Vallanesi 03.08.1913. Fer 5ára í Kollstaðagerði og þaðan í Egilstaði og síðan Norðfjörð . Gerða bjó á Djúpavogi. Dáin 1997.
Stefán fæddur á Hallormsstað 13.11.1915. Fer á 1.ára í Grúfargerði og síðan á Norðfjörð líklega 9 eða 10 ára. Stefán bjó alla tíð á Norðfirði. Dáin 1982.
Guðný fædd á Höfða 31.07.1917. Fer með foreldrum á Norðfjörð. Guðný (Duna) hefur alltaf búið á Norðfirði og bjó hún í Garðshorni þar til hún fluttist á öldrunarheimilið og þar býr hún en og verður 91árs í sumar. Látin ?.
Ragna fædd á Norðfirði 1919. Dó á 1.ári.
María fædd á Norðfirði 08.11.1923.Fluttist ung til Vestmannaeyja og gerðist vinnukona hjá Margréti systur sinni í Varmadal og síðar hjá Evu í Varmadal . Giftist Sveini Matthíassyni og hefur alla tíð búið í Vestmannaeyjum. Hún er núna á Hraunbúðum . Lést 4 oktober 2012
Tveir drengir dóu í fæðingu. Annar 1910 og hinn 1921.
Þetta er lýsing á högum móður Unu Stefaníu Stefánsdóttur
Sveinbjörn Hallgrímsson var fæddur 25.maí 1859. Foreldrar hans voru Hallgrímur Sveinbjörnsson bóndi á Hofi og Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja (móðir systir Jóns Hjálmarssonar) Hann missti föður sinn ungur en var lengds af með móður sinni uppvaxtarárin.Þegar hann hafði aldur til réðst hann vinnumaður hjá bændum í Mjóafirði, seinast hjá Sveinbirni Sveinssyni og Maríu systur sinni á Minni-Dölum 1882-84. Jónína hét kona Sveinbjörns (móðir Unu Stefaníu) fædd á Fossvöllum í Jökulsárhlíð 18 febrúar 1857. Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson frá Kambshjáleigu í 'Álftarfirði og Guðný Pétursdóttir frá Holi á Langanesi , gift vinnuhjú á Fossvöllum.Sama vorið og Sveinbjörn fór að Minni-Dölum réðst Jónína vinnukona að næsta bæ., Steinsnesi. Tveimur árum seinna, 1884,byrjuðu þau að búskap sinn í húsmennsku á Hofi.Næsta ár héldu þau á Kolabeikseyri og fóru svo að Krossi 1886. Þar bjuggu þau í húsmennsku í átta ár.
Sveinbjörn og Jónína gengu í hjónaband 23. júní 1889. Er hann þá þrítugur og hún tveimur árum eldri. Vorið 1894 fengu þau síðan ábúð á Skógum, væntanlega hálfri jörð , og má þó vera að þau hafi aðeins fengið húsmennskuábúð og þá en minni jarðarafnot.
Sigurður Helgasson telur Sveinbjörn Hallgrímsson húsmann í Skógum , en skrifaður er hann bóndi í manntali. Bústofn á hans vegum er sáralítill, bæði á Krossi og á Skógum , mest tvær kýr og 10 kindur, og efnahagur þeirra virðist hafa verið mjög þröngur alla tíð. 'A Krossi höfðu þau eignast þak yfir höfuðið , lítið hús sem seinna var kallað Kofinn. Mun Mjóifjarðarhreppur hafa tekið það upp í skuld þegar þau fluttu að Skógum. Var búið í því um skeið eftir þetta , en af fundargerðum hreppsnefndar má ætla að þetta hús hafi verið af vanefnum gert.
Þann 3. október 1899 varð Sveinbjörn úti á Skógarskarði á leið frá Seyðisfirði. Þegar hreppstjóri tilkynnti sýslumanni dauðsfallið tók hann fram, að hinn látni hafi verið eignalaus með öllu. Mun Sveinbjörn hafa átt við heilsuleysi að stríða , en Jónína (langamma) verið hraustari og þrekmikill. Heimilið leystist upp.Fjallasköriðin milli Mjóafjarðar og Seyðisfjarðar , eru ekki færri en sex og fjölfarin áður , gátu verið viðsjárverð á vetrum. Hæð þeirra yfir sjáfarmál er breytilegt, 700-900 metrar. Sum staðar er hætt við snjóflóðum.Síðasta slys á Skógarskarði varð veturinn 1941-42 á útmánuðum , er Guðmundur Sigurðsson póstur fórst í snjóflóði sunnavert í skarðinu.
Jónína og börn dvöldu um hríð á ýmsum bæjum í Mjóafirði eftir fráfall Sveinbjörns, en fluttu síðan burt eitt af öðru í margar áttir. Jónína fór til Seyðisfjarðar 1903 með næst yngsta barnið sem upp komst.
Börn Sveinbjörns Hallgrímssonar og Jónínu Jónsdóttur voru þessi, talin í aldursröð :
Jóhanna fædd 12.október 1884, fór til Noregs 1901, atti Jón Þórðarson smið á Akri í Neskaupstað.
Guðrún María, fædd 17. maí 1887 , fór til Héraðs 1902, átti Eirík Vigfússon á Efri-Sjónarhóli í Neskaupstað.
Sveinn Sigfússon( skírnarnafn), fæddur 13. maí 1889, dáinn 15. ágúst 1899.
Jóhann, fæddur 12. apríl 1891 , fór til Vestmannaeyja 1911 , átti Guðrúnu Sveinbjörnsdóttur frá Norðfirði , sjómaður í Neskaupstað.
Guðjón, fæddur 2. apríl 1893 , fór til Seyðisfjarðar 1906, sjómaður í Neskaupstað, fórst með mótorbátnum Ceres frá Vestmannaeyjum 2. mars 1920.
Katrín Sigurlín, fædd 20. apríl 1895. Hún ólst upp hjá móður sinni og fluttist með henni til Seyðisfjarðar 1903. Hún átti Hjört Einarsson sjómann í Vestmannaeyjum. Þetta er Hjörtur og Katrín Sigurlín á Geithálsi við Strandveg í Vestmannaeyjum (foreldrar Svenna og Alfreðs á Frigg og fl.)
Jónþrúður Sveinlaug, fædd 10. júní 1897. Dáin 9. nóvember 1898.
Guðmundur Svanberg Ragnar var yngstur, fæddur 12. ágúst 1899. Hann var aðeins fárra vikna gamall þegar faðir hans dó. Var hann hjá móðir sinni næsta ár, en síðar í Sandhúsi hjá Maríu Hjálmarsdóttur og Lars Kristjáni Jónssyni uns hann fórst með mb. Ötull frá Norðfirði 3. október 1919.
'Aður en Jónína Jónsdóttir kom til Mjóafjarðar var hún heitbundin Stefáni Ormssyni á Norðfirði (hann er faðir Unu Stefaníu ömmu minnar). Hann drukknaði í Norðfjarðarflóa 30. nóvember 1881.Dóttir þeirra, Una Stefanía, fæddist 21.janúar 1882. Ólst hún upp með móður sinni og stjúpa í Mjóafirði,átti Pétur Pétursson frá Gíslastöðum á Völlum og varð kynsæl mjög. Eignuðust þau Pétur fimmtán börn. Og þegar Una Stefanía lést 25.apríl 1950 átti hún 120 afkomendur.
Minningarbrot að austan
Þegar mamma og pabbi höfðu átt mig fór mamma austur á Norðfjörð með mig með sér þegar pabbi var á síldveiðum fyrir norðan og austan á þessum tíma varð að fara með strandferðaskipum því það var ekki komin hringvegur . Strandferðaskipin voru Herðubreið , Skjaldbreið , Esjan og Heklan. Ekki man ég eftir ferðalaginu enda ekki verið nema 5-7ára, þetta hefur verið talsvert erfitt ferðalag fyrir mömmu . Við gistum hjá ömmu (Unu Stefaníu) í Garðshorni hún bjó niðri í kjallara en Guðný(Duna) og 'Oli bjuggu uppi og Ragnheiður (Ranka) og Villi bjuggu í húsi við hliðina á Garðshorni.Þau áttu Unu og Þórð (Dodda). Duna og 'Oli áttu orðið tvö börn þegar hér var komið sögu Rögnu og Sibbu og eru þær aðeins eldri en ég . Það var mikið ævintýri að komast austur og þótti mér mjög gaman þar . Manni finnst að það hafi alltaf ver gott veður fjörðurinn spegilsléttur og fagur.
Sigurbjörg, Matti og Ragna
Athugasemdir
Sæll vertu...Mikið hafði ég gaman af því að lesa minningarbrotin þín,ég datt inn á þessa síðu fyrir tilviljun.Ekki hafði ég hugmynd um að þú værir svona mikill rithöfundur,hef haft á þér aðra sýn,flinkur véstjóri,og ferð yfirleitt hávaðalaust um hlöð,en þessi brot þín settu mig mörg ár aftur í tíman..Segðu mér hvað varð um Kjartan Ólafsson,ég var með honum á Björginni (það var sumarið áður en "alfan" var sett í hana) ég var kokkur og Gvendur Eyja var með bátinn og Gísli Einars var styrimaður Raggi á Strönd var vélstjóri og okkur tókst að bræða úr Gamma disel vélinni sem var þar,en enn og aftur takk fyrir skemmtilega lesningu kv þs
Þórarinn Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 18:20
Sæll vertu Matti...Mér fannst það dapurt að heyra að Kjartan væri allur ,en er það ekki eitthvað sem er nokkuð örugt hjá okkur öllum..En eftir stendur eins og þú segir í brotunum þínum,lífið er bara til þess gert að lifa því lifandi ,þér tekst vel með þessum skrifum að rekja ár okkar sem erum að verða "tynda kynsloðin"kv þs
Þórarinn Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.