Nr.21. Frá 1957-1964 Smá upprifjun.

Ég byrjaði á sjó 14-15 ára þá fór ég á síld á Reinir VE 15 ,þá var algengt að srákar færu uppá hálfan hlut.þetta var mjög lærdómsríkt.ég hætti í framhaldsskólanum eftir 2 vetur og eftir það fer ég á handfæri á tanga Íngólfi VE með Sigurði Ólafssyni og var það mjög áhugavert,um haustið fer ég á Frosta VE sem Helgi Ben átti og var Ingólfur Matthíasson með hann, við vorum á reknetum (á síldveiðum) við lönduðum á Grindavík og Keflavík minnir mig, reknetin voru dregin inn á höndunum , rúllan var reyndar drifin af línuspilinu og fyrir ofan netin var kapallinn sem netin voru hengd neðan í og úr kaplinnum voru belgir sem voru hníttir í kapalinn og svo var kapalinn dreginn ínn á línuspilinu og hringaður frammá og báturinn dregin áfram með kapplinum, netin voru síðan handlönguð aftur b/b ganginn og síðan var síldin hrist úr netunum og síðan voru netin dregin aftur á hekk,og þegar búið var að draga voru netin greidd niður aftur á hekki og gerð klár fyrir næstu lögn og svona var þetta gert þar til búið var að draga .Ingólfur Matt tók eftir þetta við Gullþórir VE sem Helgi Ben átti við vorum á síldarnót á honum að sumri til við suðurströndina og lönduðum við eitthvað í'Olafsvík ég var gerður að kokki fyrsta og einaskiptið á sjómannstíma minnum það minnistæðasta frá þessu var þegar ég var með fisk og var með flot með honum og setti ég flotið sjáðandi heitt á borðið og undan því kom stór brunablettur og eftir þetta var ég alltaf með borðdúk yfir borðinu því ég þorði alldrei að láta Ingólf sjá það.Eftir   þetta fer ég á módornámskeið sem var á haustin og var búið í janúar. Um veturinn ræð ég mig á Erling IV VE 45 með Rikka í Ási sem hefur verið veturinn 1960 og var það bara lærdómsríkt og gaman. Eftir þennan vetur fæ ég pláss á Leó VE 400 sem Óskar Matthíasson og Massi höfðu látið smíða í Austur þýskalandi og fórum við á síld fyrir norðan við vorum með nótarbát (ekki komin blökk)nótin var um borð í nótarbátnum og dregin á höndunum um borð í hann.Guðmundur Ibsen var með Leó þetta sumar og var Óskar stýrimaður Gísli Sigmarsson var 1vélstjóri og ég annar þetta var góð upplifun um vorið 1961 þá er Sigurjón búinn með vélstjóra námskeiðið og kemur um borð og tekur við af mér, ég ræð mig á Björgu VE 5 það er þá verið að setja í hana nýja Alfa vél í hana og var ég að vinna við það þeir gerðu þetta í Magna Björn Guðmundsson á barnum átti hann og var Einar Þórarinnsson var með hana.ég var á Björg VE þangað til við Kjartan fórum til Noregs haustið 1963.Feb09$30456f35d2324c43d42923f18a6bd45303_AEC163[1]

Skanni_20150404 (11)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband