Nr. 22. Frá 1964 -1972 Meiri upprifjun.

Eftir að ég kem heim fyrir jól 1964 ræð ég mig sem vélstjóra hjá Gísla Sigmars á Ísleif 2 sem Arsæll Sveinsson átti (sem varð svo Emma sem Stjáni og Addipalli útu) og var ég á honum þar til ég fór á Andvaran VE 100 með Herði og Jóa Halldórs vertíðina 1966 og var ég 2 vélstjóri hjá Jóa og var það gaman. Um vorið bíður Óskar Matthíasson mér 1 vélstjóra plás á Leó VE 400 og þáði ég það með þökkum við byrjuðum á trolli um vorið og sumarið og vorum á netum á veturnar og stundum fórum við á síldveiðar á haustin sunnanlands,og svona gekk þetta,Sigurjón byrjaði sem skipstjóri á Leó um vorið 1967 eftir að hann kláraði stýrimannaskólann og gekk honum strax vel að fiska ,Sigurjón var yfirleitt með Leó á sumrin og Óskar með hann á vertíðunnum . 1970 ákveða Óskar og fjölskylda að láta smíða nýtt skip í Stálvík sem verður skýrt Þórunn Sveinsdóttir VE 401 eftir ömmu okkar,ég var að vinna í Stálvík í síðustu 3 mánuðina og fékk ég að vera í einbílishúsi sem Elli P og Elísabet áttu í Garðabænum þannig að það var stutt í vinnuna á þessum tíma var flott skipasmíðastöð í Stálvík og trésmíða verkstæði Rafboði með rafmagnið og Sigurður Sveinbjörnsson með spilin. Það var gaman að taka þátt og lærdómsríkt. Við komum heim fyrir vertíðina 1971 og byrjuðum strax á netum Óskar Matthíasson var með hann á fyrstu vertíðinni en síðan tók Sigurjón við og var með hana upp frá því , við vorum á netum á veturnar og fórum síðan á troll á sumarin og síldarnót á haustin og gekk alltaf mjög vel hjá honum á öllum veiðarfærum og farsæll í öllu.Skanni_20150427 (13) Feb08106


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband