Minningarbrot nr 3.

Fyrsta vetrarvertíðin.

Siggi 'Ola í glugganum á Ingólfi VE

29cbcd2da7ab09c16d6ed676f6f20ec6_171_sigurg_rullur[1]

Ég réði mig hjá Sigga Óla á Tanga Ingólf , en hann var á handfærum . Við vorum að mig minnir 5á það var Siggi Óla , skipstjóri og vélstjóri , Flosi Finns kokkur og tveir úr Reykjavík eldri maður Guðmundur og strákur aðeins eldri en ég sem hét Bjössi . Það var mjög gaman á handfærunum , hver maður var bara með eina rúllu uppá gamla mátann . Ef við lentum til dæmis í Ufsa moki og hann hélst vel undir , þá var mikill handagangur í öskjunni , Ufsinn var oft upp í sjó og stoppaði færið oft í honum þegar það var á leið niður og var þá oft Ufsi á hverjum krók .

Flosi Finns var skemmtilegur karakter þó hann væru svolítið blautur og var hann mér mjög góður . Einu sinni sem oftar vorum við að veiðum fyrir austan eyjar og ég fékk stóra Löngu á færið hjá mér ég hafði að ná henni inn en eitthvað gekk mér illa að ná króknum úr henni hún hafði gleypt hann , ég óð upp í lönguna til þess að reyna að ná króknum úr henni , en það hefði ég ekki átt að gera því nú lokaði Langan kjaftinum og höndin var föst upp í henni , tennurnar í Löngunni eru mjög beittar og liggja þannig að erfitt er að ná útúr henni því sem hún er búinn að gleypa, en skipsfélagarnir komu mér til hjálpar og björguðu mér og varð þetta mér víti til varnaðar.

Mínar myndir 005

Tanga Ingólfur var lítil bátur þannig að það var ekki hægt að róa nema þegar gott var veður .Ég var byrjaður að vera með Emil í Dölum og Helga a Reynistað og Emmu Páls og Lillu í Borgarhól Gerðu í Hruna og Erlu Páls og fleiri krökkum . Það kom langur óveðurs kafli þessa vertið og þá var nóg að gera hjá okkur við að skemmta okkur. Á þessum árum var bíó í Höllinni á hverju kveldi og var það venjulega kl 20.30 og var oftast nær farið í bíó og svo var farið á Hressó (sem var sjoppa þar sem hægt var að sitja inni og var þetta aðal samkomustaður okkar krakkana hún var þar sem núna er verstunin Smart ). Inn á Hressó var Djúpbox með öllum vinsælustu lögunum .

                                                                                   Þetta er Gerða í Hruna í gatinu á bílastöðinni

Nov02^82

Þegar myndin í bíóinu var alveg að verða búinn þá var einn látinn hlaupa niður á Hressó til þess að taka frá borð fyrir vinahópinn og síðan var setið þarna fram til 11.30 en þá var lokað , á Hressó var hægt að fá vöfflur og rjóma og ýmislegt góðgæti . Ekki var mikið um það að krakkar væru með vín og var það til dæmis bannað inna Hressó.

Um helgar voru böll í Höllinni á þessum árum spilaði yfirleit hljómsveit Guðna Hermansen með honum spiluðu tvíburarnir Huginn (málari) og Valgeir, Siggi á Háeyri og Guðjón Pálsson og fl. Söngvarar voru nokkrir á þessu tímabili þeir voru til dæmis Erling Ágústsson (sem var einnig með hljómsveitina um tíma) Einar Klink og um tíma Tobba systir Einars og svo Gerða í Hruna sem söng eins og engill lög sem Brennda Lý gerði fræg og Svenni Tomm ( Í Ríkinu) Rokkið var í algleymingi á þessum árum og var mikið rokkað og tviststað og oft lak vel af okkur svitinn , þetta voru skemmtileg ár . Það voru einnig rekstrarsjónir á Hótel HB (Þar sem sýsluskrifstofur eru núna) þær voru á hverju kveldi á vertíðinni til kl 23.30 og spilaði hjómsveit þar líka mig minnir að Siggi

 Smári Guðsteins og Lúmmi (Villum)

Nov02^83

á Hvassafelli hafi spilað þar um tíma . Eitthvert tíma fórum við í 14 kvöld í röð á ball að þótti þá eldrafólkinu nóg um . En svo tók alvara lífsins við og við héldum áfram að róa , við fengum að mig minnir 360 tonn þessa vertíð , en hæstur á handfærunum þessa vertíð var Ási í Bæ á Hersteinni Ve sem hann átti og fiskað mjög vel á hann.

                       Emil í Dölum,Emma í Þingholti,Lilla í Borgarhól,Garðar og Hrabbí,Helgi Lása ,Matti.

Nov02^73

 

Á þessum árum var ekki mikið val um nám eða vinnu í Vestmanneyjum , og fóru strákarnir flestir til sjós þegar skóla lauk og ef þeim líkaði sjómennskan þá fóru þeir margir í stýrimannaskólann eða í vélstjóraskólann , það voru námskeið frá Fiskifélagi Ísland bæði í skipstjórn og vélstjórn það var mikil þörf á stýrimönnum og vélstjórum um þessar mundir þessi námskeið tóku 4 mánuði byrjuðu í September og voru búinn í Janúar lok . Ég hafði hug á að ná mér í réttindi annaðhvort vélstjóra eða skipstjóra réttindi , það kom í ljós að sjónin hjá mér var ekki nógu góð til þess að ég gæti farið í stýrimanninn , þannig að ég valdi vélstjórann . Ég hef verið 16ára og var bara búinn að vera á sjó í sex eða átta mánuði , við vorum nokkrir svona ungir sem höfðum áhuga á að fara á námskeiðið og urðum við að fá undanþágu því við vorum ekki nógu gamlir. Það var mjög gaman á námseiðinu þarna vorum við með mönnum sem voru mun eldri en við og reyndari . Skólastóri var maður úr Reykjavík sem hér Guðmundur og var þetta fyrsta skipti sem hann kenndi og bar kennslan svolítið keim af því , verklegu kennsluna sá Labbi á Horninu um og fórst honum það vel úr hendi . Bóklega kennslan fór fram í Breiðabliki (Húsi Hartmas tannlæknis) og verklega kennslan fór fram í gömlu rafstöðinni sem núna er kominn undir hraun (hún var norðaustan við Prýði )

Vélstjóranámskeiðið 1958-59.

Mínar myndir 010

Eftir að námskeiðinu lauk um veturinn 1959 þá réði ég mig sem annan vélstjóra hjá Rikka í Ási ( Bróðir Bjarna Sighvatar ) en hann var þá með Erling 1V VE 45 , fyrsti vélstjóri var þá Borgþór Árnason , en hann átti þá heima að Brimhólabraut 16 og var giftur Guðrúnu Andersen . Við byrjuðum á línu og vorum við 5 um borð það voru: Rikki skipstjóri , Hoji (Þórir sem átti húsið sem Viðar Sigurjónsson a nú) var stýrimaður , Borgþór 1 vélstóri , ég 2 vélstjóri og svo var með okkur Maggi Maður sem kallaður var en hann var giftur systir Rikka henni Hrefnu í Ási .

 

Rikki í 'Asi í glugganum á Erlingi 1V 

4b9f766347ffd2de64c5407dd69c5591_032_sig_formenn[1]

Þegar farið var út á nóttinni þá var gefið merki í talstöðina , bátar sem ætluðu austur fyrir biðu á víkinni , en þeir sem ætluðu vestur fyrir fóru undir eyðið og biðu það eftir "start merkinu" sem gefið var af Vestmannaeyja Radíó mig minnir að farið hafi verið um kl. 2 á nóttinni , eftir að merkið var gefið settu allir á fulla ferð alveg eins og vélin þoldi eða jafnveg aðeins meir . Ég átti alltaf útstímið , einu sinni man ég eftir því þegar við vorum að fara vestur fyrir og allt var keyrt í botni að allt í einu snarstoppar vélin , ég ræsi Borgþór og hann kemur niður í vél og við förum að spekúlera hvað geti hafa skeð , við prófuðum að törna vélinni (snúa með törnjárni) en hún var föst , þá biðum við þangað til vélin var farinn að kólna og prófuðum þá að snúa henni og var núna hægt að snúa henni , við settum í gang og allt var í lagi , það kom siðar í ljós að einn stimpill hafði fest sig hann hefur hitnað og náð að þenjast út.

Ekki var kominn sjálf dragari við línuspilið og var dregið af því með höndunum og var það svolítið vanda verk , því önglarnir vildu festast í vettlingum og eða í höndunum á mönnum og gat þetta verið hættulegt .

Í Erlingi var MWM vél 400 hestöfl og gekk hann einnar 10 mílur Erlingur var smíðaður í Svíþjóð og hefur sennilega verið um 80 tonn skrokkurinn á þessum bátum var frekar mjósleginn og brúin há og hvalbakur frekar hár , þessir bátar voru hættulegir á lensi því yfirbygging var of mikill miða við skrokk , Erlingur 4 fórst á vertíðinni 1962 eða 3 og fórust með honum 2 menn en hinir björguðust. í gúmmí bát .

Eftir að línu veiðum lauk fórum við á net og gekk svona sæmilega, við vorum með 6 til 7 trossur 12 til 15 neta langar , þessa vertíð og netaflotið á þessum tíma var "netakúlur" sem voru í netpoka og var 1,1/4 faðmar a milli kúlna og á neðri teininum var netagrjót og voru 2 faðmar á milli steina og var því handagangur í öskunni þegar var verið að leggja við að henda út grjótinu , sem stjórar voru notaðir steyptir stjórar með einu flaugi og voru þeir 50 kg og ef við vorum á linum botni þá vorum við með útfara í endanum á stjóranum , neta borð voru kominn á þessum tíma en þau voru lág náðu rétt uppfyrir hné og var borðið frá netaspili og yfir fiskilúgu yfir í bakborðs ganginn, en trossurnar voru dregnar aftur í ganginn og var netakúlunum raðað og einnig netagrjótinu og ef það var dregið í þá voru trossurnar settar hver framan við aðra, við vorum mest með netin kring um eyjarnar vestur úr skerinu (suður a eyjabanka þar sem Surtur er) það var frekar tregt þessa vertíð, mig minnir að við höfum fengið 500 og 600 tonn a vertíðinni . En fyrir Páska þá ákvað Rikki að fara austur í Meðalandsbugt og var nú allt dregið í og farið austur við lágum síðan úti á Föstudaginn langa í blíðu veðri , kokkurinn var færeyjingur og man ég að við fengum löngu í matinn á Föstudaginn langa og voru ekki allir ánægðir með það , þetta varð bjarmalands reisa og við fengum eitthvað lítið .

Ég kunni vel við Rikka og einnig var Þórir (Hoji) mér góður og Borgþór var mér góður lærifaðir og góður við mig , en hann var mikill skapmaður þó það bitnaði ekki á mér , ég var bara þessa einu vertíð á Erlingi 1V en Borgþór var lengur , hann varð síðan greindur geðveikur og var settur a Klepp og hefur verið þar alltaf annað slagið síðan (Borgþór 'Arnason bjó síðustu ár sýn á Elliheimilinu Grund og lést núna fyrir nokkrum dögum)

a29c097a94fa79440a0fea1c677e8e07_AAF030[1]

Ingólfur Matt var skipstjóri hjá Helga Ben á þessum árum og var búinn að vera með Frosta VE ? og hafði ég verið með honum á reknetum eitt haust eða part úr hausti , þá var róið frá Grindavík ekki man ég hverjir voru með mér þar nema að Bjössi í Hólmgarði var vélstjóri og Ingólfur skipstjóri , þetta var frumstæður veiðiskapur , ég held við höfum verið sjö á , það var farið út á kvöldin og netin lögð í einni trossu (mig minnir 50 net) þau voru lögð af hekkinu (afturá) , reknetin voru látinn vera uppi í sjó og var svert tóg ofan við netin og í það voru bundnir belgir með vissu millibili og vissri lengd af belgjaböndum , þegar búið var að leggja þá var hangið í tóginu þangað til farið var að draga og á meðan voru staðnar baujuvaktir og voru menn þá oft með handfæra rúllur og náðu sér oft í góðan auka pening á því á baujuvaktinni, oftast var það ufsi sem menn fengu mest af . Rekneta vinnan var frekar erfitt verk ef mikið var í af síld og frumstæð eins og áður sagði , netarúllan var drifinn af línuspilinu , og reknetatógið dregið inn að framan rólega á kopp og hringað niður framá og var einn maður í því , síðan var Ingólfur sjálfur á rúllu og varð hann að draga netin inná höndum rúllan snérist og hann varð að toga netin inn og síðan voru netin toguð aftur með síðunni eftir dekkinu og síðan var byrjað að hrista síldina úr netunnum , það var gert þannig að mannskapurinn raðaði sér aftur eftir bátnum og svo var byrjað frá efriteininum og hrist , þangað til búið var vað hrista úr niður að neðritein , og þá var tekinn önnur færa aftur eftir og síðan koll af kolli , og voru netin dreginn aftast á hekkið og síldin var sett niður í lest í gegnum boxalok. Þegar búið var að draga þá var haldið til lands og á landstíminu voru netin greidd niður afturá hekki.

Sumarið eftir að ég var á Erlingi 4 þá réði ég mig aftur hjá Ingólfi Matt en hann var þá kominn með nýjan bát sem Helgi Ben hafði látið smíða að ég held í Svíþjóð og hét hann Gullþórir VE ? við vorum á síldar nót , við vorum með nótina aftur á hekki við vorum að prófa að veiða síld fyrir suður og vesturlandi yfir sumarmánuðina og var árangur ekki mikill , ef ég man rétt , við lönduðum í Ólafsvík .

5ab3771245bcd42520d34c248519eadf_175_sigurg_rullur[1]

‘Eg var kokkur um tíma þetta sumar og gekk það , svona og svona. Ég var oft með bláberja súpu og voru sumir orðnir leiðir á henni, einu sinni man ég eftir því að ég var með soðinn fisk og flot með við vorum inn á Ólafsvík ég setti feitis pottinn á borðið án þess að vera með blauta tusku undir og harðplast platan bráðnaði undan pottinum og svartur áberandi brunna blettur var eftir á borðinu , nú voru góð ráð býr því ekki þorði ég fyrir mitt litla líf að lát Ingólf komast að þessu , svo ég reddaði mér borðbúk og var með hann á borðinu það sem eftir var að úthaldinu .

Fyrsti bíllinn.

Nov02^84

 

Ég tók bílpróf haustið sem ég var 17ára , ég lærði hjá Kristni í Hellisholti og gekk það bara vel . Eftir að ég var búinn að fá bílpróf þá langaði mig að kaupa bíl. Ég átti pening því ég var reglusamur drakk hvorki né reykti og var búinn að vinna mér inn fyrir bíl , ég fór til Reykjavíkur og fór þar á bílasölur á bílasölu Guðmundar sem var þá vestur í bæ, sá ég bíl sem ég varð strax hrifinn af , þetta var Wolswaken bjalla árgerð 1960 gul að lit V 321 þessir bílar voru mjög vinsælir á þessum árum . Ég borgaði hann út í hönd og var nú heldur montinn var kominn á nýjan bíl . Það var ekki mikið um að strákar á þessum aldri ættu orðið bíla . Maður harkaði mikið og var vinasæll af vinunum og var oft nóg að gera á kvöldin að rúnta með krakkana og var oft verið að fram á morgun sérstaklega eftir böll , ég smakkaði aldrei vín og var alltaf á bílnum .

Ég var mikið með Helga á Reynistað og Emil í Dölum á þessum tíma , þeir voru farnir að smakka vín og voru farnir að vera með stelpum Helgi á Reynistað var þá með Gústu Erlings. En Emil var laus í rásinni og mikið upp á kvenn höndina og var ég oft að harka með þá þegar þeir voru að reyna að ná í stelpur . Einu sinni man ég eftir því að eftir eitt ballið í Höllinni þegar Ómar Ragnarson var að skemmta , ég var á harkinu og eitthver var í bílnum með mér við tókum Ómar Ragnarson upp í og hann var að rúnta með okkur þó nokkurn tíma og var það mikið gaman , því hann bullaði og bullaði í krökkunum .

Mínar myndir 052

Ég fór eitt sumar á síldarplan austur á Vopnafjörð,ekki man ég hvaða ár þetta var en það hefur verið 1960 eða 61 , Svenni sem var með mér Arnarbæli fór með mér , við fórum á bjöllunni V 321 við fórum norðurfyrir og gekk ferðin austur vel við vorum búnir að ráða okkur á plan hjá Óskari Halldórssyni (minnir mig) við vorum með tjald með okkur og vorum í því fyrst til að byrja með og tjölduðum við á lóðinni við hliðina á verbúðinni (sem var stórt gamalt íbúðarhús) og þar var einnig mötuneyti , það var gaman að vinna á planinu fullt af fólki og nóg að gera meðan á síldarsöltun stóð .

Við vorum í því að færa konunum tómar tunnur og salt og taka þær svo frá þeim eftir að þær voru fullar og kölluðu konurnar " taka tunnu , tóma tunnu,salt" og komu við þá hlaupandi með tóma tunnu (tré tunnu) og tókum fullu tunnuna með tunnukerrunni og færðum þeim salt skammt , fórum síðan með tunnurnar , það var settur hringur ofan á tunnurnar og raðað síld inn í hann áður en tunnan var tekinn frá konunum , svo þegar síldin var sígin niður fyrir hringinn þá kom Beykirinn (sem var maðurinn sem sló botninn í tunnuna) og lokaði tunnunni . Það varð að fylla pækill (saltpækill) á tunnurnar og svo urðum við að snúa þeim reglulega , tunnurnar voru hafðar á hliðinni og staflað upp í tvær eða þrjár hæðir og var þetta erfitt verk , því þetta var allt gert með höndunum , það var gat á miðri tunnunni og var tunnunni velt einn snúning og síðan fyllt saltpækli á . Veður var gott þetta sumar á Vopnafirði og oft miklar stillur , við fluttum samt inn í verbúðina og vorum við þar uppi á lofti og hagað svo til þar að það voru 4herbergi uppi og var enginn gangur heldur var gengið herbergi úr herberg , en ekki man ég eftir því að það væri nokkur að kvarta yfir því , þó þarna væru bæði strákar og stelpur .

Við fórum einn sunnudag í heyskap inn í Vopnafjörð , ekki man ég hvað bærinn hét sem við vorum að hjálpa til við heyskapinn á , en hann var rétt hjá Burstafelli (þar var Sævar bróðir í sveit part úr sumri ) þetta var gamall torfbær , einn af þeim síðustu á austurlandi

Lilla í Borgarhól og Jói Halldórs

Nov16642

Þegar leið að þjóðhátíð þá fórum við að ókyrrast , en hún var þá haldinn helgina eftir verslunarmanna helgina , en þá helgi var hátíð í Atlavík og fórum við þangað og vorum þar í tjaldi og var það mjög gaman . Við ákváðum að fara á Þjóðhátíðina og ætluðum að fara niður á Fárskrúðsfjörð og taka þar annað hvort Hekluna eða Esjuna (sem voru þá strandferðaskip ) við lögðum af stað fórum inn Vopnafjörðinn og upp á heiðina og komumst að Möðruvöllum á fjöllum og þar stoppaði WV bjallan , hún fór ekki í gang aftur hvað sem við reyndum , þannig að við ákváðum að skilja hana eftir og fengum far með eitthverum bíl niður á Fárskrúðsfjörð til þess að ná skipinu , þegar við komum þangað þá hitt ég þar Jóa Halldórs og Lillu í Borgarhól (Jóa á Andvara) og voru þau þar í sumarfríi en voru bíllaus , ég bauð þeim að þau mættu fá bílinn lánaðan ef þau gætu komið honum í gang og þau gætu farið á honum í sumarfrí , þau slógu til og Jói fékk að ég held frænda sinn með sér upp á fjall til þess að ná í bílinn og gekk það vel ,það voru bara ónýtt kerti að mig minnir. Við náðum strandferðaskipinu og náðum Þjóðhátíðinni .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband