Minningarbrot nr 4

Pabbi fer í útgerð.

Pabbi með Sævar

May27_74

Pabbi var búinn að vera á matstofunni hjá Vinnslustöðinni í nokkur ár fyrst í Sælahúsinu eins og ég var búinn að segja frá áður , en síðar byggði Vinnslustöðin hús beint á móti rafverkstæðinu Neista og var matstofan flutt á neðstu hæðinna í því húsi (þar sem núna er ÁTVR ) og var matstofan þar í þó nokkur ár .

Enn nú langaði honum í útgerð , eins og svo mörgum öðrum . Því þetta var á þeim árum þegar menn gátu farið og keypt sér bát og farið að róa án þess að vera með alla vasa fulla af peningum"eins og nú er komið fyrir kerfinu" því kótakerfið var ekki komið á .

Hann fór út í að kaupa vélbátinn Maí VE ? ásamt tveimur öðrum þeim Halldóri Ágústssyni og Sigurði Gunnarssyni (Sigga Gunn) , þetta hefur sennilega verið árið 1955 og mig minnir að þeir hafi byrjað a snurvoð , en á vertíðinni 1956 fara þeir á línu og fengu þeir skipstjóra með hann fyrir sig sem hét Laugi Hall (ninnir mig) og hafði hann átt bátinn áður.

 

En 8 janúar var örlaga dagur , því þá skeður það að Halldór fellur fyrir borð og drukknar.

Hér fer á eftir frásögn sem ég tók upp úr "þrautgóðir á raunastund"

33f773e709ae363f01a58ea5d1ee08fe_mynd_105_452[1]

8 janúar féll Halldór Ágústsson , háseti á vélbátnum Maí frá Vestmannaeyjum, útbyrðis af bátnum og drukknaði . Báturinn var í róðri verstur af Vestmannaeyjum er slysið vildi til . Skipverjar voru að ljúka við að leggja línuna , er Halldóri skrikar fótur og féll fyrir borð . Þegar í stað var skorið á línuna og bátnum snúið . Sást Halldóri skjóta einu sinni upp, en síðan hvarf hann skipverjum sjónum og fannst ekki þrátt fyrir mikla leit . Halldór Ágústsson var þrítugur að aldri. Hann átti heima í Vestmannaeyjum og var einn af eigendum m.b. Maí.

 

Þetta var pabba og Sigga Gunn og allra mikið áfall því Halldór hafði verið mikill sundmaður og íþrótta maður en hann hefur sennilega fengið aðsvif eða rekið höfuðið utan í þegar hann féll fyrir borð , Halldór lét eftir sig eiginkonu og tvö börn , kona Halldórs var Guðbjörg systir hennar Þóru hans Óskars Matt , Guðbjörg var ólétt , var kominn langt á leið af Ágústi og hefur þetta verið Guðbjörgu mikil missir . Mamma og pappi eignuðust strák stuttu seinna og var hann skýrður Halldór í höfuðið á Halldóri Ágústssyni . Við eru þrír bræðurnir skírðir eftir mönnum sem drukknuðu , ég er skírður eftir afa mínum sem fórst 1930 , en hann var skipstóri á bát sem hét Ari VE og fórst hann í róðri austan við eyjar og með honum fórust fimm manns , og þá stóð amma mín uppi með þrjá unga syni , pabbi hefur þá verið 11 ára , en áður höfðu amma og afi misst son í bílslysi hét sá Gísli og var hann held ég yngstur af þeim bræðrunum , það skeði í Reykjavík . Pabbi hafði verið í sveit í landeyjunum og ég held að bóndinn hafi verið að flytja vestur í borgafjörð og var farið með búslóðina á vörubíll og var komið við í Reykjavík á Þórsvallargötunni en þar bjó systir ömmu (Þórunni) og var Gísli þar staddur og þegar lagt var af stað á vörubílnum þá langaði Gísla svo með en hann gat ekki fengið það , hann hljóp á eftir bílnum og hafði að stökkva uppá hliðina á honum en missti takið og lenti undir afturhjólunum og lést . þetta var pabba mikið áfall því hann var uppi á pallinum , ég held að pabbi hafi verið 8ára þegar þetta skeði. Og svo var Sævar skírður eftir Sævari sem leigði hjá okkur , en hann drukknaði á Val frá Akranesi eins og skírt er frá hér áður.

Pabbi og Siggi Gunnars héldu áfram á Maí eftir þetta áfall um veturinn en um vorið lenda þeir í því óhappi að keyra á bát í höfninni þegar þeir voru að fara í róður , ég man að ég var með þegar þetta skeði , það sá ekkert á bátnum hjá okkur þannig að við héldum áfram út í róðurinn ,en þegar við komum út fyrir hafnagarða þá gekk byrðingurinn til fram í stefni eins og harmonikka , svo þeir þorðu ekki öðru en snúa við í land og kom þá í ljós þegar farið var að skoða skemmdirnar að það var kominn í bátinn þurrafúi og var hann upp úr þessu dæmdur ónýtur.

87a9fcede701b001c2daf4de32f2a7e3_mynd_3931[1]

Eftir þetta fór pabbi sem kokkur á Stíganda með Helga Bergvins eins og ég var búinn að greina frá áður og var hann með Helga Bergvins í nokkurn tíma . En síðan fór hann í útgerð með Ingólfi bróður sýnum og festu þeir kaup á Metu VE sem Villum og Knút Andersen áttu , og skýrðu þeir hann Haförn VE 23 . Ingólfur var skipstjóri og pabbi var stýrimaður og kokkur og gekk þessi útgerð nokkuð vel . Þetta hefur verið um 1968 og voru þeir í þessari útgerð allt til ársins 1982 .

 

en þá var pabbi farinn að missa heilsu og þeir ákváðu að hætta og seldu bátinn en fengu hann síðan aftur í hausinn og var honum sökkt í báta kirkjugarðinum undir eiðinu 1983 um haustið, við fórum með hann á Þórunni Sveinsdóttur VE 401(gömlu) . Þetta var rétt áður en kvóta kerfið kom á og fengu þeir því engan kvóta úthlutaðan og urðu því ekki kvóta kóngar .

922c28aaf6eb1d8aa97ab1ee9f0cc65a_mynd_4109[1]

Pabbi fór að vinna í lifrarsamlaginu eftir að hann kom í land og var hann þar þangað til hann hætti að vinna.

 

 

 

18c023a4af9516d80c4e038b151f470e_AAG040[1]

Árið 1959-60 eru Óskar og Massi (fóstur afi minn) að láta smíða fyrir sig bát úti í Austurþýskalandi var það 100 tonna stálbátur sem skýrður var Leó VE 400 en á undan höfðu þeir átt trébát með sama nafni , Óskar býður mér að koma sem annar vélstjóri hjá sér og þáði ég það með þökkum , Gísli Sigmars hálfbróðir pabba og Óskars var fyrsti vélstjóri.

Við byrjuðum á línu , en stuttu eftir að við byrjuðum skall á verkfall , ekki man ég hvað það stóð lengi , en einhverju sinni á meðan á verkfalli stóð voru Óskar og Bjössi á Barnum á mjúkheitum heima hjá Óskari og var Fúsi í Garðhúsum með þeim Bjössi á Barnum fréttir að búið sé að leisa verkfallið og segir Óskari það og kemur þá hugur í minn mann og hann ræsir út mannskapinn og mættum við niður á bryggju . Ekki gekk áfallalaust að komast að bryggju því í fyrstalagi var höfnin full af bátum og við vorum inn í miðri röðinni . En Gísli setti í gang og við höfðum að komast út úr röðinni og að bryggju, en mig minnir að við höfum skemmt einn bát lítilega á þessu brambolti , nú var hafist handa við að taka stampana en við áttum tvo ganga beitta og tókum við þá báða um borð í þessari veiðiferð voru : Óskar , Siggi Ögmunds (stýrimaður) Gísli Sigmars , ég og Jón Hinriksson og svo fór Fúsi í Garðhúsum með okkur , víð fórum austur fyrir eyjar og byrjuðum að leggja við Bjarnareyjar hornið og lögðum austur eftir og í sveig út í háadýpi.það var byrjað að bræla meðan við vorum að leggja og máttum við þakka fyrir að ekkert kom fyrir meðan á lögninni stóð því Óskar var fullur og Fúsi fullur og sjóveikur og ég var sjóveikur og óvanur , en þetta hafðist nú einhvernvegin . Um morguninn þegar farið var að draga var kominn bræla og bætti í bræluna þegar leið á daginn Óskar hafði gaman af að stríða Fúsa því hann var farinn að þynnast upp og var hálf veikur við slitum línuna og fórum í land því veður var orðið vont , nú er af verkfallinu að segja það hafði ekki verið leyst en við fórum samt út aftur þegar lægði til þess að freista þess að ná upp línuni sem við áttum niðri við fórum tvisvar út til þess að reyna að ná henni upp , við náðum einhverju af henni en töpuðum talsvert af línu og ekki fór mikið fyrir fiskinum á hana , þannig að ekki var þetta ferð til fjár . Óskar var síðar kærður fyrir að róa í verkfalli , hann fór með kæruna upp á bæjarfógeta skrifstofu þar sem Freymóður var fógeti Óskar tók reikninginn og reif hann í tætlur fyrir framan hann og sagði " ég hef aldrei borgað fyrir að róa , og ætla mér ekki að gera það" og þar með var málið látið niður falla . Ekki man ég hvernig okkur gekk þessa vertíð það var frekar tregt minnir mig . Með okkur á netunum þessa vertíð voru Massi sem hafði verið landformaður á línuni og svo var Svenni í Vassdal og Elvar í Vassdal , Jón í Vorsabæ og svo var Matti Óskars einnig um borð , Óskar var oft að skamma hann og var hann hálf leiðinlegur við hann og gæti ég trúað því að það hafi mótað hann svolítið .

7e24328aca5d15e5452e8fe71af1755e_mynd_3013[1]

Eftir vertíð var farið að gera klárt á síldveiðar fyrir norðurlandi , báturinn málaður hátt og lágt og vorum við strákarið í því að mig minnir , Sigurjón , Matti , Stjáni og Sigmar Þór og var þetta yfirleit gert í sjálfboða vinnu. Víð fórum á hringnót með nótabát og var fenginn skipstjóri með bátinn sem hét Guðmundur Íbsen , en hann var mikill nótaskipstjóri en Óskar Matt var sjálfur stýrimaður , en hann hafði ekki verið skipstóri á nót og taldi ekki ráðlegt að fara með bátinn sjálfur . Við lönduðum hjá Fúsa Friðjóns á Siglufirði og einnig lönduðum við í Grímsey , og mig minnir að Fúsi Friðjóns hafi verið með planið þar , ekki man ég hvernig okkur gekk á síldinni , en það var farið að draga mjög úr síldveiðum fyrir norðurlandi

 

Einu sinni sem oftar þegar við vorum í landlegu inni á Seyðisfirði , og það var ball í félagsheimilinu , ekkert man ég eftir ballinu , en eitthvað hefur mér leiðst á ballinu , því ég fór út og það var eitthver púki í mér . Það var brunnaboði utan á félagsheimilinu og ég gerði mér lítið fyrir og þrýsti á hnappinn , þannig að brunnalúðurinn fór í gang með miklum látum , ég hljóp í felur og fylgdist með brunnaliðinu sem kom brunandi á staðinn , mig minnir að það hafi nú bara verið einn maður á brunnabílnum og var hann ekki mjög ánægður með þetta brunna útkall , en ekki komst upp um þennan hrekk , þannig að ég slapp með skrekkinn . Það var mjög gaman á síldveiðunum við vorum með nótabát og man ég að Óskar Matt og sveita maður sem hét Júlli voru í korkinnu , mig minnir að kokkur hafi verið Raggi Gull (Raggi hennar Fríðu) , Gísli Sigmars 1 vélstjóri ég 2 vélstjóri og fl.

 

Eftir að sumarsíldinni lauk , þá var farið á haust síldveiðar fyrir suðurlandi, nánar til tekið við Reykjanes og í faxaflóa . núna vorum við ekki með nótabát heldur vorum við komnir með nótablökk og nótina á hekkinu og núna var Óskar Matt sjálfur skipstjóri , ekki man ég hvernig fiskiríið var , en mér eru minnisstæðar hrakfarir sem við lentum í og nú verður greint frá .

Við vorum á landleið af miðunum við reykjanes , það var lens og það var að bræla upp , ég var á vakt , núna verðum við varir við hávaða afturá og sjáum við þá að nótin er að renna út , ekki var búið að þræða snupruvírinn í gegnum hringina þannig að nótin rann greiðlega út, strax var slegið af vélinni og Óskar Matt setti á fullaferð afturábak , til þess að reyna að stoppa bátinn og við það fór nótin í skrúfuna og dró niður í vélinni , en nótin rann ennþá út og Óskar bæti við vélinna og hélt áfram að bakka . Núna urðum við þess áskynja að nótin var kominn í skrúfuna , því gírinn var orðinn sjóðandi heitur og vélin drap á sér , þegar hér var komið sögu var orðið leiðinda veður , við vorum nú á reki en við reyndum að snörla inn nótinni , með gilsinum en það gekk mjög illa og endaði með því að við misstum alla nótina nema smá part af korkinu , við gátum enga björg okkur veitt vorum með nótina ennþá í skrúfunni og með úrbræddan gír , við vorum á reki í nokkurn tíma , eða þangað til við vorum dregnir í land að mig minnir af varðskipi og vorum við þá búnir að dæla út olíu um nóttina til þess að lægja sjóinn , við vorum dregnir inn í Reykjavíkurhöfn og var þar skorið úr skrúfunni og gert við gírinn en hann hafði farið mjög illa , diskarnir í honum og legurnar höfðu sjóð hitnað og varð að skipta um í honum , og nótin var ónýtt , Óskar var mjög neðarlega , og datt í það og var mjög svartsýnn , hann var nýbúinn að fjárfesta í bátinum ( Leó VE 400 sem var smíðaður í austur- Þýskaland 1959 en þetta er um haustið 1960-61) og svo var hann með nýja nót , þannig að þetta var ekki björgulegt ,

Kjartan í Asíu félaginu hafði ábyggilega lánað honum í nótinni , og hann hafði að rífa Óskar upp úr volæðinni og stappaði í hann stálinu og ég held að hann hafi reddað honum af stað aftur. Við lágum nokkuð lengi inn í Reykjavík og var mikið verið á böllum á meðan , við fórum á böll í Þórskaffi og einnig í Ingólfskaffi sem var neðarlega á Hverfisgötu . Rögnvaldur Bjarnarson var kokkur . Og ég man eftir því að við fórum einu sinni á ball með mömmu hans og bróður , en þau voru hjón " þetta er alveg satt" . En hún mamma hans var stjúpmóðir hans en bróðirinn albróðir hans , og hafði hann gifst stjúpu sinni eftir að faðir þeirra féll frá.

 

Ég var með Óskari á Leó sem annar vélstjóri þar til Sigurjón var búinn með vélstjóra námskeiðið þá sagði Óska mér upp starfinu svo að Sigurjón gæti tekið við því , mig minnir að hann hafi boðið mér að koma sem háseti en ég afþakkaði það . Þetta hefur verið um áramótin 1961-62 .

Þarna er komin hvalbakur á Bjögina hann var ekki á henni þegar ég var á henni

456f35d2324c43d42923f18a6bd45303_AEC163[1]

Núna réði ég mig sem fyrsta vélstjóra á Björgina VE sem Björn Guðmundsson(Bjössi á barnum) átti og var Einar Þórarinsson (frá Eyrabakka) með hana , báturinn var í slipp og var verið að setja í hann nýja vél Ölfu og byrjaði ég að vinna við það að setja hana niður , báturinn var í vestur slippnum og voru menn úr vélsmiðjunni Magna að setja vélinna niður. Þettað er 1963 .

Við byrjuðum á vertíðinni og gekk á ýmsu , ekki fór mikið fyrir fiskirí , þessa vertíð fórst Erlingur 4 sem ég hafði verið á tveim vertíðum áður , þeir voru vestan við eyjar , það var ekki vont veður en mikill sjór og honum hvolfi , (en hann var mjög varasamur á lensi þetta var Sænsk smíðaður bátur með hári brú og bátabekki og háum hvalbak , það komu nokkrir bátar að þessari gerð til landsins og ég held að þeir hafi flestir farist) og björguðust allir nema þrír að mig minnir , mennirnir komust í bjögunarbát við illan leik .

því á þessum tíma var ekki kominn sleppibúnaður og urðu mennirnir að komast að björgunarbátnum og taka hann upp úr kassa sem hann var í uppi á brú og svo urðu þeir að ná honum upp úr kassanum og toga síðan í spottann sem blés hann út og gat þetta verið mikill þrekraun fyrir menn í slæmu veðri og veltingi , mig minnir að þeir á Halkíon VE hafi bjargað mönnunum úr björgunarbátnum , en við á Björginni vorum þarna á svipuðum slóðum . Óskar Þórarinsson (á Frár)og Einsi Nóa voru meðal skipsbrotsmanna , Óskar hafði verið stýrimaður á Ísleifi og hafði hann sýnt mikið þrekvirki við þetta sjóslys , eins og hann hafði gert áður þegar hann bjargaði Ása í Bæ þegar hann féll útbyrðis af bát sem þeir voru saman á og Óskar kafaði eftir honum og bjargaði honum .

                                              Frásögn af því þegar 'Asi í Bæ datt útbyrðis

Lóðaði á mér strákur ?'A fjórðu vertíðinni kynntist 'Asi hafinu frá nýrri og óskemmtilegri hlið: "Nú er þar til máls að taka að við erum þennan dag við Einidrang, það er norðan gjóla með vinalegri báru og heiðum himni, báturinn á lullferð og ég einn uppi að kíkja á mælinn, þá finn ég hvöt hjá mér til þess að fá mér spásertúr út á þilfar er um leið og ég stíg þetta eina skref niður úr stýrihúsinu veifar skútan hekkinu í trippislegum galsa, ég missi fóta hendist á borðstokkinn, gríp í tómt og beint í sjóinn. Fyrsta viðbragð: Barkinn framleiðir ógurlegt öskur, orðalaust öskur. Um leið og ég kem í þann græna segi ég við sjálfan mig: Sýndu nú einu sinni að þú getir haldið kjafti , ekki gleypa sjó. 'Eg reyni að sprikla en bæði er kalt í sjó og svo er ég í lambskinnsúlpu, sem drekkur í sig sjóinn og gerir mig þungan og stirðan og brátt fæ ég ekki hreyft annað en lappirnar. 'Eg sé bátinn halda burt frá mér. 'Eg sé himininn yfir mér blárri en nokkru sinni, finnst mér og hafið blágrænt alveg oní mér, sami sjórinn og við busluðum í þegar við vorum krakkar. Þegar ég fann, sá eða vissi að ég var fallinn fyrir borð hugsaði ég fyrst um það, hvort þeir ætluðu ekki að drullast til þess að bjarga mér frá dauða því ég vissi um leið að um líf eða dauða var að tefla. 'Eg hafði hugmynd um að þeir komu á þilfar æpandi og sáu mig afturút og snéru bátnum, fann á mér vilja þeirra til að bjarga mér en ég þyngdist mjög og þrátt fyrir meðvitaðan vilja til lífs og veikburða fálm til að halda mér uppi duldist mér ekki að ég myndi sökkva. Og ég sökk. 'Eg lá á bakinu og sá sjóinn yfir mér og þegar ég sá birtuna gegnum hann fannst mér ég sakna hennar ákaflega en hugsaði enn um að halda kjafti. 'Eg held ég hafi ekki verið hræddur en ég hef alltaf elskað hreint loft, mikið loft og þegar ég  fann að það var ekki lengur til barðist ég um augnabliksstund, síðan settist að mér ósegjanlegur viðbjóður, ég vissi að ég var að kafna. Það syrti í kringum mig. En áður en slokknaði á mér varð mér hugsaði til krakkana munna. Svo skall myrkur á....  Þegar ég rankaði við mér var myrkrið enn í huga mínum svo sterkt að augu mín námu ekki dagsbirtuna, en þegar ég skynjaði ótvírætt andrúmsloftið í vitum mundi ég fyrst eftir viðbjóði helgreipanna, svo var ég glaður, mjög glaður og spurði hvort þeir hefðu fundið mig á dýptarmælinum. Nei þeir sáu bólur. Og það vildi svo til að við höfðum sundkappa um borð, sundkappi og þrekmenni sem var fær um að kafa niður eftir mér og draga mig upp, og þó var það kannski oddhvasst skap hans sem réð úrslitum þeir höfðu dröslað mér innbyrðis steindauðum og voru lengi búnir að gera á mér lífgunartilraunir þegar loks fór að umla í flykkinu. Þá fóru þeir með mig í lúkarshitann þar sem ég vaknaði til lífsins. Sundkappinn og heljarmennið sem um er rætt er 'Óskar Þórarinsson frá Háeyri (nú kenndur við Frá VE) sem löngum var með 'Asa á sjó á þessum árum. Eftir þessa vertíð var Hersteinn VE  seldur. 

3d6b2b82edbe5d3df8694e3169f07bca_AFL204[1]e17a8d2caad8b7e360946c9831d12fc8_mynd_3115[1]

Okkur vantaði stýrimann og háseta á Björgina stuttu eftir þetta og fengum við Óskar og Einsa Nóa með okkur . Það var talsvert mikið djamm á Óskari og Einsa og gekk mis vel að ná þeim um borð , sjóslysið hafði mikill áhrif á þá og voru þeir mjög varir um sig ef eitthvað var að veðri , mér fannst mjög merkilegt með Óskar að eftir að hann var kominn um borð og kominn út á sjó þá var eins og það rynni af honum um leið og sá ekki á honum vín , þó hann hafi verið vel í því þegar farið var út .

Núna ætla ég að segja frá einum af síðustu róðrunum sem við fórum á Björginni þessa vertíð , en þegar hér var komið sögu vorum við með netin austur í bugt og við höfðum ekki komist á sjó í 2-3 dag vegna brælu , en nú var komið sæmilegt veður og fara skyldi út , en þá fundum við ekki Óskar og Einsa og eitthvera fleiri vantaði ,

ég var á Wolsvaken bjöllunni minni og við Einar skipstjóri fórum að stað að leita að mannskapnum , og höfðum fyrir rest upp á þeim , en þeir voru nú ekki alveg tilbúnir að koma með okkur en féllust fyrir rest á að koma ef félagarnir sem voru með þeim fengju að koma með en það voru að mig minnir Raggi í Stein , Óli Tótu og Gústi Lása og varð úr að þeir kæmu með.

Kokkur um borð var strákur sem hét Gunni Gunn og var hann einnig vel fullur þegar við fórum út , þeir höfðu með sér að mig minnir fullan kassa af víni og héldu áfram að drekka eftir að við fórum að stað , nema Óskar hann hætti og tók hann útstímið , núna líður undir hádegi og kokkurinn er búinn að elda súpukjöt , en þeir voru ennþá að drekka .

Einar skipstjóri var nú ekki mjög hress með ástandið en sagði lítið en var frekar fúll sem skiljanlegt var kokkurinn var með rifill með sér og þegar Einar kom í mat sat hann með riffillinn í hendinni blind fullur og miðaði á Einar , Einar snéri við í hurðinni og hvarf upp lúkars kappann . Þá tók Einsi disk fann á hann kjötbita og kartöflur og fór með það aftur í stýrihús en á leiðinni aftur í missti hann af diskinum á dekkið en tók það upp með höndunum og skellti á diskinn og hélt áfram og þegar hann kom upp í brú sagði hann við Einar " ef þú ert of fínn með þið til að borða með mannskapnum þá getur þú borðað einn".

En upp úr þessu hættu þeir að drekka og fóru að sofa , en þegar við komum á miðinn austur í bugt þá var heilsan mjög bágborinn , sem nærri má geta en það var talsvert af fiski í netunum 2 og 3 nátta og var farinn að koma lykt af honum sem ekki bætti ástandið en allt hafðist þetta og við komumst heilir í höfn .                                                                                 Smári og Willum

Nov02^83

 

Sumar úthaldið var einnig frekar skrautlegt , þá var Kjartan Ólafsson og Willum Andersen með okkur Kjartan var stýrimaður en Willun var kokkur , ekki man ég hverjir fleiri voru með okkur þegar okkur langaði á ball á laugardags kvöldum á fengum við Willum til þess að henda til dæmis öllum kartöflum í sjóinn þannig að við urðum að fara í land og komumst við þá á ball , eitthverju sinni átti að fara út á laugadags kveldi og þá strækaði ég á að fara út sagðist ekki fara út fyrr en eftir ball og það var hætt við að fara út , en upp úr því var úthaldinu hætt og mér kennt um að koma öllu í uppnám " englinum" aldrei mátti ég gera neitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Takk fyrir þessar frábæru sögur. 'Eg var svo heppinn að vinna með Svenna síðasta árið hans í lifró og hef aldrei kynnst annarri eins hörku og dugnaði og hjá honum . kv .

Georg Eiður Arnarson, 6.3.2008 kl. 18:43

2 identicon

"Og ég man eftir því að við fórum einu sinni á ball með mömmu hans og bróður , en þau voru hjón " þetta er alveg satt" . En hún mamma hans var stjúpmóðir hans en bróðirinn albróðir hans , og hafði hann gifst stjúpu sinni eftir að faðir þeirra féll frá." Alger snilld og minnir mig á lag sem sonur minn stundum syngur og er efti Ladda. "Ég er afi minn"

Frábærar sögur

Halldór Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband