Nr 8. Vertíðarnar 1971 og 1972.

Þeir 'Oskar Matthíasson og fjölskilda ákveða að láta smíða nýtt skip í stávík í Garðarbæ, ég fór og var að vinna þar í 3-4 mánuði  á lokametrunum í smíðinni og var það mjög gaman og fróðlegt, ég fékk að vera í  einbílishúsi sem Elli P og Elísabet áttu í Garðarbænum , þetta hefur verið árið 1970 um sumarið og haustið því við komum heim með Þórunni Sveinsdóttir VE 401 fyrir vertíðinna 1971.

Kristján 'Okarsson tók við Leó VE 400 á vertíðinni 1971 og var með hann á netum, þeir lentu ó óhappi, þannig var að þeir voru með netin vestan við eyjar það gerði skíta veður þeir fengu á sig brot báturinn lagðist á hliðinna og sjór komst niður í vélarúm í gegnum loftöndun sem var beint yfir rafmagnstöfluni þannig að þeir verða rafmagnslausir og við það að hallast svona mikið mistu þeir aðeins niður smurtrukkið , en þeir höfðu að keyra bátinn upp aftur og rétta hann við og þá kom smurtrukkið upp aftur.. Jón Halldórsson var vélstjóri þeir komust síðan sjálfir í land minnir mig, við vorum líka fyrir vestan eyjar á Þórunni Sveinsdóttir VE og þegar 'Oskar fréttir af þessum vandræðum hjá Kristjáni á Leó þá hættum við að draga og keyrum í áttina til þeirra , þarna var komið vitlaust veður og allt á floti á dekkinu hjá okkur, því að lensportin hjá okkur voru ekki nógu stór eða kanski voru þau lokuð þannig að sjór sem kom inn komst ekki út  aftur , þannig að við vorum sjálfir í hálfgerðum vandræðum og komumst því alldrey til þeirra. En allt fór þetta vel að lokum.Skanni_20150402 (23)

Jan30^95


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Minningarbrot nr 7 árin 1969 og 1970

Vetrarvertíð 1969 tekið upp úr sjómannadagsdlaði Vestmannaeyja.'Arið 1969 erum við á Leó VE 400 með mesta aflavermætið yfir árið, það sumar var Sigurjón skipstjóri um sumarið og aflaði 800 tonn en 'Oskar var með hann um veturinn og aflaði 1296 tonn og var næsthæðstur. Veturinn 1970 vorum við svo fiskikóngar með 1262 tonn. Umfjöllun um þessar vertíðar má lesa á skránum sem er hér á síðunni.Þær eru teknar upp úr sjómannadagsblöðunum 1969-70.

Skanni_20150323 (9)Skanni_20150306 (2)


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Minningarbrot nr6 'Arin 1965-66-67-68

 

 

Björn K og Guðbjörg og börn0001 Matti og Kristjana

 

 

 

 

 

 

 

 Bakkastígur 23 þar sem við bjuggum fyrstu 2 ári . Við Kristjana á austurvelli greinilega í verslunar ferð

 

 Apr07154

 

 

 

 

 

 

 Þessi er tekinn í stofuni á brimhólabraut 14.

Við Kristjana birjum að vera saman um haustið 1964-5 ég er með Gisla á 'Isleifi VE árið 1965 á þorskanót og netum held ég á vertíðinni og svo vorum við á humar um sumarið og lönduðum í Hraðfrististöðinna hjá Einari ríka , Lalli pabbi hans Gumma Lalla var stýrimaður og Alli(pabbi Sigurlaugar hans Sigurjóns) bróðir hans var verkstjóri í hraðinnu og man ég eftir því að það var oft rifist um matið á humrinum .'A þessum tíma var komið með humarinn slitinn í land og var hann geymdur í tunnum í lestinni og var ís og salt sett í tunnurnar og þær síðan fylltar af sjó þannig að hann var í íspækill og geymdist hann vel þannig , um haustið bíðst mér pláss á Andvar VE 100 með Herði og Jóa Halldórs og var ég 2 vélstjóri hjá þeim vertíðinna 1966 við vorum á netum og fiskuðum ágætlega fengum 622 tonn og vorum 3 hæðsti bátur, 'Oskar Matt á Leó VE 400 var hæðstur með 725 tonn þessa vertíð, þetta var mikil brælu vertíð Jói og Hörður áttu þennan bát með 'Ola og Símoni en 'Oli og Símon voru með fiskverkun á þessum árum þar sem þeir söltuðu.Jói var 1 vélstjóri og Hörður skipstjóri ,það var gott að vera með þeim. Við Jói vorum alltaf vinir fórum mikið saman í sund og einnig í veiði í Grenilæk og fórum einnig saman til Spánar, Kristjana og Lilla voru (og eru) saman í saumaklúbb með gömlu vinkonunum Emmu, Hrabbý, Ellý ,Oddu og svo er Abba hans Gisla Guðlaugs . Við kristjana eignumst frumburðinn okkar og augasteininn Svenna okkar 20 Mars 1966 ekki var ég viðstaddur fæðinguna það tíðkaðist ekki á þessum árum að tekið væri frí á miðri vertið þó að konan væri að eiga. Það er öðruvísi í dag sem betur fer hefur þetta breyst til batnaðar.

Vetrarvertíð 1965 tekið upp úr sjómannadagsblaðinu

 Skanni_20150318 (2)Skanni_20150318

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skanni_20150318 (3)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vertíðin 1966 tekið upp úr sjómannadagsblaðinu.

Skanni_20150318 (4)Skanni_20150318 (5)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skanni_20150318 (6)

 Skanni_20150318 (7)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skanni_20150318 (8)

 

  Þessa vertíð var ég á Andvara VE 

 með Herði Jóns og Jóa Halldórs

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gamlar myndir (Svenni lítill) 017

Hérna eru myndir af Svenna tekknar austur á 

Bakkastíg 23 sem farið er undir hraun

Gamlar myndir (Svenni lítill) 018

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Um vorið 1966 bauð 'Oskar Matt mér 1 vélstjóra pláss á Leó VE 400 og tók ég því ég hafði verið með þeim áður og hafði líkað vel, Sigurjón 'Oskars var þarna kominn í stýrimannaskólan. Við fórum á troll um sumarið og gerðum það gott.

Þetta er tekið úr Sjómannadagsdlaði Vestmanneyja 1967. Um vertíðinna

Skanni_20150310 (11)

 

 

 Skanni_20150310 (2)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skanni_20150310 (3)

 

Skanni_20150310 (4)

 Skanni_20150310 (5)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skanni_20150310 (7)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Skanni_20150310 (8)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skanni_20150310 (9)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skanni_20150310 (10)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

10662136_365731243574305_7382802765686541150_o

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi er tekinn á vertíðinni sennilega 1961, þarna er Sigurður Ögmundsson stýrimaður með þorskinn og við Jón Hinriksson við rúlluna.

 Það er mikið breitt  síðan á þessum árum það var aðalega  verið með fótreipi og við vorum aðalega austur við 'Ingólfshöfði eða á Víkinni, en mig minnir að fyrsta vorið á Leó VE vorum við að fá gott af löngu í Háadýpinnu . Við vorum stunduð að laumast innfyrir línu við 'Ingólfshöfðan inn í krika eins og sagt var þar var mjög falleg ísa og stundum nóg af henni og var það svoldið spennandi að laumast þarna í mirkrinu með öll ljós slökkt og bara með ljóstírur í aðgerðinni.Þetta var skemmtilegt en oft erfitt því aðstaðan var ekki góð menn stóðu upp í mitti í fiskbingnum og gerðu að og það varð að beigja sig eftir hverjum fiski í aðgerðinni en við vorum komnir með þvottakar sem fiskinum var hennt í og þaðan rann hann ofan í lest í stíur og þar var hann ísaður.

Við Kristjana birjum á búa á Bakkastíg 23 hjá foreldrum Kristjönu Bjössa og Guðbjörgu víð útbjuggum eldhús í norðurherbergi uppi og svo vorum við með herbergið sem Kristjana var í en það var í suðurvesturherberginu uppi, við vorum með fallegt útsýni út á víkinna úr eldhúsinu sem snéru út á kettsvíkina. Guðný var með herbergi í suðaustur horninu uppi og Bjössi og Guðbjörg voru með svefnherbergið upp í norðaustur herberi og Eygló var í norðvestur herberginu og svo var snirting í austur herbergi. Það var eldhús og stofur og þvottarhús og snirting á neðrihæðinni þetta var mjög myndarlegt hús og vel byggt .Eftir að við fluttum upp á Illugagötunni þá seldi Bjössi efrihæðinna Þòra bróðir Guðbjargar en sjàlf voru þau à neðri hæðinni þà voru systurnar allar farnar að heiman.

Gamlar myndir (Svenni lítill) 019

 

Við Kristjana kaupum grunn uppá Illugagötu 37 . Við kaupum grunninn af Gisla B Brinjólfssyni málara 6 febrúar 1966 á 120.00 kr (gamlar) hann var um 60 fermetrar tvo herbergi í kjallaranum og stór vatnsbrunnur og svo var búið að steipa plötuna húsið er 129 fermetrar að utanmáli, á þessum tímum voru veitt húsnæðislán uppá 280 þúsund í tvennu lægi 140 þúsund í  hvort skipti annað verðtryggt og hitt óverðtryggt þegar við sóttum um gátum við ekki fengið þetta lán af því að húsið var þetta stórt (fjölskildan var ekki nógu stór) svo að við fengum Atla Aðalsteins til þess að skrifa þeim bréf þar sem sagði að Kristjana væri ólétt og þá væri fjölskildan orðin nógu stór og við fengum lánið,  svona var þetta á þessum tíma aðhald á öllum sviðum, við fengum lánar 50 þúsund krónur í gegnum sparisjóðinn frá Pabba og Ingólfi frá Haferninum VE til tveggja ára til þess að kaupa grunninn

 

Nafnarnir fyrir utan Bakkastíg 23 gamli Gjábakki í baksýn.Og gamli V321 sem ég átti í gamladaga en þá var hann gulur.

.Gamlar myndir (Svenni lítill) 025

 

Við fengum Baldvin Skærings til þess að slá upp hæðinni og var ég honum til aðstoðar þegar tími gafst til , Baldinn var mjög duglegur við þetta einnig var Sævar bróðir mjög duglegur að hjálpa Baldvinni þannig að þetta gekk bara vel, við fengum 'Ola Grens til þess að smíða gluggana og Gústi Hregg smíðaði útihurðarnar . Baldvinn og Kiddi sonur hans smíðuðu eldhúsinréttingu og fataskápa, Ingi í Götu sá um píparvinnuna og Magnús múrari tengdasonur Einars Skiptó hann pússaði húsið að utan og innan allir milliveggir voru hlaðnir , á þessum árum var ekki komin vatnsveita þannig að vatni var safnað í brunninn og svo var vatnsdæla í kjallaranum sem sá um að dæla vatni í vaska og klósett , og ekki var komin hitaveita þannig að það var olíufír í kjallaranum sem sá um að hita upp húsið.

Um páskana 1967 gerði haugabrælu við vorum með netin á loftstaðahrauninu það er norðvestur úr eyjum netatrossurnar fara á flakk og í hnúta þannig að þetta varð ein allsherjar flækja ég held að þetta hafi verið á laugadeginnum og var netaborðið á honum Leó VE 400 fullt upp undir glugga í brúnni , netasteinarnir voru eins og eggvopn eftir að hafa dregist eftir botninum, við komum í land um kvoldið og netinn voru hífð upp á bryggju greitt úr flækjunum þar og vorum við að þessu langt fram á nótt, þannig að mann voru framlágir á páskadag.

Við vorum á trolli á summrin og lönduðum heima eða sigldum á Englan Grimsby eða Húll og gekk okkur bara vel, ekki tóku þessir bátar mikinn afla vorum að sigla með  þetta 26-30 tonn í túr Kristjana fór  með okkur eina siglingu til Grímsby sennilega sumarið 1967 og var Ingibergur 'Oskarsson með líka sem ungur  drengu minnir mig við stoppuðum í 2 - 3 daga og fórum held ég í túr til Skegnes sem var sumardvalarstaður og fórum þar í tívoli minnir mig.Ægir Sigurðarsson birjaði með okkur á Léó sennilega haustið 1967 og var alltaf kokkur með okkur. Jón Halldórsson kemur með mér 2 vélstjóri  á vertíðina 1968 

Vetrarvertíðinn 1968 tekið upp úr sjómannadagsblaði Vestmanneyja.

Skanni_20150316

Skanni_20150316 (2)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skanni_20150316 (3)

Skanni_20150316 (4)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skanni_20150316 (5)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við Kristjana giftum okkur um Páskana 1968 á Páskadag í miðri páska hrotu það var komið inn seint á laugardeginnum og þá átti eftir að landa og gera klárt leisa af netum sem voru tekinn úr (taka hringina af efriteininum og steinana af neðri teininum)og svo þurti að steina niður ný net fyrir þau sem voru tekin úr. þarna voru ekki komnir flotteinar eða blíateinar, við giftum okkur heima hjá Jóhanni Hlíðar hann var með lítið alltari  í stofuni hjá sér síðan var smá giftingar veisla á ganginnum uppi á Bakkastíg 23 sem Kristjana sá um með örugglega hjálp frá mömmu sinni og Guðnýu systir sinni og mömmu og komu systkyni okkar og foreldrar okkar til þess að samgleðjast okkur og svo komu vinnkonur Kristjönu Adda hárgreiðsu og Hebba Jóns minnir mig. Og var veisla fram eftir kvöldi og svo þegar við vorum að klára að ganga frá eftir veisluna hringdi síminn og það var 'Oskar að ræsa á sjóinn hann hélt að við hlitum að vera  búinn að taka út brúðkaups nóttina, svona var þetta í gamla daga enginn miskun, og síðan eru liðin mörg ár.

Með foreldrunum:Maja Svenni Guðbjörg Bjössi

 Gamlar myndir (Svenni lítill) 015 

 

 Herbert 'Armansson Adda pabbi mamma og                                     Halldór  

 Gamlar myndir (Svenni lítill) 009

 

 

 

 

 

 

Við flytjum upp á Illugagötu 37 í ágúst 1968 rétt fyrir þjóðhátíð og var þá nánast allt búið eldhúsinnrétting og komnir skápar í herbergin og allar hurðar.Það er að byggjast upp hverfið í kringum okkur Gústi og Stella fyrir  vestan okkur og Maggí og Jóhannas 'Oskars fyrir norðan okkur og Stjáni og Emma vestan við götuna og fleirri og fleirri þannig að það var nóg af krökkum í hverfinu þannig að það var líf og fjör, svo var líka stutt niður á brimhólabraut 14 til mömmu og pabba, Svenna þótti gaman að fara þangað að leika við 'Omar og Þórunni og svo var alltaf eitthvað gott að borða hjá Maju ömmu, stundum var mamma að reyna að fá hann til þess að fara  heim með því að segja hunum að það væri bara hundamatur hjá henni "og þá sagði hann, mér finst hundamatur góður". Það var alltaf líf og fjör á Brimhólabrautini.

Pabbi og Mamma með Maju P, Svenna og Öllu Péturs, Svenni á fyrstu jólum á Illó.

Gamlar myndir (Svenni lítill) 045Gamlar myndir (Svenni lítill) 046

 

 

 

 

 

 

 

Um haustið ferst Þráinn VE með allri áhöfn 9 mönnum í kolvitlausu veðri  allt heimamenn nema einn, þeir voru að koma að austan með síld og fórst hann á víkinni Gunni bróðir Kristjönu var 2 vélstjóri þar um borð þetta var mikið högg fyrir þetta samfélag í Vestmannaeyjum þarna fórust 9 menn margir frá konu og börnum , þetta var mikið áfall fyrir Bjössa og Guðbjörgu og 'Arnýju konu Gunna þau áttu 3 ung börn , á þessum árum ver enginn áfallahjálp og varð fólk bara að bera harm sinn í hljóði, fanst alldrey meitt af mönnunum en það er vitað hvar flakið af honum er á víkinni. Hann hefur farist mjög snögglega því það heyrðist alldrey neitt neyðarkall frá honum.

 

 

Skanni_20150317 (3)

                                          

Skanni_20150317 (2)

Skanni_20150317


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Matthías Gíslasson fyrri maður Þórunnar Sveinsdóttur

Jan30^96Þetta er lífshlaup Matthíaar Gislassona afa minns.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Börn slegin lægsbjóðanda.

ÓS Eyrabakka Þórður Jónsson Eyrarbakka

Börn slegin lægstbjóðanda

Eftirfarandi frásögn er rituð af Þórði Jónssyni á Eyrarbakka , og segir frá því er börn örbjarga fólks voru boðin upp og slegin lægstbjóðanda.Þessi frásögn er um niðja Þórunnar Sveinsdóttur ömmu minnar frá ‘Osi á Eyrarbakka. Heimildir úr Alþýðublaðinnu 1937.

Mikið hefur verið rætt og ritað síðustu árin um slysavarnir á sjó og þjóðin hefur sýnt ágætan skilning og áhuga á þessari þörfu starfsemi, sem best hefur komið í ljós í fjárlögum, sem þjóðin hefur látið af hendi til slysavarna á sjó, og má hiklaust telja slysavarnafélag ‘Islands einhverja þörfustu félagsstarfsemi seinni ára. Um það eru allir sammála.

Og nú er einnig hafin sams konar starfsemi um að kenna fólkinu að verjast slysum á landi. Má fyllilega vænta sama skilnings þjóðarinnar á þeirri tegund slysavarna.

En þegar talað er um slys og slysavarnir , er nauðsynlegt að gera sér ljóst, hver eru hin raunverulega og algengasta orsök slysanna – að minnsta kosti á landi, en áfengisnautn tel ég langalgengasta orsök slíkra slysa.

Um þessa slysahættu vilja menn sem minnst tala. Það er oft sagt svo undur sakleysislega og eins og það sé varla í frásögur færandi að t.d. þegar bílstjóri hvolfir bíl, að hann hafi verið " undir áhrifum víns" . Að vísu hafa nokkrir templarar bent réttilega á þessa slysahættu og aldrei þreyst á því, - en síðan sá félagsskapur varð til hér á landi , hefur ætíð mikill meiri hluti þjóðarinnar litið slíka menn og starfsemi þeirra fremur illu auga og talið þá öfgafulla og vitlausa og áfengið meinlaust grey ,sem ekki væri veruleg ástæða til að óttast , og slys af þess völdum því ekki nærri eins tilfinningaleg og úr væri gert. Það er litið á áfengishættuna sem sjálfsagt böl eða jafnvel ekki böl!En misvitur var Njáll, og því lét hann sig brenna inni. Það er fagurt og gott að láta fé og krafta til þess að forða meðbróður sínum frá hættu og slysum, hvort heldur er á sjó eða landi, og í þeirra fylkingu, sem það vilja gera , standa þeir vissulega , sem forða vilja þjóðinni frá áfengisnautninni.Þeir eru hins vegar allt of fáir, sem vilja leggja það á sig að vinna að þessum slysavörnum – útrýmingu áfengisnautnar – svo að þar stöndum við í sömu sporum og fyrir öldum síðan . Ef til vill verður það og hlutskipti þessarar þjóðar að standa í því efni enn næstu aldirnar í sömu sporum og vera drykkjuþjóð. – Hver getur sagt um það ? – En slíkt væri illa farið.

‘Eg skal ekki hafa þennan inngang lengri, því þá þekki ég illa mína ástkæru, íslensku þjóð, ef hún yfirleitt verður ekki fljótt leið á bindindispredikunum.

Það er hins vegar dálítil saga – gömul saga – sem ég ætla að láta fylgja þessum formála.

main38[1]

Saga þessi er að vísu ekki nema ein af fjölda sömu tegundar, og heldur ekki sorglegri en fjöldi slíkra sagna. En hún er – að mér finnst – í dálitlu samræmi við það, sem hér að ofan er sagt, og þess vegna set ég hana hér.Það eru menn,komnir á efri ár, sem hafa sagt mér hana.

Það var vetrarvertíðina 1870, að allt áfengi var þrotið í verslunum á Eyrarbakka nokkru fyrir páska. En menn kunnu ekki þá hina þjóðfrægu íþrótt að brugga áfengi og voru í því efni algjörlega háðir innflutningi á þeirri vöru, og sjaldan var það, þó þrot væru á nauðsynjavöru á Eyrarbakka, að ekki væri til hið alkunna brennivín hjá Lefolii.

Um 1870 bjó á Stóru-Háeyri Þorleifur hinn auðgi, sem þjóðkunnur varð af hinum mikla auð sínum. Hann seldi brennivín í stórum og smáum skömmtum, - vafalaust í fullri lagaheimild á þeim tíma, -með mörgu fleiru. – En svo hittist á umrædda vetrarvertíð, að allt brennivín var þrotið, einnig hjá Þorleifi, þegar að páskum leið.

Slíkum kaupsýslumanni, sem Þorleifur var, sæmdi lítt að hafa ekkert brennivín handa viðskiptamönnum sínum um sjálfa stórhátíðina. Kærkomnasta "lífgjafann" allra hátíða og tyllidaga áfengið – mátti til með að ná í, með illu eða góðu, meðan nokkur dropi væri til af því vestan Hellisheiðar.Það varð því að sækja það alla leið til Reykjavíkur.

En verulega góð ráð verður stundum að kaupa dýru verði, og þá voru engar bifreiðar eða önnur fljót og þægileg faratæki.

Magnús er maður nefndu og var ‘Ingvarsson. Hann var formaður á skipi,er átti Þorleifur á Háeyri, þessa umræddu vetrarvertíð.Magnús þessi byrjaði ungur formennsku á Eyrarbakka og var formaður fram á elliár. Var hann með fremstu formönnum þar, aflasæll, aðgætinn og vaskur maður.

Þorleifur fékk Magnús ‘Ingvarsson, besta formann sinn, til þess að fara til Reykjavíkur og sækja þangað brennivín á 20 potta kút , og skyldi einn hásetinn á skipinu vera formaður, á meðan Magnús var í brennivínsleiðangrinum. Sá hét Sveinn Arason (afi Þórunnar Sveinsdóttur ömmu minnar) frá Simbakoti, mesti fullhugi, en óvanur formennsku. Sá Sveinn var faðir Sveins á Sunnuhvoli (áður ‘Osi) á Eyrarbakka, er síðar verður nefndur.

Magnús ‘Ingvarsson lagði af stað til Reykjavíkur laust fyrir bænadagana með tóman tuttugu potta kút á bakinu – á máli þess tíma kallað hálfker – en á þeim tíma kunnu Eyrbekkingar engu síður en aðrir landsbúar á íþrótt að bera þungar og illa lagaðarbyrgðir á bakinu. Er ekki getið annars en að ferð Magnúsar hafi í alla staði gengið greiðlega.

En þegar hann kemur niður að Hrauni í Ölfusi á heimleið með brennivínskútinn seint á laugardagskvöldið fyrir páska, frétti hann þau tíðindi, að skip hans hafi farist þá um daginn með allri áhöfn.Þetta umrædda skip var lítið, eins og þau skip, sem gerð voru út frá Eyrarbakka á þessum tíma, aðeins sex manna far. –Venjuleg áhöfn á skipunum var 7 menn. Með þessu skipi fórust sex menn ; fleiri menn voru ekki innanborðs þennan róður.Eins og venjulega, þegar svona slys ber að höndum, er eitthver af þeim mönnum, sem farast, fjölskyldumenn. Svo var einnig í þetta skiptið. Sveinn Arason, sem var formaður skipsins í fjarveru Magnúsar, lét eftir sig ekkju, Margréti Jónsdóttur að nafni, og fimm börn ung. Og bjuggu þau hjón á Simbakoti á Eyrarbakka. – Hinir, sem fórust með skipi þessu, voru: ‘Olafur Björgólfsson, Sölkutóft, 46 ára, Jón ‘Arnasson frá Þórðarkoti í Flóa, 18 ára, OddurSnorrasson í Einkofa á Eyrarbakka 48 ára, Sigmundur Teitsson,Litlu-Háeyri, Eyrabakka, 31 árs, Jón Guðmundsson, Litlu-Háeyri, Eyrarbakka, 59 ára. Allir þessir menn hraustir og hinir mestu vaskleikamenn.

Börnum Sveins Arasonar í Simbakoti, sem var bláfátækur maður, var ráðstafað á sveitina eftir lát hans. Slíkir barnahópar hafa ætíð þótt lítill hvalreki fyrir viðkomandi sveitafélög.

250px-thorunn_julia_sveinsdottir[1]

Sveinn á Sunnuhvoli (Faðir Þórunnar Sveins), sem áður er nefndur, fæddur 9 október 1863, var því einn þessara barna, sem tekin voru úr mjúkum móðurhöndum og boðin upp að þeirra tíða sið og slegin lægstbjóðanda. Slík uppboð voru í andstöðu við öll önnur uppboð, þar sem hæstbjóðandi hlaut vöruna.

Og þar var Þorleifur á Háeyri, sem var uppboðshaldari á varningi sem aðalráðamaður Eyrarbakkahrepps. Þá var Eyrarbakki og Stokkseyri sami hreppurinn.

Sveinn lenti austur í Stokkseyrahreppi í frámunalega vondum stöðum. ‘I stuttu máli: Æska hans og uppeldi var með því aumasta, svo aum, að ég sleppi því að lýsa því hér , að minnsta kosti nú, því slíkt yrði of langt mál í þessari grein.

Vegna þess hversu Magnús ‘Ingvarsson lánaðist vel formennska alla sína löngu formannstíð á Eyrarbakka, hafa aldraðir menn hér á Eyrarbakka talið þessa ráðabreytni Þorleifs á Háeyri valda að slysi þessu , sem að framan er lýst. Og Sveinn á Sunnuhvoli (‘Osi) telur hiklaust brennivínskút Þorleifs á Háeyri valdan að æskuógæfu sinni. Sjálfur drakk Þorleifur ekki áfengi, til þess að gjöra slíkt var hann hyggnari og gáfaðri maður og meiri fjármálamaður. En hann seldi áfengi, - og það var ógæfan.

‘A páska morgun var lík Sveins Arasonar í Simbakoti rekið upp í sandinn neðan við Stóru-Háeyri og borið upp á hlað hjá Þorleifi, og hann spurður, hvert ætti að fara með það, og svaraði því á þá leið, að það ætti að flytjast að Simbakoti til hennar Margrétar (ömmu þórunnar Sveins); hún hafi kosið að eiga Svein lifandi og myndi því eins vilja hann dauðan. En áður höfðu þeir deilt um þessa konu, Þorleifur og Sveinn.

Gæfumunur þeirra Þorleifs á Háeyri og Margrétar í Simbakoti á páskamorguninn árið 1870 var sá, að Þorleifur átti 20 potta af brennivíni til í brennivínskútnum til að selja um páskana. En Margrét fékk mann sinn, aðalstoð og styttu heimilisins, dauðan heim fluttan og börnin tætt frá brjóst sér.

Hefði Þorleifur starfað að útrýmingu áfengisnautnarinnar í stað þess að auka hana eftir mætti, hefði Margrét og börn hennar ekki orðið fyrir þessum hræðilegu örlögum.

Þau fáu skip sem gjörð voru út á Eyrarbakka á þessum árum, voru aðallega 6 manna för, eins og áður var sagt, og var þeim róið allan veturinn, frá því á haustin hvenær sem gaf á sjó, og sett upp í sandinn – fjöruna – og stóðu þar milli róðra. Þessi hlutur ársins var nefnt haustvertíð. Haustvertíðina reru ýmsir á skipum þessum, sem ekki voru ráðnir hásetar á þau vetrarvertíðina, en formenn voru venjulega þeir sömu.

‘A þessum tíma, sem hér um ræðir, bjó á Litlu-Háeyri Jón Jónsson. Kona hans hét Þórdís Þorsteinsdóttir. Þau voru alkunn merkishjón. Þau áttu þrjá sonu, Helga, Guðjón og Sigurð. Þessir bræður þrír – Helgi, Guðjón og Sigurður – voru ætíð í daglegu tali nefndir Litlu-Háeyrar- bræður. Þeir voru um fjölda ára frægastir formenn austanfjalla, og allir hin mestu valmenni og vinsælir með afbrigðum, aflamenn miklir og aðgætnir sjómenn. Helgi Jónsson var 39 vetrarvertíðir formaður í Þorlákshöfn. Guðjón Jónsson var 40 vetrarvertíðar formaður á Eyrarbakka. Sigurður Jónsson bjó á Akri á Eyrarbakka, byrjaði ungur formennsku og var formaður ýmist á Eyrarbakka eða Þorlákshöfn til dauðadags, dó á miðjum aldri, 1901.’Eg sem þetta rita, reri hjá honum síðustu þrjár vertíðirnar í Þorlákshöfn, sem hann lifði, og minnist ég ekki að hafa kynnst öðru eins góðmenni og Sigurði frá Akri.

Synir þeirra Litlu-Háeyrabræðra virðast ekki ætla að verða eftirbátar feðra sinna. Synir Sigurðar eru þeir skipstjórarnir Kolbeinn með togarann Þórólf og Jón með togarann Hilmi.

Sonur Guðjóns, Sigurður, er skipstjóri á togaranum Skallagrími.

Sonur Helga er Jón, sem til fjölda ára hefur verið skipstjóri á vélbátnum Frey, ýmist frá Sandgerði eða Eyrarbakka. Guðjón á Litlu-Háeyri er fjórði ættliður búanda á Litlu-Háeyri. Helgi Jónsson andaðist 1929.

Helgi var þeirra elstur. Hann var ráðinn háseti þessa vetrarvertíð, sem áður um getur, hjá Magnúsi Ingvarssyni, þótt ungur væri, þá 14-15 ára. Jón Jónsson á Litlu-Háeyri var talinn vera skyggn maður, og eru til ýmsar sagnir, sem benda ótvírætt á það, að svo hafi verið, og skal hér ein sú sögn rituð.

Þennan vetur nokkuð fyrir vertíð var Jón á Litlu-Háeyri á gangi niður á sandi – fjöru – kvöld eitt nokkru fyrir háttatíma í skuggsýni. Er hann gengur fram hjá skipi Magnúsar Ingvarssonar,sér hann alla háseta standa – hvern við sinn keip – alsjóklædda, nema hann sér hvergi Magnús formann og ekki Helga son sinn.Við sýn þessa bregður Jóni svo, að hann sagði upp skipsráðningu Helga sonar síns, og var annar maður ráðinn í skipsrúm hans og fórst hann með skipinu.

Eftir þessa atburði og strax eftir páskana var útvegað annað skip handa Magnúsi Ingvarssyni og ráðnir nýir hásetar til hans, og þeirra á meðal var Helgi Jónsson frá Litlu-Háeyri. Var þá ekkert því til fyrirstöðu, að Jón faðir hans samþykkti ráðningu hans, enda gekk allt vel og slysalaust hjá Magnúsi það sem eftir var vertíðar, eins og líka einnig hans löngu formannstíð.

Örlagahjólið snýst stundum einkennilega. ‘I mjög helgri bók, sem við eigum, er dálitla sögu að finna um ríkan mann og fátækan.Sagan hér að framan um litla fátæka drenginn, sem missti föður sinn í sjóinn, vegna þess að ríki maðurinn þurfti að auka í pyngju sinni með brennivínssölu á helgri páskahátíð, er hliðstætt dæmi.

En auður ríka mannsins, Þorleifs á Háeyra, fór allur út í "veður og vind" strax eftir hans daga og kom engum að gagni.

May26_50

En Sveinn Sveinsson (faðir Þórunnar Sveins), sem einu sinni var boðinn upp og sleginn lægstbjóðanda, lifir nú glaður og ánægður í elli sinni hjá efnilegum börnum sínum við nóg efni, sem dregin eru saman með dugnaði og reglusemi.

Sveinn byrjaði ungur búskap á Eyrarbakka og kvæntist Ingunni Sigurðardóttur, ættaðri undan fjöllunum. Frábær dugnaður þeirra hjóna í lífsbaráttunni hefur jafnan verið rómaður af þeim, sem til þeirra hafa þekkt. Þau eiga nú 5 börn á lífi, 4 dætur og einn son.

Núna er Sveinn 74 ára. En Ingunn kona hans 78 ára.(1937) Þau eignuðust 5 börn, 4 dætur og einn son.þau voru: Þórunn Júlía, Jónína , Anna og Sveina og bróðirinn Sigurður. Þórunn Júlía, Jónína og Sveina bjuggu allar í Vestmannaeyjum en Anna og Siggi á Eyrarbakka

Sveinn Sveinsson er greindur maður, og það er vissulega ánægjulegt að eiga tal við hann um liðnu árin og áratugina, sem hann hefir lifað. Hann hefir alla ævi, frá því hann hafði mátt til, þrælað baki brotnu bæði á sjó og landi og ratað í mörg ævintýri, þar sem teflt var á tæpasta vaðið. Hann var t.d. einn háseta Þorkels Þorkelssonar frá ‘Oseyrarnesi í hrakningsróðri þeim hinum alkunna og ægilega , er Þorkel hrakti úr Þorlákshöfn í mannskaðaveðri 29. Mars 1883 í moldösku gaddbyl, en af sérstakri tilviljun rak skipið að franskri fiskiskútu í náttmyrkrinu og bylnum langt úti á hafi.

Aðra svaðilför fór Sveinn eitt sinn á yngri árum sínum, er hann fór fótgangandi af Norðfirði til Eyrarbakka. Lagði hann af stað um miðjan nóvember og komst til Eyrarbakka viku fyrir jól. Þá lenti hann í alls konar hrakningum og ævintýrum, óð vötnin í axlir í heljarfrosti, lá úti og tepptist í blindhríðum.

Nú brosir gamli maðurinn að öllum ævintýrunum og liðnum mæðudögunum.

Núna er árið 2008 og eru Sveinn og Margrét og öll börnin farin yfir móðuna miklu .

Þórunn Sveinsdóttir og Sveinn Matthíasson faðir minn hann var skýrður eftir þessum Sveinum sem fjallað var um hér að framan.

Dec18717


Unu Stefaníu Pétursdóttur og Pétur Péturssonar í Garðshorni Neskaustað.

Mar08#90Mar08103Mar08#88

 

 

 

 

Þetta eru Una Stefanía Pétursdóttir f.25.01.1882 d. 17.11 1950 og 'Pétur Pétursson f. 13.11. 1874 d. 19.03 1937 í Garðshorni . Foreldrar Maríu Eriku Pétursdóttur móður minnar þau áttu 15 börn á 21 ári , þau voru vinnuhjú upp á Héraði á þessum árum .1902 þá voru þau á leið til Ameríku og voru komin til Seyðisfjarðar , en þá var þar prestur ofan að héraði sem taldi þeim hughvarf, og réði þau í húsmennsku og lofaði þeim gulli og grænum skógum, en það varð nú ekki svo ,því þau voru bara vinnuhjú á bæjum á Héraði Pétur afi var smiður og amma hefur verið vinnukona og þau áttu börnin og urðu að koma þeim frá sér, því þau gátu ekki séð þeim farborða , og hefur þetta verið hálf nöturlegt líf , Móðir mín (María) er sú eina sem fæðist heima í Garðshorni .

 

Mar08#91Sigurbjörg fædd á 'Utnyrðingssöðum 19.03.1902. Er látin fara í Hallormsstað á 3ja ári og er þar til fermingar. Fer þá að Hryggstekk . Síðan aftur í Hallormsstað þar til hún giftist . Bjó á Akureyri. Dáin 1996

Mar08#92Jón fæddur á Hafursá 25.06.1903. Fer 6ára að Mjóanesi , síðan í Beinárgerði og þaðan í 'Utnyrðingsstaði og á Norðfjörð. Bjó alla tíð á Norðfirði. Dáin 1987

Mar08#93Ragnheiður fædd á Gunnlaugsstöðum 09.08.1904.  fer í Vallanes með foreldrunum og aftur í Gunnlaugsstaði 5ára og er alin þar upp. Bjó alla tíð á Norðfirði. Dáin 1999

Mar08#94Sigurður fæddur í Vallanesi 21.12.1905. Fer nýfæddur í Víkingsstaði og elst þar upp. Bjó á Seyðisfirði. Dáin 1994.

Mar08#95Sigríður fædd í Vallanesi 13.01.1907.  Fer 3ja ára í Egilsstaði og þaðan í Hvamm og elst þar upp. Sigríður bjó á Norðfirði Dáin 1959

Mar08#96Eva fædd í Vallanesi. 22.10.1908. Fer 4 1/2 árs í Fremrasel , þaðan aftur í Vallanes. Síðan í Beinárgerði og þaðan 10 ára á Norðfjörð. Bjó alla tíð á Eskifirði og lifir en og verður 100 ára í haust 2008.

Mar08#97

 

 

 

 

Margrét fædd í Vallanesi 03.05.1911. Fer 1.árs í Gislastaði og eftir stuttan tíma að Dísastöðum í Breiðdal og þaðan á Norðfjörð 10-11 ára . Margrét fluttist ung til Vestmannaeyja og giftist þar og bjó þar alla tíð. Dáin 2002.

Mar08#98Sveinbjörg fædd í Vallanesi 11.05.1912.  Fer á 1.ári í Gíslastaðagerði og þaðan fljótlega í Strönd þar sem hún elst upp. Bjó alla tíð á Héraði . Dáin 2001.

Mar08#99Þorgerður fædd í Vallanesi 03.08.1913.  Fer 5ára í Kollstaðagerði og þaðan í Egilstaði og síðan Norðfjörð . Gerða bjó á Djúpavogi. Dáin 1997.

Mar08100

 

 

 

 

Stefán fæddur á Hallormsstað 13.11.1915.  Fer á 1.ára í Grúfargerði og síðan á Norðfjörð líklega 9 eða 10 ára. Stefán bjó alla tíð á Norðfirði. Dáin 1982.

 

Duna Guðný fædd á Höfða 31.07.1917. Fer með foreldrum á Norðfjörð. Guðný (Duna) hefur alltaf búið á Norðfirði og bjó hún í Garðshorni þar til hún fluttist á öldrunarheimilið og þar býr hún en og verður 91árs í sumar. Látin ?.

Ragna fædd á Norðfirði 1919. Dó á 1.ári.

Maja ungMaría fædd á Norðfirði 08.11.1923.Fluttist ung til Vestmannaeyja og gerðist vinnukona hjá Margréti systur sinni í Varmadal og síðar hjá Evu í Varmadal . Giftist Sveini Matthíassyni og hefur alla tíð búið í Vestmannaeyjum. Hún er núna á Hraunbúðum . Lést 4 oktober 2012

Tveir drengir dóu í fæðingu. Annar 1910 og hinn 1921.

                                         Þetta er lýsing á högum móður Unu Stefaníu Stefánsdóttur

Jónína móðir Unu Stefaníu

 Sveinbjörn Hallgrímsson var fæddur 25.maí 1859. Foreldrar hans voru Hallgrímur Sveinbjörnsson bóndi á Hofi og Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja (móðir systir Jóns Hjálmarssonar) Hann missti föður sinn ungur en var lengds af með móður sinni uppvaxtarárin.Þegar hann hafði aldur til réðst hann vinnumaður hjá bændum í Mjóafirði, seinast hjá Sveinbirni Sveinssyni og Maríu systur sinni á Minni-Dölum 1882-84. Jónína hét kona Sveinbjörns (móðir Unu Stefaníu) fædd á Fossvöllum í Jökulsárhlíð 18 febrúar 1857. Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson frá Kambshjáleigu í 'Álftarfirði og Guðný Pétursdóttir frá Holi á Langanesi , gift vinnuhjú á Fossvöllum.Sama vorið og Sveinbjörn fór að Minni-Dölum réðst Jónína vinnukona að næsta bæ., Steinsnesi. Tveimur árum seinna, 1884,byrjuðu þau að búskap sinn í húsmennsku á Hofi.Næsta ár héldu þau á Kolabeikseyri og fóru svo að Krossi 1886. Þar bjuggu þau í húsmennsku í átta ár.

Sveinbjörn og Jónína gengu í hjónaband 23. júní 1889. Er hann þá þrítugur og hún tveimur árum eldri. Vorið 1894 fengu þau síðan ábúð á Skógum, væntanlega hálfri jörð , og má þó vera að þau hafi aðeins fengið húsmennskuábúð og þá en minni jarðarafnot.

Sigurður Helgasson telur Sveinbjörn Hallgrímsson húsmann í Skógum , en skrifaður er hann bóndi í manntali. Bústofn á hans vegum er sáralítill, bæði á Krossi og á Skógum , mest tvær kýr og 10 kindur, og efnahagur þeirra virðist hafa verið mjög þröngur alla tíð. 'A Krossi höfðu þau eignast þak yfir höfuðið , lítið hús sem seinna  var kallað Kofinn. Mun Mjóifjarðarhreppur hafa tekið það upp í skuld þegar þau fluttu að Skógum. Var búið í því um skeið eftir þetta , en af fundargerðum hreppsnefndar má ætla að þetta hús hafi verið af vanefnum gert.

Þann 3. október 1899 varð Sveinbjörn úti á Skógarskarði á leið frá Seyðisfirði. Þegar hreppstjóri tilkynnti sýslumanni dauðsfallið tók hann fram, að hinn látni hafi verið eignalaus með öllu. Mun Sveinbjörn hafa átt við heilsuleysi að stríða , en Jónína (langamma) verið hraustari og þrekmikill. Heimilið leystist upp.Fjallasköriðin milli Mjóafjarðar og Seyðisfjarðar , eru ekki færri en sex og fjölfarin áður , gátu verið viðsjárverð á vetrum. Hæð þeirra yfir sjáfarmál er breytilegt, 700-900 metrar. Sum staðar er hætt við snjóflóðum.Síðasta slys á Skógarskarði varð veturinn 1941-42 á útmánuðum , er Guðmundur Sigurðsson póstur fórst í snjóflóði sunnavert í skarðinu.

  Mar08106                                                                    Af konu og börnum

Jónína og börn dvöldu um hríð á ýmsum bæjum í Mjóafirði eftir fráfall Sveinbjörns, en fluttu síðan burt eitt af öðru í margar áttir. Jónína fór til Seyðisfjarðar 1903 með næst yngsta barnið sem upp komst.

 

Börn Sveinbjörns Hallgrímssonar og Jónínu Jónsdóttur voru þessi, talin í aldursröð :

Jóhanna fædd 12.október 1884, fór til Noregs 1901, atti Jón Þórðarson smið á Akri í Neskaupstað.

Guðrún María, fædd 17. maí 1887 , fór til Héraðs 1902, átti Eirík Vigfússon á Efri-Sjónarhóli í Neskaupstað.

Sveinn Sigfússon( skírnarnafn), fæddur 13. maí 1889, dáinn 15. ágúst 1899.

Jóhann, fæddur 12. apríl 1891 , fór til Vestmannaeyja 1911 , átti Guðrúnu Sveinbjörnsdóttur frá Norðfirði , sjómaður í Neskaupstað.

Mar08107

 

 

 

 

Guðjón, fæddur 2. apríl 1893 , fór til Seyðisfjarðar 1906, sjómaður í Neskaupstað, fórst með mótorbátnum Ceres frá Vestmannaeyjum 2. mars 1920.

Guðjón

Katrín Sigurlín, fædd 20. apríl 1895. Hún ólst upp hjá móður sinni og fluttist með henni til Seyðisfjarðar 1903. Hún átti Hjört Einarsson sjómann í Vestmannaeyjum. Þetta er Hjörtur og Katrín Sigurlín á Geithálsi við Strandveg í Vestmannaeyjum (foreldrar Svenna og Alfreðs á Frigg og fl.)

Mar08106

 

 

 

Jónþrúður Sveinlaug, fædd 10. júní 1897. Dáin  9. nóvember 1898.

Guðmundur Svanberg Ragnar var yngstur, fæddur 12. ágúst 1899. Hann var aðeins fárra vikna gamall þegar faðir hans dó. Var hann hjá móðir sinni næsta ár, en síðar í Sandhúsi hjá Maríu Hjálmarsdóttur og Lars Kristjáni Jónssyni uns hann fórst með mb. Ötull frá Norðfirði 3. október 1919.

Ragnar

'Aður en Jónína Jónsdóttir kom til Mjóafjarðar var hún heitbundin Stefáni Ormssyni á Norðfirði (hann er faðir Unu Stefaníu ömmu minnar). Hann drukknaði í Norðfjarðarflóa 30. nóvember 1881.Dóttir þeirra, Una Stefanía, fæddist 21.janúar 1882. Ólst hún upp með móður sinni og stjúpa í Mjóafirði,átti Pétur Pétursson frá Gíslastöðum á Völlum og varð kynsæl mjög. Eignuðust þau Pétur fimmtán börn. Og þegar Una Stefanía lést 25.apríl 1950 átti hún 120 afkomendur.

María Pétursdóttir með foreldrum sýnum 

                                  Minningarbrot að austan

Þegar mamma og pabbi höfðu átt mig fór mamma austur á Norðfjörð með mig með sér þegar pabbi var á síldveiðum fyrir norðan og austan á þessum tíma varð að fara með strandferðaskipum því það var ekki komin hringvegur . Strandferðaskipin voru Herðubreið , Skjaldbreið , Esjan og Heklan. Ekki man ég eftir ferðalaginu enda ekki verið nema 5-7ára, þetta hefur verið talsvert erfitt ferðalag fyrir mömmu . Við gistum hjá ömmu (Unu Stefaníu) í Garðshorni hún bjó niðri í kjallara en Guðný(Duna) og 'Oli bjuggu uppi og Ragnheiður (Ranka) og Villi bjuggu í húsi við hliðina á Garðshorni.Þau áttu Unu og Þórð (Dodda).Una Stefanís með nokkur barnabörn Duna og 'Oli áttu orðið tvö börn þegar hér var komið sögu Rögnu og Sibbu og eru þær aðeins eldri en ég . Það var mikið ævintýri að komast austur og þótti mér mjög gaman þar . Manni finnst að það hafi alltaf ver gott veður fjörðurinn spegilsléttur og fagur.

 Sigurbjörg, Matti og Ragna

Eg með Rögnu og Sibbu


Minnigarbrot nr 5

Eftir þetta fórum við Kjartan vestur á Patreksfjörð , en foreldrar Kjartans áttu heima þar og vorum við hjá þeim , við fengum vinnu við smíðar vorum til dæmis að vinna við nýtt félagsheimili sem var í smíðum , ég var á bjöllunni minni(bílnum) V321 , það var mjög gaman þetta haust fyrir vestan við voru einnig að vinna við gangstétta lagnir og fleira við Mjólkárvirkjun sem er í Dýrafirði við vorum þarna í að mig minnir í 3 mánuði eða þangað til við fórum út í siglingarna , en á þessum tíma var svolítið um það að menn færu í atvinnu leit og ævinittíra leit út fyrir landsteinana , við ákváðum að fara til Noregs og freista þess að komast á flutninga skip þaðan .

Við fórum út í desember 1963 , við flugum úr til Óslóar og fengum inni á sjómannaheimili í Ósló , núna hófumst við handa við að finna okkur skipspláss , létum skrá okkur á ráðninga skrifstofu og svo biðum við eftir að eitthvað kæmi út úr því , það er mjög fallegt í Noregi , við fórum einn daginn með járnbrauta lest til Sandefjörd , og einnig fórum við og skoðuðum okkur um í Ósló fórum til dæmis að skoða Kondiki safnið og fl.

Tindefjell í Norður Ameríku

Feb09$30

Einn daginn þegar við vorum að rölta um í borginni og vorum inn á bar þá hittum við að mig minnir Óla Tótu og Gústa Lása en þeir voru búnir að vera á Norsku skipi en voru að hætta og fara heim aftur . Við fórum á hverjum degi niður á ráðninga skrifstofu til þess að athuga hvort við hefðum fengið pláss og logsins eftir 10 daga fengum við pláss á flutningaskipi sem hét Tindefjell sem var í eigu Olsen & Ugelsted –Oslo og vorum skráðir á það 11/12 1963, og hér er mynd af því og einnig kort af þeim hluta sem við sigldum á vötnunum stóru í Kanada og Norður Ameríku.

Við fórum með lest til Gautaborgar en þar var skipið í höfninni þetta var 8 þúsund tonna flutningaskip og voru á því að mig minnir 32 menn , Kjartan var ráðinn á dekkið en ég var ráðinn sem smyrjari í vélinni , þegar við komum um borð í Gautaborg var höfnin full af ís en við komumst samt út úr henni , skipið var í siglingum fyrir Sænskt skipafélag og var ferðinni heitið til Suður Ameríku , það var búið að lesta í Gautaborg þegar við komum ,og fórum við þaðan í gegn um Kílaskurðinn til Hamborgar , Andverpen , og Le Havre (í Frakklandi) og lestuðum varning sem við vorum að fara með til Suður Ameríku en það var alavega varningur .        'Eg á leið yfir hafið

Feb09$02

Síðan var lagt af stað yfir hafið , ég gekk dagvaktir , og vorum við í því að þrífa og mála , það var 6 strokka Búlmester & Vain Aðalvél 5600 hestöfl hæggeng snarvent snérist 100 snúninga á felluferðinni og gekk 15-16 mílur , ljósavélar voru af sömu gerð og voru 2 að mig minnir um 400 hestöfl , ferðin yfir hafið gekk vel og það hlýnaði alltaf eftir því sem við komum sunnar á hnöttinn , og þegar við vorum komnir á miðlínu þá var orðið 25 til 30° C hiti og þá var hitinn í vélarúmi um 50°C þannig að það rann af manni svitinn þannig að við urðum að drekka vel af vatni og það var drukkið mikið af íste sem er mjög gott við þorsta , á skipinu voru menn af mörgum þjóðernum það voru flestir eða allir yfirmenn norskir en á dekkinu voru Portúgalar og Spánverjar ásamt Kjartani og einum Norðmanni sem hér Elepsen í vélinni voru 4 vélstjórar síðan voru 4 mótormenn (aðstoðarvélstjórar) og að mig minnir 4 smyrjarar mig minnir að allir vélstjórarnir hafi verið norskir og flestir mótormennirnir, við héldum jólin hátíðleg í 30°c stiga hita í hafi og fengum við jólagjafir frá eitthverju góðgerða stofnun , fyrsti viðkomustaður var eyja í karabíska hafinni sem heitir Curacao þar sem við tókum svartolíu , fyrsta höfnin sem við komum til í Suður Ameríku var í Colombíu og hét Cartagena og er í karapíhafi við vorum að vinna á daginn og svo fórum við í land á kvöldin,

mig minnir að við höfum stoppuðum þarna í 2 daga þarna blasti við okkur heimur sem var ólíkur okkar heimi ég man að við fórum með bíl upp í bæ og fórum þar á hóruhús en við stoppuðum þar stutt því við vorum allir hálf auralausir því við vorum lítið búnir að fá útborgað en ég man að við fórum þarna inn í hús og bak við það var garður með borðum og stólum og man ég að það var gat á borðinu í staðinn fyrir öskubakka og það voru vappandi hænur í garðinum.

                                                                                                                   Þetta er systurskip

Feb09$04

 

Næst fórum við í gegnum Panamaskurðinn og þá vorum við komnir í kyrrahafið og til hafnaborgarinnar Buenaventura í Colombíu þar lögðumst við við ankeri og lestuðum í fljótapramma þarna stoppuðum við í 3 eða 4 daga og þarna var mikið líf og fjör , það voru leigubátar sem gengu út í skipin á ytrihöfninni og við fórum með þeim í land til að skemmta okkur þarna voru barirnir opnir allan sólahringinn alstaðar líf og fjör , ég man að ég var að vinna allan daginn og síðan var farið í land með leigubát í land á kvöldin og skemmt sér fram á nótt.

Það var held ég á þessum slóðum þar sem við lágum fyrir föstu og Kjartan var ásamt fleirum á næturvakt við að passa skipið að ræningjar komust um borð , hafa mjög sennilega klifrað upp ankeriskeðjuna og komist þar um borð og komust niður í framlestinna þar sem voru geymdar ritvélar og eitthvað af dýrum búnaði og stálu þar miklu af verðmætum og hafa komið þeim í bát sem þeir hafa verið á , ég man að Kjartan sagði mér að þeir hafi fengið ákúru fyrir lélega vörslu .

Feb09$05

Núna lá leiðinn til Guayaquil í Ecuador þar lestuðum við bananatré og fannst manni vera notaðar frumstæðar aðferðir við það var komið fyrir landgöngu brúm , en þarna lágum við við bryggju og síðan hlupu þeir innfæddu með banana trén á bakinu um borð og þeim komið fyrir í kælilestinni til þess að halda réttum hita á þeim þar til við kæmum til Evrópu þannig að þeir væru rétt þroskaðir þegar þangað kæmi .

Svona voru farkostirnir hjá innfæddum

Feb08818

Það var mjög fallegt á þessum slóðum mikill gróður og innfæddir siglandi í frumskóginum á eintrjáningum með varning að selja við vorum að vinna alla daga þannig að það var bara farið í land á kvöldin og þá yfirleitt bara upp á fyrstu barinna , þetta var alveg nýr heimur fyrir mann 25-30 stiga hiti og engilsprettu hvinur (söngur) á kvöldin eftir að dimma tók og fátæktin mikill og samt allir glaðværir og virtust ánægðir með sitt þannig að manni fannst eins og maður væri í paradís .

Við keyptum nokkur bananatré af innfæddum fyrir að mig minnir 2 sígarettupakka hvert tré en það eru tugir banana á hverju búnti og ef við vildum ekki kaupa af þeim fyrir 2 pakka þá buðu þeir okkur bunktið fyrir 1 pakka og ef við vildum það ekki þá hentu þeir því í fljótið.

Næst lá leiðin til Perú og þar vorum við í hafnarborginni Callao sem er hafnarborg fyrir höfuðborginna Líma , mig minnir að við höfum leigið þarna fyrir ankerum , þarna var mikið af litlum nótabátum sem voru á ansjósuveiðum , þetta voru frambyggðir bátar með nótina aftur á , við stoppuðu þarna nokkra daga og við fórum til höfuðborgarinnar Líma og fórum þar á norsk sjómannaheimili og skoðuðum okkur eitthvað um fórum til dæmis í Kodikisafn sem þarna var .

Feb08827

Frá Callao í Perú fórum við til Chíle til borgar sem heitir Aríca það er mjög mismunandi veðurlag í Suður Ameríku til dæmis hafði ekki komið dropi úr lofti í Aríca í 13 ár þegar við vorum þar þannig að allt var þar skrælnað þarna lestuðum við saltpétur og var honum dælt um borð og voru miklar varúðar ráðstafanir gerðar út að sprengihættu ,

við fórum ekki lengra niður með Chíle ströndum heldur snérum við og fórum til baka og fórum í gegnum Panamaskurðinn og aftur til Evrópu ferðin til Evrópu gekk vel og komum við til Antwerpen í febrúar.

Við komum til Antwerpen í Belgíu fyrst og þaðan förum við til Bremen í Þýskalandi og fórum svo upp Kílarskurðinn og til Helsingborgar Tindefjell hafði verið tekið á leigu af Sænsku skipafélagi í þessa Suðurameríku siglingu en nú var það verkefni búið . Núna var gert klárt fyrir Norðurameríku og Kanada siglingu og skipið lestað ekki man ég kvað við vorum að taka af vörum en við lestuðum mest í þessum sömu höfnum og við höfðum verið á í Evrópu eða Hamborg, Rotterdam , Antwerpen og var stoppað nokkra daga í hverri höfn því það var seinlegt að lesta skipið því þetta var allt stykkjavara og það voru ekki komnir gámar á þessum tíma við vorum að vinna á daginn þeir sem voru á dagvakt en stundum var maður á vöktum og voru þá staðnar fjögra tíma vaktir og svo var átta tíma frý en þegar maður var á dagvakt þá stóðum við frá átta til fimm á daginn .

'A bar í Rotterdam

Feb08815

þannig að maður gat farið í land á kvöldin og var þetta mjög gaman það voru gleði hverfi í öllum þessum borgum sem voru mikið sótt af skipshöfnum fragtskipana og var oft mikið líf og fjör , mér fannst alltaf mjög heimilislegt og vinalegt gleðihverfið í Andverpen þar var mikið af litlum búllum og fólkið mjög vinalegt . en í Hamborg og Rotterdam var allt stærra í sniðum og ekki eins heimilislegt eins var mjög skemmtilegt í Le Haver . Núna átti að hefja flutninga til Kanada og Norður ameríku mig minnir að siglingin þangað hafi tekið nýju til tíu daga við komum til Kanada í fyrstu ferðanna í apríl , og voru þá hafís spangir við Nýfundnaland en við sigldum þar framhjá og inn St. Lawrence flóann og upp til Quebec sem er í Quebec ríki þar var höfnin hálf full af ís þetta var mjög falleg borg og þar var töluð Franska , og þarna sá maður í fyrsta skipti djúpbox (plötuspilarabox) þar sem var sjónvarpsskjár og hljómsveitirnar komu á skjáinn , og þótti þetta stórkolslegt . Kjartan 'Ólafsson

Feb09$21

Frá Quebec fórum við upp til Montreal sem er stór borg mjög flott borg og man ég að þar var töluð bæði enska og franska og skiptist það kannski þannig að fólkið skildi ekki hvort annað sitt hvoru meginn við göturnar þar sem það bjó, og fannst mér þetta mjög skrítið .

Frá Montreal fórum við upp vötnin miklu það voru 13 skipastigar upp til Chicago það var mjög mikil ljósadýrð í stórborgunum sem við sigldum fram hjá og komum til en þær voru Clivland , Ditrot , Buffalo , Miliwoki og Chicago við fórum ekki mikið í land á þessum stöðum því verðlag var óhagstætt á þessum tíma og fórum við frekar í land í Evrópu löndunum Kjartan var ennþá með mér í fyrstu ferðinni sem við fórum upp til Kanada og Norður Ameríku en hann langaði að breyta til og prófa eitthvað annað þannig að hann ákvað að afmunstrast þegar við komum úr fyrstu ferðinni og fór hann í land í Hamborg og fór þar á annað skip sem sigldi niður til Japan , þetta var sennilega í maí 1964 , við fórum að mig minnir þrjár ferðir á milli Evrópu og Kanada eftir að Kjartan hætti og var ég þá einn míns liðs , ég hafði verið smyrjari fram að þessu en var nú hækkaður í tign og gerður að mótormanni við vorum að mig minni fjórir mótormenn og stóðum við með 2-3-4 vélstjóra vaktir í vél og síðan var einn á dagvaktinni .

Nov01140

Vélin í Tindefjell var snarvent og urðum við alltaf að standa við stjórnhjólið á vélinni þegar við vorum að far inn í hafnir og út úr þeim , því þegar við stoppuðum skipið þá þurfti að stoppa vélinna og ef það þurfti að bakka þá urðum við að láta vélinna snúast afturábak , mig minnir að vélin hafi snúist 120 snúninga á fullu ferðinni og alveg niður í 20 snúninga á hægferðinni , vélin var tvígengis vél 6 strokka og var hún keyrð á svartolíu , þegar stoppað var í landi var venjulega tekinn upp einn stimpill og hann hreinsaður á þessari vél var einn útblásturs ventill og svo voru innsogs port , þessi ventill var mjög stór og þegar við vorum að slípa hann þá vorum við með tvö löng rör sem voru sett upp á járn slá sem var boltuð ofan á ventillin og síðan var einn maður á hvoru röri og síðan var slípað og þetta var allt gert í höndum , slífinn var það stór að maður fór inn í hanna til þess að hreinsa hana og var hún meira en mannhæðar há , þetta var mikill vinna en skemmtileg þó að stundum væri mjög heitt , sérstaklega þegar við vorum í heitum sjó kannski 25° c og hitinn úti var 30°c þá var hitinn í vélarúminu upp í 50°c og þá lak vel af manni svitinn. Innsogs portin voru rammar með stálfjöðrum í og þetta varð að taka í sundur og hreinsa , annars var alltaf verið að þrífa og mála .

'Eg með tveimur Norðmönnum

Nov01124

Hér koma nokkur kort sem mamma sendi mér.

5/5. 1964.

Elsku Matti minn ! komdu blessaður og sæll og guð gefi þér gleðilegt sumar hjartans þökk fyrir veturinn , við höfum það gott , tíðin góð og vertíð að ljúka , alltaf stanslaus slútt og böll , allir gömlu kunningjarnir biðja að heilsa þér . Nú er Gummi Bergþórs búinn að skipta um skip kominn Bryti á Langjökul , hann hringdi þegar hann kom upp og sagðist hafa fengið bréf frá þér það þótti honum gaman en var skúffaður að hitta þig ekki . Höfum ekki fengið bréf síðan þú varst í Rotterdam , hjartans kveðjur frá pabba og öllum heima . Guð geymi þig vinur þín mamma

MATTHÍAS SVEINSSON.

M/S TINDEFJELL. OLSEN & UGELSTAD. FR. STANGSOT. 22 OSLÓ.

Borgarnesi 2/8 1964.

Elsku Matti minn , komdu blessaður nú erum við kominn í fríið , og það byrjar með því að við erum með úrbræddan bílinn (gamla bjallan mín ) í Borgarnesi , en það þíðir ekki annað en taka því , við erum hér á Hótelinu og höfum það mjög gott , við stoppuðum hér beint á móti Borgarnesi í Guðdómlegu veðri , biðum í þrjá tíma eftir vegaþjónustu bíl ( því það er Verslunarmannahelgi ) og hann dró okkur hingað og hér verðum við í 2-3 daga vonandi kemst hann þá í lag . Við vorum á leið í Húsafellsskóg þar sem þau Bogga og Högni og Ívar og Jóna bíða okkar , þeim er líklega farið að lengja eftir okkur , við höldum svo norður og austur og jafnvel með Herjólfi frá Hornafirði , þeir byrja 15 að róa , mikið vorum við skúffuð að vera úti þegar þú talaðir heim við vorum að flytja Erlu til Stebbu , hún er komin heim og er sæmileg . Guð geymi þig elsku Matti minn hjartans kveðjur mamma og pabbi . P.S Ella og Gummi Bergþórs áttu tvíbura drengi þeim líður vel.

MATTHÍAS SVEINSSON. M/S TINDEFJELLFJELLIORANJA.

Great Lakes Over Seas. 3400 Paudæntial Chicgo.

Reykjavík 16/7 1964.

Elsku Matti minn , komdu blessaður , nú erum við Ómar í Reykjavík , ég er búinn að ganga hér á milli lækna með hann en ég veit ekki hver batinn verður, ég skrifa þér bréf um það , við erum hjá Ellu , Gummi er kominn til landsins , en þeir fóru á ströndina , áður en þeir koma hingað. Stebba er að fara í sumarfrí um helgina , ætlar norður . Ég vona að þú hafir fengið bréfið frá mér . Pabbi hringdi í gær það er lélegt fiskirí og aldrei virkilega gott veður , vonandi fer að koma gott veður , við förum 4 ágúst upp á land með bílinn vonandi verðum við heppin . Það biðja allir að heilsa þér Ella býður eftir storkinum hún biður að heilsa þér og Ómar, ég vona við losnum á morgun . Vertu blessaður elsku drengurinn minn , guð og gæfan fylgi þér Þín mamma.

P.s Stebba er laus úr gifsinu og hefur það eftir vonum.

MATTHÍAS SVEINSSON.

M/S Tindefjellioranja. Nesars Plate & co. Le Haver Frankríke.

                                                                                                                        Klefafélaginn

Feb09$17

Það var alltaf gaman að fá kort og bréf að heiman , en ekki man ég eftir að ég væri með neina heimþrá . Við fórum einu sinni í þurrkví á þessu ári sem ég var á Tindefjell og var það að mig minni í Antverpen og var stoppað þá í nokkra daga . Ég var alltaf í tveggja manna klefa , klefarnir fyrir undirmenn voru aftast í skipinu , einn túrinn sem við fórum til Kanada og USA þá var með mér í klefa svertingi frá Arúba sem er Hollensk nýlendu eyja í Karapíska hafinu og var hann með mér í vélinni , ekki var hann mikill verkmaður og dansaði hann aðallega stríðsdans niðri í vélrúmi , ég man alltaf eftir því hvað það var öðru vissi líkams likt af honum og fannst mér hún ekki góð , þegar fór að hausta og líða tók að jólum ákvað ég að koma mér heim til Íslands og ég afmunstraðist í Hamborg þann 4 Desember 1964 og var ég þá búinn að vera úti í eitt ár , ég fór á hótel í Hamborg meðan ég beið eftir flugi til Kaupmannahafnar .

Þettað eru Portugali og Þjóðverji

Nov01122

Ég var búinn að safna 6745,34 norskum krónum á þessu eina ári sem eru um 70.000 krónur á núvirði , svo að ég átti fyrir farinu heim og vel það . Ég var reglusamur og frekar sparsamur , reykti ekki og smakkaði mjög lítið vín . Á Tindefjell var mönnum skammtaður bjór og fengu menn ekki meira en fjóra bjóra á viku þegar við vorum í siglingu , þannig að það var yfirleitt ekki drukkið mikið þegar menn voru í hafi . En víkur sögunni núna aftur þar sem ég er í Hamborg ég hafði ekkert frétt af Kjartani í eina sex mánuði og hafði ekki hugmynd um hvar hann var staddur í heiminum ,vissi bara að hann hafði farið á skip sem sigldi niður til Japan , ég klæddi mig upp og ákvað að fara út á lífið og fór niður á Reberbaren sem er gleði gatan í Hamborg og var ég búinn að vera að þræði barina þar um kvöldið , en þegar ég labba fram hjá einum barnum þá finnst mér sem ég heyri kunnuglegan málróm og geng á hljóðið og situr ekki Kjartan þar á barnum með lítinn kjölturakka í fanginni og varð þarna mikill fagnaðar fundur !

   Kjartan 'Olafsson með hundinn

Nov02112

 svona getur heimurinn verið lítill ! við skemmtum okkur fram á morgun og þegar við fórum heim á hótel undir morgun kom í ljós að við vorum á sama hóteli en vissum ekkert hvor af öðrum , Kjartan var ekki á leið heim heldur var hann að bíða eftir að komast á annað skip og þarna skildu leiðir hjá okkur . Ég flaug til kaupmannahafar og skráði mig þar inn á Grand Hótel og var ég þar í að mig minnir í tvo eða þrjá daga áður en ég flaug til Íslands.

Ég kom heim í desember 1964 og réði mig á Ísleif 2 hjá Ársæli Sveinssyni , en Gísli Sigmars var þá að taka við honum , ég hafði verið með honum á Leó VE 400 Gísli var þar Fyrsti vélstjóri og ég var annar vélstjóri . Ísleifur 2 var í Sæla slippnum þegar við tókum við honum og var verið að setja nýja Ölfu í hann og fékk ég vinnu við það , en þeir voru að setja hana í í vélsmiðjunni Magna . Vertíðina 1965 sem ég var á Ísleifi 2 vorum við á netum og þorskanót en þetta voru árinn sem þorskanóta ævintýrið var og árinn sem stóri þorskurinn var drepinn , ekki man ég hvað við fengum mikið þessa vertíð en við vorum mikið á nótinni vestur undir Þorlákshöfn og þar uppi í fjöru og fengum við einnig svolítið af Ysu í nótina , ekki man ég hverjir voru með okkur þessa vertíð .    

                                                                                                            Þetta er mynd af 'Isleifi 2 1965

Mínar myndir 041

 

 


Minningarbrot nr 4

Pabbi fer í útgerð.

Pabbi með Sævar

May27_74

Pabbi var búinn að vera á matstofunni hjá Vinnslustöðinni í nokkur ár fyrst í Sælahúsinu eins og ég var búinn að segja frá áður , en síðar byggði Vinnslustöðin hús beint á móti rafverkstæðinu Neista og var matstofan flutt á neðstu hæðinna í því húsi (þar sem núna er ÁTVR ) og var matstofan þar í þó nokkur ár .

Enn nú langaði honum í útgerð , eins og svo mörgum öðrum . Því þetta var á þeim árum þegar menn gátu farið og keypt sér bát og farið að róa án þess að vera með alla vasa fulla af peningum"eins og nú er komið fyrir kerfinu" því kótakerfið var ekki komið á .

Hann fór út í að kaupa vélbátinn Maí VE ? ásamt tveimur öðrum þeim Halldóri Ágústssyni og Sigurði Gunnarssyni (Sigga Gunn) , þetta hefur sennilega verið árið 1955 og mig minnir að þeir hafi byrjað a snurvoð , en á vertíðinni 1956 fara þeir á línu og fengu þeir skipstjóra með hann fyrir sig sem hét Laugi Hall (ninnir mig) og hafði hann átt bátinn áður.

 

En 8 janúar var örlaga dagur , því þá skeður það að Halldór fellur fyrir borð og drukknar.

Hér fer á eftir frásögn sem ég tók upp úr "þrautgóðir á raunastund"

33f773e709ae363f01a58ea5d1ee08fe_mynd_105_452[1]

8 janúar féll Halldór Ágústsson , háseti á vélbátnum Maí frá Vestmannaeyjum, útbyrðis af bátnum og drukknaði . Báturinn var í róðri verstur af Vestmannaeyjum er slysið vildi til . Skipverjar voru að ljúka við að leggja línuna , er Halldóri skrikar fótur og féll fyrir borð . Þegar í stað var skorið á línuna og bátnum snúið . Sást Halldóri skjóta einu sinni upp, en síðan hvarf hann skipverjum sjónum og fannst ekki þrátt fyrir mikla leit . Halldór Ágústsson var þrítugur að aldri. Hann átti heima í Vestmannaeyjum og var einn af eigendum m.b. Maí.

 

Þetta var pabba og Sigga Gunn og allra mikið áfall því Halldór hafði verið mikill sundmaður og íþrótta maður en hann hefur sennilega fengið aðsvif eða rekið höfuðið utan í þegar hann féll fyrir borð , Halldór lét eftir sig eiginkonu og tvö börn , kona Halldórs var Guðbjörg systir hennar Þóru hans Óskars Matt , Guðbjörg var ólétt , var kominn langt á leið af Ágústi og hefur þetta verið Guðbjörgu mikil missir . Mamma og pappi eignuðust strák stuttu seinna og var hann skýrður Halldór í höfuðið á Halldóri Ágústssyni . Við eru þrír bræðurnir skírðir eftir mönnum sem drukknuðu , ég er skírður eftir afa mínum sem fórst 1930 , en hann var skipstóri á bát sem hét Ari VE og fórst hann í róðri austan við eyjar og með honum fórust fimm manns , og þá stóð amma mín uppi með þrjá unga syni , pabbi hefur þá verið 11 ára , en áður höfðu amma og afi misst son í bílslysi hét sá Gísli og var hann held ég yngstur af þeim bræðrunum , það skeði í Reykjavík . Pabbi hafði verið í sveit í landeyjunum og ég held að bóndinn hafi verið að flytja vestur í borgafjörð og var farið með búslóðina á vörubíll og var komið við í Reykjavík á Þórsvallargötunni en þar bjó systir ömmu (Þórunni) og var Gísli þar staddur og þegar lagt var af stað á vörubílnum þá langaði Gísla svo með en hann gat ekki fengið það , hann hljóp á eftir bílnum og hafði að stökkva uppá hliðina á honum en missti takið og lenti undir afturhjólunum og lést . þetta var pabba mikið áfall því hann var uppi á pallinum , ég held að pabbi hafi verið 8ára þegar þetta skeði. Og svo var Sævar skírður eftir Sævari sem leigði hjá okkur , en hann drukknaði á Val frá Akranesi eins og skírt er frá hér áður.

Pabbi og Siggi Gunnars héldu áfram á Maí eftir þetta áfall um veturinn en um vorið lenda þeir í því óhappi að keyra á bát í höfninni þegar þeir voru að fara í róður , ég man að ég var með þegar þetta skeði , það sá ekkert á bátnum hjá okkur þannig að við héldum áfram út í róðurinn ,en þegar við komum út fyrir hafnagarða þá gekk byrðingurinn til fram í stefni eins og harmonikka , svo þeir þorðu ekki öðru en snúa við í land og kom þá í ljós þegar farið var að skoða skemmdirnar að það var kominn í bátinn þurrafúi og var hann upp úr þessu dæmdur ónýtur.

87a9fcede701b001c2daf4de32f2a7e3_mynd_3931[1]

Eftir þetta fór pabbi sem kokkur á Stíganda með Helga Bergvins eins og ég var búinn að greina frá áður og var hann með Helga Bergvins í nokkurn tíma . En síðan fór hann í útgerð með Ingólfi bróður sýnum og festu þeir kaup á Metu VE sem Villum og Knút Andersen áttu , og skýrðu þeir hann Haförn VE 23 . Ingólfur var skipstjóri og pabbi var stýrimaður og kokkur og gekk þessi útgerð nokkuð vel . Þetta hefur verið um 1968 og voru þeir í þessari útgerð allt til ársins 1982 .

 

en þá var pabbi farinn að missa heilsu og þeir ákváðu að hætta og seldu bátinn en fengu hann síðan aftur í hausinn og var honum sökkt í báta kirkjugarðinum undir eiðinu 1983 um haustið, við fórum með hann á Þórunni Sveinsdóttur VE 401(gömlu) . Þetta var rétt áður en kvóta kerfið kom á og fengu þeir því engan kvóta úthlutaðan og urðu því ekki kvóta kóngar .

922c28aaf6eb1d8aa97ab1ee9f0cc65a_mynd_4109[1]

Pabbi fór að vinna í lifrarsamlaginu eftir að hann kom í land og var hann þar þangað til hann hætti að vinna.

 

 

 

18c023a4af9516d80c4e038b151f470e_AAG040[1]

Árið 1959-60 eru Óskar og Massi (fóstur afi minn) að láta smíða fyrir sig bát úti í Austurþýskalandi var það 100 tonna stálbátur sem skýrður var Leó VE 400 en á undan höfðu þeir átt trébát með sama nafni , Óskar býður mér að koma sem annar vélstjóri hjá sér og þáði ég það með þökkum , Gísli Sigmars hálfbróðir pabba og Óskars var fyrsti vélstjóri.

Við byrjuðum á línu , en stuttu eftir að við byrjuðum skall á verkfall , ekki man ég hvað það stóð lengi , en einhverju sinni á meðan á verkfalli stóð voru Óskar og Bjössi á Barnum á mjúkheitum heima hjá Óskari og var Fúsi í Garðhúsum með þeim Bjössi á Barnum fréttir að búið sé að leisa verkfallið og segir Óskari það og kemur þá hugur í minn mann og hann ræsir út mannskapinn og mættum við niður á bryggju . Ekki gekk áfallalaust að komast að bryggju því í fyrstalagi var höfnin full af bátum og við vorum inn í miðri röðinni . En Gísli setti í gang og við höfðum að komast út úr röðinni og að bryggju, en mig minnir að við höfum skemmt einn bát lítilega á þessu brambolti , nú var hafist handa við að taka stampana en við áttum tvo ganga beitta og tókum við þá báða um borð í þessari veiðiferð voru : Óskar , Siggi Ögmunds (stýrimaður) Gísli Sigmars , ég og Jón Hinriksson og svo fór Fúsi í Garðhúsum með okkur , víð fórum austur fyrir eyjar og byrjuðum að leggja við Bjarnareyjar hornið og lögðum austur eftir og í sveig út í háadýpi.það var byrjað að bræla meðan við vorum að leggja og máttum við þakka fyrir að ekkert kom fyrir meðan á lögninni stóð því Óskar var fullur og Fúsi fullur og sjóveikur og ég var sjóveikur og óvanur , en þetta hafðist nú einhvernvegin . Um morguninn þegar farið var að draga var kominn bræla og bætti í bræluna þegar leið á daginn Óskar hafði gaman af að stríða Fúsa því hann var farinn að þynnast upp og var hálf veikur við slitum línuna og fórum í land því veður var orðið vont , nú er af verkfallinu að segja það hafði ekki verið leyst en við fórum samt út aftur þegar lægði til þess að freista þess að ná upp línuni sem við áttum niðri við fórum tvisvar út til þess að reyna að ná henni upp , við náðum einhverju af henni en töpuðum talsvert af línu og ekki fór mikið fyrir fiskinum á hana , þannig að ekki var þetta ferð til fjár . Óskar var síðar kærður fyrir að róa í verkfalli , hann fór með kæruna upp á bæjarfógeta skrifstofu þar sem Freymóður var fógeti Óskar tók reikninginn og reif hann í tætlur fyrir framan hann og sagði " ég hef aldrei borgað fyrir að róa , og ætla mér ekki að gera það" og þar með var málið látið niður falla . Ekki man ég hvernig okkur gekk þessa vertíð það var frekar tregt minnir mig . Með okkur á netunum þessa vertíð voru Massi sem hafði verið landformaður á línuni og svo var Svenni í Vassdal og Elvar í Vassdal , Jón í Vorsabæ og svo var Matti Óskars einnig um borð , Óskar var oft að skamma hann og var hann hálf leiðinlegur við hann og gæti ég trúað því að það hafi mótað hann svolítið .

7e24328aca5d15e5452e8fe71af1755e_mynd_3013[1]

Eftir vertíð var farið að gera klárt á síldveiðar fyrir norðurlandi , báturinn málaður hátt og lágt og vorum við strákarið í því að mig minnir , Sigurjón , Matti , Stjáni og Sigmar Þór og var þetta yfirleit gert í sjálfboða vinnu. Víð fórum á hringnót með nótabát og var fenginn skipstjóri með bátinn sem hét Guðmundur Íbsen , en hann var mikill nótaskipstjóri en Óskar Matt var sjálfur stýrimaður , en hann hafði ekki verið skipstóri á nót og taldi ekki ráðlegt að fara með bátinn sjálfur . Við lönduðum hjá Fúsa Friðjóns á Siglufirði og einnig lönduðum við í Grímsey , og mig minnir að Fúsi Friðjóns hafi verið með planið þar , ekki man ég hvernig okkur gekk á síldinni , en það var farið að draga mjög úr síldveiðum fyrir norðurlandi

 

Einu sinni sem oftar þegar við vorum í landlegu inni á Seyðisfirði , og það var ball í félagsheimilinu , ekkert man ég eftir ballinu , en eitthvað hefur mér leiðst á ballinu , því ég fór út og það var eitthver púki í mér . Það var brunnaboði utan á félagsheimilinu og ég gerði mér lítið fyrir og þrýsti á hnappinn , þannig að brunnalúðurinn fór í gang með miklum látum , ég hljóp í felur og fylgdist með brunnaliðinu sem kom brunandi á staðinn , mig minnir að það hafi nú bara verið einn maður á brunnabílnum og var hann ekki mjög ánægður með þetta brunna útkall , en ekki komst upp um þennan hrekk , þannig að ég slapp með skrekkinn . Það var mjög gaman á síldveiðunum við vorum með nótabát og man ég að Óskar Matt og sveita maður sem hét Júlli voru í korkinnu , mig minnir að kokkur hafi verið Raggi Gull (Raggi hennar Fríðu) , Gísli Sigmars 1 vélstjóri ég 2 vélstjóri og fl.

 

Eftir að sumarsíldinni lauk , þá var farið á haust síldveiðar fyrir suðurlandi, nánar til tekið við Reykjanes og í faxaflóa . núna vorum við ekki með nótabát heldur vorum við komnir með nótablökk og nótina á hekkinu og núna var Óskar Matt sjálfur skipstjóri , ekki man ég hvernig fiskiríið var , en mér eru minnisstæðar hrakfarir sem við lentum í og nú verður greint frá .

Við vorum á landleið af miðunum við reykjanes , það var lens og það var að bræla upp , ég var á vakt , núna verðum við varir við hávaða afturá og sjáum við þá að nótin er að renna út , ekki var búið að þræða snupruvírinn í gegnum hringina þannig að nótin rann greiðlega út, strax var slegið af vélinni og Óskar Matt setti á fullaferð afturábak , til þess að reyna að stoppa bátinn og við það fór nótin í skrúfuna og dró niður í vélinni , en nótin rann ennþá út og Óskar bæti við vélinna og hélt áfram að bakka . Núna urðum við þess áskynja að nótin var kominn í skrúfuna , því gírinn var orðinn sjóðandi heitur og vélin drap á sér , þegar hér var komið sögu var orðið leiðinda veður , við vorum nú á reki en við reyndum að snörla inn nótinni , með gilsinum en það gekk mjög illa og endaði með því að við misstum alla nótina nema smá part af korkinu , við gátum enga björg okkur veitt vorum með nótina ennþá í skrúfunni og með úrbræddan gír , við vorum á reki í nokkurn tíma , eða þangað til við vorum dregnir í land að mig minnir af varðskipi og vorum við þá búnir að dæla út olíu um nóttina til þess að lægja sjóinn , við vorum dregnir inn í Reykjavíkurhöfn og var þar skorið úr skrúfunni og gert við gírinn en hann hafði farið mjög illa , diskarnir í honum og legurnar höfðu sjóð hitnað og varð að skipta um í honum , og nótin var ónýtt , Óskar var mjög neðarlega , og datt í það og var mjög svartsýnn , hann var nýbúinn að fjárfesta í bátinum ( Leó VE 400 sem var smíðaður í austur- Þýskaland 1959 en þetta er um haustið 1960-61) og svo var hann með nýja nót , þannig að þetta var ekki björgulegt ,

Kjartan í Asíu félaginu hafði ábyggilega lánað honum í nótinni , og hann hafði að rífa Óskar upp úr volæðinni og stappaði í hann stálinu og ég held að hann hafi reddað honum af stað aftur. Við lágum nokkuð lengi inn í Reykjavík og var mikið verið á böllum á meðan , við fórum á böll í Þórskaffi og einnig í Ingólfskaffi sem var neðarlega á Hverfisgötu . Rögnvaldur Bjarnarson var kokkur . Og ég man eftir því að við fórum einu sinni á ball með mömmu hans og bróður , en þau voru hjón " þetta er alveg satt" . En hún mamma hans var stjúpmóðir hans en bróðirinn albróðir hans , og hafði hann gifst stjúpu sinni eftir að faðir þeirra féll frá.

 

Ég var með Óskari á Leó sem annar vélstjóri þar til Sigurjón var búinn með vélstjóra námskeiðið þá sagði Óska mér upp starfinu svo að Sigurjón gæti tekið við því , mig minnir að hann hafi boðið mér að koma sem háseti en ég afþakkaði það . Þetta hefur verið um áramótin 1961-62 .

Þarna er komin hvalbakur á Bjögina hann var ekki á henni þegar ég var á henni

456f35d2324c43d42923f18a6bd45303_AEC163[1]

Núna réði ég mig sem fyrsta vélstjóra á Björgina VE sem Björn Guðmundsson(Bjössi á barnum) átti og var Einar Þórarinsson (frá Eyrabakka) með hana , báturinn var í slipp og var verið að setja í hann nýja vél Ölfu og byrjaði ég að vinna við það að setja hana niður , báturinn var í vestur slippnum og voru menn úr vélsmiðjunni Magna að setja vélinna niður. Þettað er 1963 .

Við byrjuðum á vertíðinni og gekk á ýmsu , ekki fór mikið fyrir fiskirí , þessa vertíð fórst Erlingur 4 sem ég hafði verið á tveim vertíðum áður , þeir voru vestan við eyjar , það var ekki vont veður en mikill sjór og honum hvolfi , (en hann var mjög varasamur á lensi þetta var Sænsk smíðaður bátur með hári brú og bátabekki og háum hvalbak , það komu nokkrir bátar að þessari gerð til landsins og ég held að þeir hafi flestir farist) og björguðust allir nema þrír að mig minnir , mennirnir komust í bjögunarbát við illan leik .

því á þessum tíma var ekki kominn sleppibúnaður og urðu mennirnir að komast að björgunarbátnum og taka hann upp úr kassa sem hann var í uppi á brú og svo urðu þeir að ná honum upp úr kassanum og toga síðan í spottann sem blés hann út og gat þetta verið mikill þrekraun fyrir menn í slæmu veðri og veltingi , mig minnir að þeir á Halkíon VE hafi bjargað mönnunum úr björgunarbátnum , en við á Björginni vorum þarna á svipuðum slóðum . Óskar Þórarinsson (á Frár)og Einsi Nóa voru meðal skipsbrotsmanna , Óskar hafði verið stýrimaður á Ísleifi og hafði hann sýnt mikið þrekvirki við þetta sjóslys , eins og hann hafði gert áður þegar hann bjargaði Ása í Bæ þegar hann féll útbyrðis af bát sem þeir voru saman á og Óskar kafaði eftir honum og bjargaði honum .

                                              Frásögn af því þegar 'Asi í Bæ datt útbyrðis

Lóðaði á mér strákur ?'A fjórðu vertíðinni kynntist 'Asi hafinu frá nýrri og óskemmtilegri hlið: "Nú er þar til máls að taka að við erum þennan dag við Einidrang, það er norðan gjóla með vinalegri báru og heiðum himni, báturinn á lullferð og ég einn uppi að kíkja á mælinn, þá finn ég hvöt hjá mér til þess að fá mér spásertúr út á þilfar er um leið og ég stíg þetta eina skref niður úr stýrihúsinu veifar skútan hekkinu í trippislegum galsa, ég missi fóta hendist á borðstokkinn, gríp í tómt og beint í sjóinn. Fyrsta viðbragð: Barkinn framleiðir ógurlegt öskur, orðalaust öskur. Um leið og ég kem í þann græna segi ég við sjálfan mig: Sýndu nú einu sinni að þú getir haldið kjafti , ekki gleypa sjó. 'Eg reyni að sprikla en bæði er kalt í sjó og svo er ég í lambskinnsúlpu, sem drekkur í sig sjóinn og gerir mig þungan og stirðan og brátt fæ ég ekki hreyft annað en lappirnar. 'Eg sé bátinn halda burt frá mér. 'Eg sé himininn yfir mér blárri en nokkru sinni, finnst mér og hafið blágrænt alveg oní mér, sami sjórinn og við busluðum í þegar við vorum krakkar. Þegar ég fann, sá eða vissi að ég var fallinn fyrir borð hugsaði ég fyrst um það, hvort þeir ætluðu ekki að drullast til þess að bjarga mér frá dauða því ég vissi um leið að um líf eða dauða var að tefla. 'Eg hafði hugmynd um að þeir komu á þilfar æpandi og sáu mig afturút og snéru bátnum, fann á mér vilja þeirra til að bjarga mér en ég þyngdist mjög og þrátt fyrir meðvitaðan vilja til lífs og veikburða fálm til að halda mér uppi duldist mér ekki að ég myndi sökkva. Og ég sökk. 'Eg lá á bakinu og sá sjóinn yfir mér og þegar ég sá birtuna gegnum hann fannst mér ég sakna hennar ákaflega en hugsaði enn um að halda kjafti. 'Eg held ég hafi ekki verið hræddur en ég hef alltaf elskað hreint loft, mikið loft og þegar ég  fann að það var ekki lengur til barðist ég um augnabliksstund, síðan settist að mér ósegjanlegur viðbjóður, ég vissi að ég var að kafna. Það syrti í kringum mig. En áður en slokknaði á mér varð mér hugsaði til krakkana munna. Svo skall myrkur á....  Þegar ég rankaði við mér var myrkrið enn í huga mínum svo sterkt að augu mín námu ekki dagsbirtuna, en þegar ég skynjaði ótvírætt andrúmsloftið í vitum mundi ég fyrst eftir viðbjóði helgreipanna, svo var ég glaður, mjög glaður og spurði hvort þeir hefðu fundið mig á dýptarmælinum. Nei þeir sáu bólur. Og það vildi svo til að við höfðum sundkappa um borð, sundkappi og þrekmenni sem var fær um að kafa niður eftir mér og draga mig upp, og þó var það kannski oddhvasst skap hans sem réð úrslitum þeir höfðu dröslað mér innbyrðis steindauðum og voru lengi búnir að gera á mér lífgunartilraunir þegar loks fór að umla í flykkinu. Þá fóru þeir með mig í lúkarshitann þar sem ég vaknaði til lífsins. Sundkappinn og heljarmennið sem um er rætt er 'Óskar Þórarinsson frá Háeyri (nú kenndur við Frá VE) sem löngum var með 'Asa á sjó á þessum árum. Eftir þessa vertíð var Hersteinn VE  seldur. 

3d6b2b82edbe5d3df8694e3169f07bca_AFL204[1]e17a8d2caad8b7e360946c9831d12fc8_mynd_3115[1]

Okkur vantaði stýrimann og háseta á Björgina stuttu eftir þetta og fengum við Óskar og Einsa Nóa með okkur . Það var talsvert mikið djamm á Óskari og Einsa og gekk mis vel að ná þeim um borð , sjóslysið hafði mikill áhrif á þá og voru þeir mjög varir um sig ef eitthvað var að veðri , mér fannst mjög merkilegt með Óskar að eftir að hann var kominn um borð og kominn út á sjó þá var eins og það rynni af honum um leið og sá ekki á honum vín , þó hann hafi verið vel í því þegar farið var út .

Núna ætla ég að segja frá einum af síðustu róðrunum sem við fórum á Björginni þessa vertíð , en þegar hér var komið sögu vorum við með netin austur í bugt og við höfðum ekki komist á sjó í 2-3 dag vegna brælu , en nú var komið sæmilegt veður og fara skyldi út , en þá fundum við ekki Óskar og Einsa og eitthvera fleiri vantaði ,

ég var á Wolsvaken bjöllunni minni og við Einar skipstjóri fórum að stað að leita að mannskapnum , og höfðum fyrir rest upp á þeim , en þeir voru nú ekki alveg tilbúnir að koma með okkur en féllust fyrir rest á að koma ef félagarnir sem voru með þeim fengju að koma með en það voru að mig minnir Raggi í Stein , Óli Tótu og Gústi Lása og varð úr að þeir kæmu með.

Kokkur um borð var strákur sem hét Gunni Gunn og var hann einnig vel fullur þegar við fórum út , þeir höfðu með sér að mig minnir fullan kassa af víni og héldu áfram að drekka eftir að við fórum að stað , nema Óskar hann hætti og tók hann útstímið , núna líður undir hádegi og kokkurinn er búinn að elda súpukjöt , en þeir voru ennþá að drekka .

Einar skipstjóri var nú ekki mjög hress með ástandið en sagði lítið en var frekar fúll sem skiljanlegt var kokkurinn var með rifill með sér og þegar Einar kom í mat sat hann með riffillinn í hendinni blind fullur og miðaði á Einar , Einar snéri við í hurðinni og hvarf upp lúkars kappann . Þá tók Einsi disk fann á hann kjötbita og kartöflur og fór með það aftur í stýrihús en á leiðinni aftur í missti hann af diskinum á dekkið en tók það upp með höndunum og skellti á diskinn og hélt áfram og þegar hann kom upp í brú sagði hann við Einar " ef þú ert of fínn með þið til að borða með mannskapnum þá getur þú borðað einn".

En upp úr þessu hættu þeir að drekka og fóru að sofa , en þegar við komum á miðinn austur í bugt þá var heilsan mjög bágborinn , sem nærri má geta en það var talsvert af fiski í netunum 2 og 3 nátta og var farinn að koma lykt af honum sem ekki bætti ástandið en allt hafðist þetta og við komumst heilir í höfn .                                                                                 Smári og Willum

Nov02^83

 

Sumar úthaldið var einnig frekar skrautlegt , þá var Kjartan Ólafsson og Willum Andersen með okkur Kjartan var stýrimaður en Willun var kokkur , ekki man ég hverjir fleiri voru með okkur þegar okkur langaði á ball á laugardags kvöldum á fengum við Willum til þess að henda til dæmis öllum kartöflum í sjóinn þannig að við urðum að fara í land og komumst við þá á ball , eitthverju sinni átti að fara út á laugadags kveldi og þá strækaði ég á að fara út sagðist ekki fara út fyrr en eftir ball og það var hætt við að fara út , en upp úr því var úthaldinu hætt og mér kennt um að koma öllu í uppnám " englinum" aldrei mátti ég gera neitt.


Minningarbrot nr 3.

Fyrsta vetrarvertíðin.

Siggi 'Ola í glugganum á Ingólfi VE

29cbcd2da7ab09c16d6ed676f6f20ec6_171_sigurg_rullur[1]

Ég réði mig hjá Sigga Óla á Tanga Ingólf , en hann var á handfærum . Við vorum að mig minnir 5á það var Siggi Óla , skipstjóri og vélstjóri , Flosi Finns kokkur og tveir úr Reykjavík eldri maður Guðmundur og strákur aðeins eldri en ég sem hét Bjössi . Það var mjög gaman á handfærunum , hver maður var bara með eina rúllu uppá gamla mátann . Ef við lentum til dæmis í Ufsa moki og hann hélst vel undir , þá var mikill handagangur í öskjunni , Ufsinn var oft upp í sjó og stoppaði færið oft í honum þegar það var á leið niður og var þá oft Ufsi á hverjum krók .

Flosi Finns var skemmtilegur karakter þó hann væru svolítið blautur og var hann mér mjög góður . Einu sinni sem oftar vorum við að veiðum fyrir austan eyjar og ég fékk stóra Löngu á færið hjá mér ég hafði að ná henni inn en eitthvað gekk mér illa að ná króknum úr henni hún hafði gleypt hann , ég óð upp í lönguna til þess að reyna að ná króknum úr henni , en það hefði ég ekki átt að gera því nú lokaði Langan kjaftinum og höndin var föst upp í henni , tennurnar í Löngunni eru mjög beittar og liggja þannig að erfitt er að ná útúr henni því sem hún er búinn að gleypa, en skipsfélagarnir komu mér til hjálpar og björguðu mér og varð þetta mér víti til varnaðar.

Mínar myndir 005

Tanga Ingólfur var lítil bátur þannig að það var ekki hægt að róa nema þegar gott var veður .Ég var byrjaður að vera með Emil í Dölum og Helga a Reynistað og Emmu Páls og Lillu í Borgarhól Gerðu í Hruna og Erlu Páls og fleiri krökkum . Það kom langur óveðurs kafli þessa vertið og þá var nóg að gera hjá okkur við að skemmta okkur. Á þessum árum var bíó í Höllinni á hverju kveldi og var það venjulega kl 20.30 og var oftast nær farið í bíó og svo var farið á Hressó (sem var sjoppa þar sem hægt var að sitja inni og var þetta aðal samkomustaður okkar krakkana hún var þar sem núna er verstunin Smart ). Inn á Hressó var Djúpbox með öllum vinsælustu lögunum .

                                                                                   Þetta er Gerða í Hruna í gatinu á bílastöðinni

Nov02^82

Þegar myndin í bíóinu var alveg að verða búinn þá var einn látinn hlaupa niður á Hressó til þess að taka frá borð fyrir vinahópinn og síðan var setið þarna fram til 11.30 en þá var lokað , á Hressó var hægt að fá vöfflur og rjóma og ýmislegt góðgæti . Ekki var mikið um það að krakkar væru með vín og var það til dæmis bannað inna Hressó.

Um helgar voru böll í Höllinni á þessum árum spilaði yfirleit hljómsveit Guðna Hermansen með honum spiluðu tvíburarnir Huginn (málari) og Valgeir, Siggi á Háeyri og Guðjón Pálsson og fl. Söngvarar voru nokkrir á þessu tímabili þeir voru til dæmis Erling Ágústsson (sem var einnig með hljómsveitina um tíma) Einar Klink og um tíma Tobba systir Einars og svo Gerða í Hruna sem söng eins og engill lög sem Brennda Lý gerði fræg og Svenni Tomm ( Í Ríkinu) Rokkið var í algleymingi á þessum árum og var mikið rokkað og tviststað og oft lak vel af okkur svitinn , þetta voru skemmtileg ár . Það voru einnig rekstrarsjónir á Hótel HB (Þar sem sýsluskrifstofur eru núna) þær voru á hverju kveldi á vertíðinni til kl 23.30 og spilaði hjómsveit þar líka mig minnir að Siggi

 Smári Guðsteins og Lúmmi (Villum)

Nov02^83

á Hvassafelli hafi spilað þar um tíma . Eitthvert tíma fórum við í 14 kvöld í röð á ball að þótti þá eldrafólkinu nóg um . En svo tók alvara lífsins við og við héldum áfram að róa , við fengum að mig minnir 360 tonn þessa vertíð , en hæstur á handfærunum þessa vertíð var Ási í Bæ á Hersteinni Ve sem hann átti og fiskað mjög vel á hann.

                       Emil í Dölum,Emma í Þingholti,Lilla í Borgarhól,Garðar og Hrabbí,Helgi Lása ,Matti.

Nov02^73

 

Á þessum árum var ekki mikið val um nám eða vinnu í Vestmanneyjum , og fóru strákarnir flestir til sjós þegar skóla lauk og ef þeim líkaði sjómennskan þá fóru þeir margir í stýrimannaskólann eða í vélstjóraskólann , það voru námskeið frá Fiskifélagi Ísland bæði í skipstjórn og vélstjórn það var mikil þörf á stýrimönnum og vélstjórum um þessar mundir þessi námskeið tóku 4 mánuði byrjuðu í September og voru búinn í Janúar lok . Ég hafði hug á að ná mér í réttindi annaðhvort vélstjóra eða skipstjóra réttindi , það kom í ljós að sjónin hjá mér var ekki nógu góð til þess að ég gæti farið í stýrimanninn , þannig að ég valdi vélstjórann . Ég hef verið 16ára og var bara búinn að vera á sjó í sex eða átta mánuði , við vorum nokkrir svona ungir sem höfðum áhuga á að fara á námskeiðið og urðum við að fá undanþágu því við vorum ekki nógu gamlir. Það var mjög gaman á námseiðinu þarna vorum við með mönnum sem voru mun eldri en við og reyndari . Skólastóri var maður úr Reykjavík sem hér Guðmundur og var þetta fyrsta skipti sem hann kenndi og bar kennslan svolítið keim af því , verklegu kennsluna sá Labbi á Horninu um og fórst honum það vel úr hendi . Bóklega kennslan fór fram í Breiðabliki (Húsi Hartmas tannlæknis) og verklega kennslan fór fram í gömlu rafstöðinni sem núna er kominn undir hraun (hún var norðaustan við Prýði )

Vélstjóranámskeiðið 1958-59.

Mínar myndir 010

Eftir að námskeiðinu lauk um veturinn 1959 þá réði ég mig sem annan vélstjóra hjá Rikka í Ási ( Bróðir Bjarna Sighvatar ) en hann var þá með Erling 1V VE 45 , fyrsti vélstjóri var þá Borgþór Árnason , en hann átti þá heima að Brimhólabraut 16 og var giftur Guðrúnu Andersen . Við byrjuðum á línu og vorum við 5 um borð það voru: Rikki skipstjóri , Hoji (Þórir sem átti húsið sem Viðar Sigurjónsson a nú) var stýrimaður , Borgþór 1 vélstóri , ég 2 vélstjóri og svo var með okkur Maggi Maður sem kallaður var en hann var giftur systir Rikka henni Hrefnu í Ási .

 

Rikki í 'Asi í glugganum á Erlingi 1V 

4b9f766347ffd2de64c5407dd69c5591_032_sig_formenn[1]

Þegar farið var út á nóttinni þá var gefið merki í talstöðina , bátar sem ætluðu austur fyrir biðu á víkinni , en þeir sem ætluðu vestur fyrir fóru undir eyðið og biðu það eftir "start merkinu" sem gefið var af Vestmannaeyja Radíó mig minnir að farið hafi verið um kl. 2 á nóttinni , eftir að merkið var gefið settu allir á fulla ferð alveg eins og vélin þoldi eða jafnveg aðeins meir . Ég átti alltaf útstímið , einu sinni man ég eftir því þegar við vorum að fara vestur fyrir og allt var keyrt í botni að allt í einu snarstoppar vélin , ég ræsi Borgþór og hann kemur niður í vél og við förum að spekúlera hvað geti hafa skeð , við prófuðum að törna vélinni (snúa með törnjárni) en hún var föst , þá biðum við þangað til vélin var farinn að kólna og prófuðum þá að snúa henni og var núna hægt að snúa henni , við settum í gang og allt var í lagi , það kom siðar í ljós að einn stimpill hafði fest sig hann hefur hitnað og náð að þenjast út.

Ekki var kominn sjálf dragari við línuspilið og var dregið af því með höndunum og var það svolítið vanda verk , því önglarnir vildu festast í vettlingum og eða í höndunum á mönnum og gat þetta verið hættulegt .

Í Erlingi var MWM vél 400 hestöfl og gekk hann einnar 10 mílur Erlingur var smíðaður í Svíþjóð og hefur sennilega verið um 80 tonn skrokkurinn á þessum bátum var frekar mjósleginn og brúin há og hvalbakur frekar hár , þessir bátar voru hættulegir á lensi því yfirbygging var of mikill miða við skrokk , Erlingur 4 fórst á vertíðinni 1962 eða 3 og fórust með honum 2 menn en hinir björguðust. í gúmmí bát .

Eftir að línu veiðum lauk fórum við á net og gekk svona sæmilega, við vorum með 6 til 7 trossur 12 til 15 neta langar , þessa vertíð og netaflotið á þessum tíma var "netakúlur" sem voru í netpoka og var 1,1/4 faðmar a milli kúlna og á neðri teininum var netagrjót og voru 2 faðmar á milli steina og var því handagangur í öskunni þegar var verið að leggja við að henda út grjótinu , sem stjórar voru notaðir steyptir stjórar með einu flaugi og voru þeir 50 kg og ef við vorum á linum botni þá vorum við með útfara í endanum á stjóranum , neta borð voru kominn á þessum tíma en þau voru lág náðu rétt uppfyrir hné og var borðið frá netaspili og yfir fiskilúgu yfir í bakborðs ganginn, en trossurnar voru dregnar aftur í ganginn og var netakúlunum raðað og einnig netagrjótinu og ef það var dregið í þá voru trossurnar settar hver framan við aðra, við vorum mest með netin kring um eyjarnar vestur úr skerinu (suður a eyjabanka þar sem Surtur er) það var frekar tregt þessa vertíð, mig minnir að við höfum fengið 500 og 600 tonn a vertíðinni . En fyrir Páska þá ákvað Rikki að fara austur í Meðalandsbugt og var nú allt dregið í og farið austur við lágum síðan úti á Föstudaginn langa í blíðu veðri , kokkurinn var færeyjingur og man ég að við fengum löngu í matinn á Föstudaginn langa og voru ekki allir ánægðir með það , þetta varð bjarmalands reisa og við fengum eitthvað lítið .

Ég kunni vel við Rikka og einnig var Þórir (Hoji) mér góður og Borgþór var mér góður lærifaðir og góður við mig , en hann var mikill skapmaður þó það bitnaði ekki á mér , ég var bara þessa einu vertíð á Erlingi 1V en Borgþór var lengur , hann varð síðan greindur geðveikur og var settur a Klepp og hefur verið þar alltaf annað slagið síðan (Borgþór 'Arnason bjó síðustu ár sýn á Elliheimilinu Grund og lést núna fyrir nokkrum dögum)

a29c097a94fa79440a0fea1c677e8e07_AAF030[1]

Ingólfur Matt var skipstjóri hjá Helga Ben á þessum árum og var búinn að vera með Frosta VE ? og hafði ég verið með honum á reknetum eitt haust eða part úr hausti , þá var róið frá Grindavík ekki man ég hverjir voru með mér þar nema að Bjössi í Hólmgarði var vélstjóri og Ingólfur skipstjóri , þetta var frumstæður veiðiskapur , ég held við höfum verið sjö á , það var farið út á kvöldin og netin lögð í einni trossu (mig minnir 50 net) þau voru lögð af hekkinu (afturá) , reknetin voru látinn vera uppi í sjó og var svert tóg ofan við netin og í það voru bundnir belgir með vissu millibili og vissri lengd af belgjaböndum , þegar búið var að leggja þá var hangið í tóginu þangað til farið var að draga og á meðan voru staðnar baujuvaktir og voru menn þá oft með handfæra rúllur og náðu sér oft í góðan auka pening á því á baujuvaktinni, oftast var það ufsi sem menn fengu mest af . Rekneta vinnan var frekar erfitt verk ef mikið var í af síld og frumstæð eins og áður sagði , netarúllan var drifinn af línuspilinu , og reknetatógið dregið inn að framan rólega á kopp og hringað niður framá og var einn maður í því , síðan var Ingólfur sjálfur á rúllu og varð hann að draga netin inná höndum rúllan snérist og hann varð að toga netin inn og síðan voru netin toguð aftur með síðunni eftir dekkinu og síðan var byrjað að hrista síldina úr netunnum , það var gert þannig að mannskapurinn raðaði sér aftur eftir bátnum og svo var byrjað frá efriteininum og hrist , þangað til búið var vað hrista úr niður að neðritein , og þá var tekinn önnur færa aftur eftir og síðan koll af kolli , og voru netin dreginn aftast á hekkið og síldin var sett niður í lest í gegnum boxalok. Þegar búið var að draga þá var haldið til lands og á landstíminu voru netin greidd niður afturá hekki.

Sumarið eftir að ég var á Erlingi 4 þá réði ég mig aftur hjá Ingólfi Matt en hann var þá kominn með nýjan bát sem Helgi Ben hafði látið smíða að ég held í Svíþjóð og hét hann Gullþórir VE ? við vorum á síldar nót , við vorum með nótina aftur á hekki við vorum að prófa að veiða síld fyrir suður og vesturlandi yfir sumarmánuðina og var árangur ekki mikill , ef ég man rétt , við lönduðum í Ólafsvík .

5ab3771245bcd42520d34c248519eadf_175_sigurg_rullur[1]

‘Eg var kokkur um tíma þetta sumar og gekk það , svona og svona. Ég var oft með bláberja súpu og voru sumir orðnir leiðir á henni, einu sinni man ég eftir því að ég var með soðinn fisk og flot með við vorum inn á Ólafsvík ég setti feitis pottinn á borðið án þess að vera með blauta tusku undir og harðplast platan bráðnaði undan pottinum og svartur áberandi brunna blettur var eftir á borðinu , nú voru góð ráð býr því ekki þorði ég fyrir mitt litla líf að lát Ingólf komast að þessu , svo ég reddaði mér borðbúk og var með hann á borðinu það sem eftir var að úthaldinu .

Fyrsti bíllinn.

Nov02^84

 

Ég tók bílpróf haustið sem ég var 17ára , ég lærði hjá Kristni í Hellisholti og gekk það bara vel . Eftir að ég var búinn að fá bílpróf þá langaði mig að kaupa bíl. Ég átti pening því ég var reglusamur drakk hvorki né reykti og var búinn að vinna mér inn fyrir bíl , ég fór til Reykjavíkur og fór þar á bílasölur á bílasölu Guðmundar sem var þá vestur í bæ, sá ég bíl sem ég varð strax hrifinn af , þetta var Wolswaken bjalla árgerð 1960 gul að lit V 321 þessir bílar voru mjög vinsælir á þessum árum . Ég borgaði hann út í hönd og var nú heldur montinn var kominn á nýjan bíl . Það var ekki mikið um að strákar á þessum aldri ættu orðið bíla . Maður harkaði mikið og var vinasæll af vinunum og var oft nóg að gera á kvöldin að rúnta með krakkana og var oft verið að fram á morgun sérstaklega eftir böll , ég smakkaði aldrei vín og var alltaf á bílnum .

Ég var mikið með Helga á Reynistað og Emil í Dölum á þessum tíma , þeir voru farnir að smakka vín og voru farnir að vera með stelpum Helgi á Reynistað var þá með Gústu Erlings. En Emil var laus í rásinni og mikið upp á kvenn höndina og var ég oft að harka með þá þegar þeir voru að reyna að ná í stelpur . Einu sinni man ég eftir því að eftir eitt ballið í Höllinni þegar Ómar Ragnarson var að skemmta , ég var á harkinu og eitthver var í bílnum með mér við tókum Ómar Ragnarson upp í og hann var að rúnta með okkur þó nokkurn tíma og var það mikið gaman , því hann bullaði og bullaði í krökkunum .

Mínar myndir 052

Ég fór eitt sumar á síldarplan austur á Vopnafjörð,ekki man ég hvaða ár þetta var en það hefur verið 1960 eða 61 , Svenni sem var með mér Arnarbæli fór með mér , við fórum á bjöllunni V 321 við fórum norðurfyrir og gekk ferðin austur vel við vorum búnir að ráða okkur á plan hjá Óskari Halldórssyni (minnir mig) við vorum með tjald með okkur og vorum í því fyrst til að byrja með og tjölduðum við á lóðinni við hliðina á verbúðinni (sem var stórt gamalt íbúðarhús) og þar var einnig mötuneyti , það var gaman að vinna á planinu fullt af fólki og nóg að gera meðan á síldarsöltun stóð .

Við vorum í því að færa konunum tómar tunnur og salt og taka þær svo frá þeim eftir að þær voru fullar og kölluðu konurnar " taka tunnu , tóma tunnu,salt" og komu við þá hlaupandi með tóma tunnu (tré tunnu) og tókum fullu tunnuna með tunnukerrunni og færðum þeim salt skammt , fórum síðan með tunnurnar , það var settur hringur ofan á tunnurnar og raðað síld inn í hann áður en tunnan var tekinn frá konunum , svo þegar síldin var sígin niður fyrir hringinn þá kom Beykirinn (sem var maðurinn sem sló botninn í tunnuna) og lokaði tunnunni . Það varð að fylla pækill (saltpækill) á tunnurnar og svo urðum við að snúa þeim reglulega , tunnurnar voru hafðar á hliðinni og staflað upp í tvær eða þrjár hæðir og var þetta erfitt verk , því þetta var allt gert með höndunum , það var gat á miðri tunnunni og var tunnunni velt einn snúning og síðan fyllt saltpækli á . Veður var gott þetta sumar á Vopnafirði og oft miklar stillur , við fluttum samt inn í verbúðina og vorum við þar uppi á lofti og hagað svo til þar að það voru 4herbergi uppi og var enginn gangur heldur var gengið herbergi úr herberg , en ekki man ég eftir því að það væri nokkur að kvarta yfir því , þó þarna væru bæði strákar og stelpur .

Við fórum einn sunnudag í heyskap inn í Vopnafjörð , ekki man ég hvað bærinn hét sem við vorum að hjálpa til við heyskapinn á , en hann var rétt hjá Burstafelli (þar var Sævar bróðir í sveit part úr sumri ) þetta var gamall torfbær , einn af þeim síðustu á austurlandi

Lilla í Borgarhól og Jói Halldórs

Nov16642

Þegar leið að þjóðhátíð þá fórum við að ókyrrast , en hún var þá haldinn helgina eftir verslunarmanna helgina , en þá helgi var hátíð í Atlavík og fórum við þangað og vorum þar í tjaldi og var það mjög gaman . Við ákváðum að fara á Þjóðhátíðina og ætluðum að fara niður á Fárskrúðsfjörð og taka þar annað hvort Hekluna eða Esjuna (sem voru þá strandferðaskip ) við lögðum af stað fórum inn Vopnafjörðinn og upp á heiðina og komumst að Möðruvöllum á fjöllum og þar stoppaði WV bjallan , hún fór ekki í gang aftur hvað sem við reyndum , þannig að við ákváðum að skilja hana eftir og fengum far með eitthverum bíl niður á Fárskrúðsfjörð til þess að ná skipinu , þegar við komum þangað þá hitt ég þar Jóa Halldórs og Lillu í Borgarhól (Jóa á Andvara) og voru þau þar í sumarfríi en voru bíllaus , ég bauð þeim að þau mættu fá bílinn lánaðan ef þau gætu komið honum í gang og þau gætu farið á honum í sumarfrí , þau slógu til og Jói fékk að ég held frænda sinn með sér upp á fjall til þess að ná í bílinn og gekk það vel ,það voru bara ónýtt kerti að mig minnir. Við náðum strandferðaskipinu og náðum Þjóðhátíðinni .


Minningarbrot nr 2

 Gamlar myndir0005

Þegar komið var að slætti fyrstu sumrin þegar ég var í Arnarbæli þá var byrjað á að slá túnin en þau voru þrjú túnin sem tilheyrðu okkur, eitt var austan við bæinn og tvö norðan við hlaðið sitt hvoru megin við vegin sem lá upp að Króki og Stöðlum , túnin voru slegin með hestasláttuvél (það var vagnhestur sem dró hana) og þar sem var mjög þúfótt þar var slegið með orfi og ljá , nú var nóg að gera við heyskapinn , að snúa heyinu var það gert nokkrum sinnum meðan það var að þorna , síðan var heyinu rakað saman í garða og svo var farið að sæta (setja heygið í sátur) og þegar það var búið voru yfirbreiðslur settar yfir sáturnar ef það skildi koma rok eða rigning, svo þegar koma átti heyinu í hlöðuna þá var farið að binda sáturnar, reipi voru sett undir sáturnar og svo voru þau bundin utanum sátuna við þetta þurfti tvo til og voru þá tveir og tveir saman við þetta verk yfir leit einn kaupamaður og ein kaupakona og var oft kátt á hjalla við þetta verk. Þegar búið var að binda voru baggarnir settir á hestvagna og farið með þá í hlöðuna og þar voru böndin losuð og heyinu dreift í hlöðuna og troðið .

                                                                                     Hér eru kaupakonurnar að vinna í heyinu

Pict0010

Þegar við vorum að heyja á engjunum þá var fyrst slegið uppá árbakkanum og heygið þurrkað og rakasaman og sett á sátur og síðan var störin (grasið ofan í mírini) slegið með orfi og ljá og það síðan dregið upp á bakkann og þurrkað þar eftir að búið var að þurrka allt heyið og binda það í bagga, var böggunum komið fyrir á hestvagna og svo voru hestvagnarnir bundnir hver aftan í annan og síðan var farið með lestina heim og heyinu komið fyrir í hlöðunni og eins var farið að í úreyjunum . Þegar stund var milli stríða þá fórum við krakkarnir oft í einhverjar íþróttir til dæmis hástökk eða fótbolta eða einhver hlaup, stundum var farið á sunnudögum til Hveragerðis og þar farið í fótbolta við krakkana þar. Ég held að við höfum haft mjög gott af dvölinni í sveitinni , við lærðum að vinna og lærðum að umgangast dýrin lærðum að mjólka kýrnar sem á þessum tíma voru mjólkaðar með höndunum og þurfti lagni við það. Einnig lærðum við að bera virðingu fyrir fullorðna fólkinu og lærðum að hlýða . Á þessum tíma var sveita sími á bæjunum og voruð allir símar í sveitinni samtengdir, þannig að þegar maður hringdi á næsta bæ þá gátu allir á hinum bæjunum hlustað, hver bær hafði sýna hringingu til dæmis eina langa og tvær stuttar það var sveif á símanum sem þú snérir ein löng var heill snúningur en ein stutt var kannski hálfur snúningur . Það var ekki kominn sími heima hjá okkur á Brimhólabrautinni á þessum tíma þannig að maður frétti ekkert frá mömmu eða pappa löngum stundum, nema þegar við fengum pakka með mjólkurbílnum sem kom að ná í mjólkina á bæina og þótti manni voðalega gott að fá pakka og bréf að heiman, ekki man ég eftir að mér hafi leiðst en þó kom fyrir að maður fengi heimþrá. Ég eignaðist reiðhjól þegar ég var í sveitinni það var að Möve gerð og var maður voðalega mannalegur með það , við fórum stundum á hjólunum uppí Hveragerði og jafnvel austur á Selfoss .

 Mínar myndir 012'Eg og Erla frá Stöðlum.

Það var eitt sumarið strákur í Arnarbæli frá Keflavík sem spilaði á harmonikku hann hér Lúlli (Lúðvík) og stundum slógum við upp balli í Nýabæ (sá var í eyði) og þar dönsuðum við , við stelpurnar frá Stöðlum og var það mjög gaman fannst okkur. Það var einnig oft farið í útreyðatúra (á hestum) ef ekkert var að gera við fórum stundum út á engjar og þá var farið alveg út á nauteyrar sem er tangi sem var vestast á engjunum og vorum við þá komnir langleiðina að bænum Hrauni í Ölfusi.. Einnig fórum við á frjálsíþrótta mót sem haldin voru á þjósártúni og var oft mikið um manninn þar , einnig var farið á hestamannamót sem haldið var á Hellu .

                                                              Þetta er mynd sem er tekin ofan í aðra, lóðrétt er Lauga sem var gift Rósa sennilega með Kidda son sinn, og á hinni er Hjörleifur bóndi með reiðhestinn sinn

Pict0011

Rósi fór að vera með konu sem var frænka Bjarna í Stöðlum hún hét Lauga og fóru þau svo að búa í Nethömrum (bærinn sem stóð austan við Arnarbæli) , en ég var áfram í Arnarbæli og var ég þar í sveit þar til ég var 14 eða 15 ára, Pétur var held ég 1 sumar í Nethömrum hjá Rósa og Laugu en hann undi sér ekki vel þar honum leiddist , Nethamrar var mikið minni bær en Árnabæli og voru þau með litla krakka því Lauga átti strák fyrir sem hét Kiddi og var hann orðinn aðeins stálpaður þegar þetta var , en hann gerði ennþá í buxurnar og var Pétur látinn fara með buxurnar af honum niður í á að skola úr þeim kúkinn og var hann víst ekki hrifinn af því . Silungs veiði var þó svo lítið stunduð í Ölfusáni aðallega í net, það var yfirleit lagt net út af tanganum niður af Nethömrum því þar voru klappir og djúpur hillur , einnig var svolítið gert af því að draga fyrir sem kallað var en það var yfirleitt gert í sundunum á milli úteyjanna og var það gert í skjóli nætur því það var og er bannað að draga fyrir , við krakkarnir fórum oft með stöng í læk sem var út á engjum sem mig minnir að hafi heitið Þórisós eða Þorláklækur og fengum við oft silung þar og einnig var verið með stöng í Sandá, í þessum ám var smár fiskur sjóbirtingur , en fiskurinn sem kom í netin í Ölfusánni var oftast stór fiskur . ('Oskar á Sigurbáru kaupir síðar 'Osgerði og fær með því veiðréttindi í ánni, og byggir á bæjarstæðinnu stórt Bjálkahús)

 Mínar myndir 009'Eg 15 ára," er ég eitthvað prestlegur"

. Hjörleifur sagði einhvertíma við mig " Matti þú verður aldrei sjómaður þú verður annað hvort bankastjóri eða prestur " . Hjörleifur og Unnur hættu búskap fljótlega eftir að ég hætti í sveitinni þau fluttu til Reykjavíkur, fyrst í lítið hús sem stóð við Suðurlandsbrautina en síðustu æviárin bjuggu þau að Hólmgarði 8 eftir að húsið við Suðurlandsbrautina var rifið þegar það var orðið fyrir skipulaginu , Hjörleifur og Unnur eru bæði dáinn og eru jörðuð í fossvogskirkjugarði , Rósi og Lauga hættu einnig búskap og fluttu í bæinn og Rósi gerðist leigubílstjóri hjá bæjarleiðum , Einar gerðis einnig leigubílstjóri. Í Arnarbæli var fyrstu sumrin vinnumaður sem hét Bjössi og var hann frá Keflavík og líkaði mér mjög vel við hann , var léttur og skemmtilegur og mikill dugnaðar forkur, hann varð síðar fjósamaður að Reykjum í Ölfusi sem er fyrir ofan Hveragerði hann fór að vera með stúlku sem var að vinna þar á bænum og voru þau búinn að vera eitthvað saman og það var búið að vera eitthvað vesen á þeim og tók hann það eitthvað nærri sér , Bjössi drakk svolítið mikið á þessum tíma og reyndi víst að fyrirfara sér eftir að þau hættu, en það hafðist að bjarga honum, en einn daginn eftir að hann hafði verið á fylliríi í nokkra daga þá fór hann til vinar síns og fékk lánaða byssu því hann sagðist þurfa að skjóta kálf , en hann fór beinustu leið inní eldhúsið á Reykjum þar sem þessi fyrrum vinkona hans var að vinna og skaut hana og hún dó , hann afhenti víst strax byssuna og beið eftir að lögreglan kæmi og sækja hann , hann var dæmdur í 16 ára fangelsi . Hann var vistaður á Litla Hrauni og sat inni í að mig minnir í 8-9 ár , ég heimsótti hann nokkrum sinnum á hraunið, hann kom sér vel þar og fékk náðun fyrir góða hegðun , hann giftist meðan hann var á hrauninu hjúkrunarkonu og eignaðist með henni börn , eftir að hann kom út af hrauninu fór hann að vinna við smíðar , hann var settur í geðrannsókn eftir að hann framkvæmdi þennan verknað og kom þar í ljós að hann var ekki geðveikur , en hann virðist hafa orðið geðtruflaður þegar hann var búinn að vera á fylliríi í langan tíma.

 Dec18731      Sævar pabbi Rósant Hjörleifsson og Dönsk kaupakona og Hjálmar Guðmundsson fyrir framan

Ég fór alltaf í sveitina strax eftir að skóla lauk og oftast áður en skólaslit voru, ég fór oftast með mjólkurbátum en það var mótorbátur(Mjólkurstjarnan) sem hefur verið 50-60 tonn að stærð og gekk á milli Vestmanneyja og Stokkseyrar , og voru þetta oft erfiðar ferðir margir voru sjóveikir , en maður lét sig hafa það til þess að komast í sveitina.

Hér er  mynd af Einari Skiptó sem er hér á Vonarstjörnuni.

19ed44187e46e10bcdf3010bc5c49279_215_sigurg_rullur[1]

 

 

 

 

Mínar myndir 004

Hér er mynd af bekknum sem ég var í í barnaskólanum sennilega í 6 eða 7 bekk B eða C.

Á veturna var maður í skólanum ég hafði gaman af að teikna og fór í myndlistaskóla sem var starfræktur hér á þessum tíma. Bjarni Jónsson listmálari var teiknikennari í barnaskólanum og byrjaði hann með myndlistaskóla og var hann til húsa á neðstu hæð í barnaskólanum. Svo tók Páll Steingrímsson við af honum og flutti myndlistaskólinn þá heim til sýn en hann átti þá heima þar sem skattstjórinn á heima núna og var kennslustofan í stofunni það var þó svolítil gróska í myndlistinni á þessum árum, síðan flutti skólinn í Kuða en það var stórt hús sem var neðarlega á heimagötunni vestan við gömlu rafstöðina og þar fengum við varanlega aðstöðu , og þar voru nokkrir myndlistamenn kennarar. Ég man eftir Hafseini Austmann , og fl. Með mér í myndlistaskólanum voru á þessum árum Finnur í Fagradal , Maggi Skalli , Kiddi í Héðinshöfða og Hrefna sem er gift honum og fl.Myndlistaskólinn var að mig minnir alltaf á kvöldin ég var nokkur ár í skólanum en hætti þegar ég fór að róa á vertíðum.

Á þessum árum var alltaf nóg að gera í fiski á veturna og í páskafríum fóru flesti krakkar að vinna í fiski í páskafríinu til þess að hjálpa til við að redda hráefninu frá skemmdum , ég var oftast að vinna í saltfiski hjá Helga Ben og í Vinnslustöðinni og var þá oft unnið fram á morgun á Föstudaginnlanga og Páskadag og þótti ekkert tiltökumál þó krakkar ynnu svona mikið og ég held að við höfum ekkert skaðast á því. Á þessum árum var róið með net og voru 70-90 bátar sem réru þá frá eyjum og mikill fiskur barst að landi í kring um páska og þá var róið alla daga nema á Föstudaginnlanga og Páskadag ef gaf á sjó , og kom allur fiskur óaðgerður í land , þannig að mikill vinna var við að gera að og fletja og síðan vaska fiskinn og síðan að salta hann. Helgi Ben var með skrifstofu þar sem nú er Hressó hann átti allt það hús , Sigtryggur sonur hans var á skrifstofunni hjá honum en hann borgaði aldrei út peninga og þegar maður kom að biðja um pening þá kallaði hann í pabba sinn og Helgi kom fram og sagði " kvað þarft þú mikið er ekki nóg að þú fáið 100 krónur" hann var mjög fast haldin á aurinn.

Þetta er Sigtryggur Helgasson og mamma þegar mamma fór með Helga í siglingu til Englands

Dec19763

 

 

Ég var mikið með Sæmundi Árnasyni á þessum árum við vorum nábúar hann átti heima á Brimhólabraut 12 og við vorum í sama bekk í barnaskólanum , við vorum mikið með Gísla Val (á Björginni) syni Einars á Brekku og Helgu , hann var með herbergi á efstu hæðinni á Brekku , en Einar og Helga bjuggu á neðstu hæðinni , en á miðhæðinni bjó Gísli ljósmyndari og kona hans . Í þessum vinahóp voru auk okkar Sæma og Gísla , Kristján Guðmundsson(Gvendar Skalla), Siggi í Stakkagerði , Ármann í Öskunni og Ægir Sigurðsson og fl. Þetta var ekki neinn fyrirmyndar félagsskapur sem við kölluðum víst S.S (Sláturfélag suðurlands). Við vorum stundum að hnupla úr búðum og úr heildsölulager sem var til húsa á Heiðaveg í húsinu fyrir ofan Fjöruna (Pitsa 67) þar niðri í kjallara, þar hnupluðum við stundum súkkulaði sem nið náðum í með því að opna glugga og síðan vorum við með krókstjaka sem við kræktum í súkkulaði kassa og náðum þeim þannig út um gluggann. Einnig hnupluðum við stundum kókkassa frá Tryggva á Barnum en hann átti heima á Bjössabar (Laterna) þar upp á lofti og hann geymdi kassann á pallinum norðan við húsið, eflaus til að kæla kókið og þaðan hnupluðum við því og alltaf var farið með allt heim til Gísla Vals því hann var sá eini sem var með herbergi alveg sér og þar var haldin súkkulaði og kókveisla, en þetta var nú allt í smáum stíl .

Mínar myndir 011

Þetta er mynd sem tekinn er í Vetrargarðinum gamla en það var skemmtistaður sem staðsettur var í vatnsmýrinni í gamla Tívolígarðinum og er þetta hluti af SS genginu frá vinstri : Sæmundur Árnason Valur í Dal , Kristján Guðmundsson (skalla) Gísli Valur Einarsson (Á Björginni VE) ég og Guðjón Skaftason (Skaftafelli Vestmannabraut).

Ármann í Öskunni var eldri en við og var hann komin með bíl og var það ' Ástin bíll og vorum við oft að rúnta á honum, hann var með hurðar sem opnuðust aftur (með hjarirnar að aftan) og stefnuljósin slógust út þegar þau voru sett á og á þessu vorum vorum við að rúnta . Einu sinni þegar við Sæmi vorum að fara heim þá voru eitthverir strákar að stríða okkur og það endaði með því að við fórum í grjótkast við þá þeir voru komnir niður á skólaveg en við vorum á götunni fyrir framan Brekku og þar sem ég er að kasta grjóti þá vill ekki betur til en það að það lendir í eldhúsglugganum heima hjá Stebba Run (en það er húsið á horni skólavegar og Faxastígs).og rúðan brotnar en mamma hans Stebba sat víst við gluggann og var heppin að slasa sig ekki , við Sæmi urðum alveg skýt hræddir og hlupum af stað vestur eftir eins og fætur toguðu, Stebbi Run var heima og hljóp út á eftir okkur og náði okkur þegar við vorum komnir upp á hornið á Heiðaveg og Faxastíg og tók hann okkur og tuskaði okkur til og slógu þá litlu hjörtun í okkur mjög hratt , ég held að mamma og pabbi hafi borgað rúðuna og ekki urðu meiri eftirmálar af þessu.

Sigmar Þór og Ella Tór

Nov02100

 Á þessum árum voru krakkar mikið úti að leika sér , því ekki voru komnir tölvuleikir eða sjónvörp til að glápa á , það var mikið af húsum í byggingu í hverfinu vesturfrá og þar vorum við oft að leika okkur að skylmast með trésverðum og eða í kúreka leikjum og stundum vorum við að gera at (stríða) það var vinsælt að fara með tvinna og festa hann við glugga í húsum þar sem einhver átti heima sem gaman var að stríða (einhverjum sem ekki þoldu stríðni) og svo var farið svolítið langt í burtu í hvarf og þar var verið með olíublauta tusku og henni strokkið eftir tvinnanum og myndaði það þá ýlfur hljóð (skerandi). Baunabyssan (Teygjubyssa) var vinsælt leikfang á þessum árum og voru baunabyssu stríð oft háð á milli hverfa og var það þá oftast út í hrauni en það var vinsæll leikvöllur, þá var ekkert farið að byggja vestan Brimhólabrautar og enginn hús voru uppi á brimhólnum og var hann hærri en hann er nú eina húsið sem var þar vestan við var fjárhús og hlaða sem stóð vestan í hólnum og svo var húsið Brimhólar ( þar sem Ási Galldró á heima nú) , brimhólalautin og hraunið þar vesturaf (þar sem sundlaugin er nú) var oftar en ekki stríðsvöllurinn og var oft hart barist , baunabyssurnar voru búnar til úr ónýtum slöngum úr reiðhjólum og í skaftinu var vír sem beygður var til og í skotinn voru notaðir litlir steinar , svo að þetta var hættulegur leikur og fengu sumir göt á hausinn , en ekki man ég eftir að neinn slasaðist alvarlega .                                        'Omar bróðir

Dec19773

Fyrir áramót þá fóru allir að safna í áramótabrennur sem voru víða um eyjuna á þessum árum , við sem áttum heima á Brimhólabrautinni , Hólagötu og þar í kring vorum með brennu uppá brimhólnum ( vestur af Brimhólabraut 14) og var alltaf byrjað að safna í brennu fyrir jól og var verið að alveg fram á gamlárskvöld , þetta var gert yfirleit á kvöldin og um helgar og mesti krafturinn var í þessu á milli jóla og nýjárs , það var víða leitað fanga við söfnunina , þá voru síldartunnur sem þá voru úr tré vinsælar og alavegadrasl sem til féll . Oftar en ekki var smíðaður kofi við brennuna þar sem við höfðum afdrep á næturnar á milli jóla og nýjárs , því það varð að standa vaktir á nóttinni svo að brennudótinu væri ekki stolið á næturnar í aðrar brennur og þarna í kofanum fengu margir sér fyrsta smókinn sem oft var upp þurr njóli og urðu veikir af.

Einu sinni man ég eftir því að Pálmi á Skjaldbreið (pabbi Bóga Pálma og Palla) fór með okkur á vörubíll niður í tunnugeymslu hjá Vinnslustöðinni í skjóli nætur og var vörubíllin fylltur af tunnum og farið með þær í brennuna , og svo man ég eftir því að við fórum einhverju sinni í portið hjá Esso en það var þar sem núna er portið sunnanvið veiðafærahúsið hjá Berghuginn við fórum í skjóli nætur inní portið og náðum þar í steinolíutunnur og komum þeim yfirveggin sem snýr út í slipp hentum þeim í sjóinn og drógum þær uppí slipp og komum þeim þar á handkerru og fórum með þær uppá hólinn þar sem brennan var . Á þessum tímum voru næstum allir strákar í hverfinu í þessu brennu stússi og oft komu pabbarnir að hjálpa við að hlaða upp brennuna og fylgjast með ,ég held að við höfum haft gott af því að standa í þessu stússi.

'Omar og Halldór.

May27_75

Á veturna var brimhólinn (vestur af brimhólabraut 14) mikið notaður af okkur krökkunum þegar snjóaði, var hann notaður til þess að bruna sér niður brekkuna . Mamma smíðaði handa mér magasleða stuttu eftir að við fluttum vestur eftir , hún smíðaði hann úr mótatimbri og setti undir hann járngirði sleðinn var svolítið þungur en maður var voðalega montinn með hann , ég fór með hann upp á hólinn og brunaði mér niður brekkuna á fullri ferð en þá vildi ekki betur til en hann botnaði þegar ég fór fram af stalli sem var í miðri brekkunni en ég meiddi mig ekki en fór samt að gráta.

Grétar Snæ og Stefán Pétur bróðir í grunninum á Illugagötu 2

Dec19762

Óskar og Þóra byggðu húsið að Illugagötu 2 og eftir að þau fluttu þangað vorum við einhverju sinni að leika okkur , ég Sigurjón og Matti Óskars Kristján Óskarsson (Stjáni á Emmu) við vorum að fara yfir túnið sem liggur á milli húsanna neðst á Illugagötunni heim að Brimhólabraut 14 það var gaddavírs girðing efst á brúninni á túninu og skriðum við undir hana í lóðamörkum á Brimhólabraut 12 ( Þar sem Árni á Hvoli átti heima) Matti, Sigurjón og ég vorum á undan , en Stjáni var síðastur , ætli við höfum ekki verið að reyna að stinga hann af , en ekki vill betur til en Stjáni festir hettuna á úlpunni í gaddavírnum og hangir með fæturna fram af brúninni á moldarbarðinu sem þarna var hann byrjar að öskra en við höfðum ekki að losa hann , eftir smá stund hættir hann að öskra og það fer að koma froða út úr honum , við hlupum heim til mömmu og sögðum henni að Stjáni væri fastur og hann væri orðin eitthvað blár í framan , mamma hljóp með okkur út og sá strax hvers kyns var , hún lyfti Stjána upp og hafði að losa hann af gaddavírnum en hann var orðin helblár og froðan vætlaði út úr honum þegar mamma var búinn að losa hann tók hún hann og skellti honum upp á bakið á sér og hljóp með hann inn heima , síðan hljóp hún yfir til Ragga pól en hann átti heima að Brimhólabraut 13 , það var nefnilega ekki kominn sími heima hjá okkur en það var sími hjá Ragga pól hún hringdi í læknir annað hvort Ólaf Halldórsson eða Einar Gott og hann kom strax , en þegar hann kom var Stjáni farin að hjara við , læknirinn sagði að engu hefði mátt muna að Stjáni gæfu upp öndin en mamma hefur sennilega bjargað honum með því að skella honum yfir öxlina á sér , Stjáni var furðu fljótur að ná sér en var samt svolítið aumur í hálsinum á eftir.

Stjáni nokkrum áruð síðar , hress að vanda.

Nov02^74

 

 

 

 

 

 

 

                                                                  Á síldveiðum

Þettað er Palli á Reynir VE 15

0918483d90357344c70347b9180776b6_mynd_20[1]

Þegar ég hætti í gagnfræðaskólanum eftir 2 bekk, þá ræð ég mig á síldarbátinn Reynir VE 15 sem þá var alveg nýr , ég réði mig upp á hálfan hlut , það var algengt að strákar færu annaðhvort tveir saman upp á einn hlut , eða eins og ég gerði að fara einn upp á hálfan hlut , það var byrjað að undirbúa á síldina í júní . Það var farið norður á Akureyri til þess að ná í nótina og nótabátinn og komum við þangað fyrir 17 júní . Pabbi var kokkur á Stíganda með Helga Bergvins á þessum tíma og voru þeir einnig inni á Akureyri á 17 júní , ég man að við fórum að heimsækja mann sem hafði leikt heima hjá okkur hann hét Albert og einnig fórum við að heimsækja Sigurbjörgu systir mömmu og Pétur manninn hennar þau áttu þá heima í litlu húsi niðri á Gleráreyrum .

Það var mikið um dýrðir á Akureyri 17 júní það var verið að útskrifa stúdenta frá Menntaskólanum og var komið fyrir stóru sviði niður í miðbæ og þar var hljómsveit að spila og eitthver skemmtiatriði voru á sviðinu . Garðar Sigurðsson ( fyrrum alþingismaður) var á Stíganda og var hann orðinn svolítið fullur og þegar skemmtiatriðin stóðu sem hæðst fór hann upp á sviðið tók hann út á sér og meig yfir mannfjöldann sem stóð fyrir neðan sviðið , þetta féll ekki í kramið og hófst nú mikill eltingarleikur Garðar hoppaði niður af sviðinu og hljóp af stað niður á bryggju og hafði að komast um borð í Stíganda og faldi sig og slapp.

'Oli bróðir Palla og 'Armann

Mínar myndir 066

Eftir að við vorum búnir að taka nótina og nótabátinn þá var farið á miðinn til leitar að síldartorfum , meðan á síldarleit stóð þá var alltaf hafður maður eða menn á útkíkk uppi í bassaskíli (sem var skjólskíli uppi á brúarþaki) og þegar hann sá torfu sem óð eða ef þar var fuglager og dekkti í sjóinn undir því þá var keyrt að torfuni og kallað "klárir í bátinn" og þá þutu allir upp á dekk og nótabáturinn var dreginn að síðunni og þeir sem áttu að vera í honum stukku um borð , en hinir tóku sér stöðu við spilið , tilbúnir að draga snurpuvírinn út , mennirnir sem voru í nótabátnum gerðu klárt þar , og hentu síðan úr baugunni og þegar Palli kallaði "Fara" , slepptu þeir og nótin tók að renna út , við sem vorum í bátnum drógum út snurpuvírinn og þegar nótin var kominn út og búið að taka hringinn tókum við sem vorum í bátnum (Reyni) baujuna og tókum endann á snerpuvírnum og komum honum inn á spilið , núna var beðið smá stund meðan nótin var að sökkva og síðan var farið að snurpa , á meðan nótin var að sökkva og meðan á snurpingu stóð var notað tré fisklíkan sem bundinn var spotti í og honum fleygt í gatið á nótinni til þess að fæla síldina inn í nótina . Þegar búið var að snurpa fóru allir um borð í nótabátinn nema vélstjórinn (Júlli) bróðir Palla og kokkurinn ,og núna var hafist handa við að draga inn nótina , það voru tveir í að draga inn korkið einn í blýteininum og hinir í garninu , þetta var allt gert í höndunum og var þetta talsvert streð , þegar búið var að þurrka að síldinni (ef eitthvað var í) þá fóru nokkrir upp í bát og gerðu klárt fyrir síldina , núna var farið að háfa síldina um borð , háfurinn var hringur með neti sem var opnað að neðan og var sá er opnaði háfinn yfirleit uppi á brúarþaki og kippti í spottann þar þegar opna átti háfinn , þegar búið var að fylla , eða þegar fara átti í land að landa , þá var endinn á snurpuvírnum tekinn um borð í Reynir og nóta báturinn settur í tog og var sleftóg notaða í það . Oft var hávaði í bræðrunum Palla og Júlla á meðan verið var að kasta , því Palli var uppi í bassaskíli en Júlli var við stýrið og þegar Palli var að biðja Júlla að beygja þá átti Júlli það til að hlíða því ekki og þá heyrðist nú í mínum manni . Ekki man ég eftir öllum sem voru um borð , en þeim sem ég man eftir voru: Palli skipstjóri , Júlli vélstjóri , Friðrik Ásmundsson stýrimaður Kokkurinn Kalli og hásetar voru Símon (pabbi Bigga Sím) Engli vörubílstjóri og Óli í Hjálmholti bróðir Palla og Júlla og Ármann.  Engli vörubílstjóri að spúla dekkið , takið eftir bassaskílinu upp á brú, þar er bátur með snurpubáta í davíðum og ég held að það sé Helgi Helgasson.

Mínar myndir 067

Þegar komið var í land , til dæmis á Siglufirði þá var lagt upp að síldarplaninu og byrjað að landa af dekkinu , síldinni var mokað í mál (sem voru hálftunnur með brakketti) við vorum með síldarháfa við þetta verk síðan var hvolft úr málunum í vagna sem voru á lestateinum sem lágu meðfram síldarjötunum sem konurnar stóðu við og hausskáru síldina í bakka , sem þær tóku síðan úr og röðuðu í trétunnur og söltuðu yfir hvert lag , á meðan við vorum að landa og þegar konurnar höfðu ekki við þá fórum við og hjálpuðum einhverjum stelpum sem okkur leist vel að salta .Þegar búið var að landa í salt , þá var farið undir ranann sem lág upp í þrærnar og var honum slakað niður í lest og mokað að honum.

Mig minnir að við höfum fengið 3600 mál þetta sumar. Við lönduðum mest á Siglufirði og Raufarhöfn . Það var oft glatt á hjalla í landlegum þegar allir voru í landi , því síldarsöltun krafðist mikils mannafla bæði konur og kalla og var því mikill fjöldi af fólki á þessum stöðum og var því líflegt á böllunum sem haldinn voru og oft mikið um slagsmál og talsvert fyllirí . En þetta var ævintýri fyrir 14 ára strák.

Eftir að við komum heim af síldinni fór ég að vinna við smíðar hjá Gvendi Bö þá var verið að hann að byggja króarhúsnæði fyrir Helga Bergvins (þar sem Beddi á Glófasa er með kró núna)og einnig var hann að byggja stórhýsi fyrir Finn á Oddgeirshólum (það er húsið sem Heimir tannlæknir er með stofuna í og á núna að fullu).


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband