Nr. 22. Frá 1964 -1972 Meiri upprifjun.

Eftir að ég kem heim fyrir jól 1964 ræð ég mig sem vélstjóra hjá Gísla Sigmars á Ísleif 2 sem Arsæll Sveinsson átti (sem varð svo Emma sem Stjáni og Addipalli útu) og var ég á honum þar til ég fór á Andvaran VE 100 með Herði og Jóa Halldórs vertíðina 1966 og var ég 2 vélstjóri hjá Jóa og var það gaman. Um vorið bíður Óskar Matthíasson mér 1 vélstjóra plás á Leó VE 400 og þáði ég það með þökkum við byrjuðum á trolli um vorið og sumarið og vorum á netum á veturnar og stundum fórum við á síldveiðar á haustin sunnanlands,og svona gekk þetta,Sigurjón byrjaði sem skipstjóri á Leó um vorið 1967 eftir að hann kláraði stýrimannaskólann og gekk honum strax vel að fiska ,Sigurjón var yfirleitt með Leó á sumrin og Óskar með hann á vertíðunnum . 1970 ákveða Óskar og fjölskylda að láta smíða nýtt skip í Stálvík sem verður skýrt Þórunn Sveinsdóttir VE 401 eftir ömmu okkar,ég var að vinna í Stálvík í síðustu 3 mánuðina og fékk ég að vera í einbílishúsi sem Elli P og Elísabet áttu í Garðabænum þannig að það var stutt í vinnuna á þessum tíma var flott skipasmíðastöð í Stálvík og trésmíða verkstæði Rafboði með rafmagnið og Sigurður Sveinbjörnsson með spilin. Það var gaman að taka þátt og lærdómsríkt. Við komum heim fyrir vertíðina 1971 og byrjuðum strax á netum Óskar Matthíasson var með hann á fyrstu vertíðinni en síðan tók Sigurjón við og var með hana upp frá því , við vorum á netum á veturnar og fórum síðan á troll á sumarin og síldarnót á haustin og gekk alltaf mjög vel hjá honum á öllum veiðarfærum og farsæll í öllu.Skanni_20150427 (13) Feb08106


Nr.21. Frá 1957-1964 Smá upprifjun.

Ég byrjaði á sjó 14-15 ára þá fór ég á síld á Reinir VE 15 ,þá var algengt að srákar færu uppá hálfan hlut.þetta var mjög lærdómsríkt.ég hætti í framhaldsskólanum eftir 2 vetur og eftir það fer ég á handfæri á tanga Íngólfi VE með Sigurði Ólafssyni og var það mjög áhugavert,um haustið fer ég á Frosta VE sem Helgi Ben átti og var Ingólfur Matthíasson með hann, við vorum á reknetum (á síldveiðum) við lönduðum á Grindavík og Keflavík minnir mig, reknetin voru dregin inn á höndunum , rúllan var reyndar drifin af línuspilinu og fyrir ofan netin var kapallinn sem netin voru hengd neðan í og úr kaplinnum voru belgir sem voru hníttir í kapalinn og svo var kapalinn dreginn ínn á línuspilinu og hringaður frammá og báturinn dregin áfram með kapplinum, netin voru síðan handlönguð aftur b/b ganginn og síðan var síldin hrist úr netunum og síðan voru netin dregin aftur á hekk,og þegar búið var að draga voru netin greidd niður aftur á hekki og gerð klár fyrir næstu lögn og svona var þetta gert þar til búið var að draga .Ingólfur Matt tók eftir þetta við Gullþórir VE sem Helgi Ben átti við vorum á síldarnót á honum að sumri til við suðurströndina og lönduðum við eitthvað í'Olafsvík ég var gerður að kokki fyrsta og einaskiptið á sjómannstíma minnum það minnistæðasta frá þessu var þegar ég var með fisk og var með flot með honum og setti ég flotið sjáðandi heitt á borðið og undan því kom stór brunablettur og eftir þetta var ég alltaf með borðdúk yfir borðinu því ég þorði alldrei að láta Ingólf sjá það.Eftir   þetta fer ég á módornámskeið sem var á haustin og var búið í janúar. Um veturinn ræð ég mig á Erling IV VE 45 með Rikka í Ási sem hefur verið veturinn 1960 og var það bara lærdómsríkt og gaman. Eftir þennan vetur fæ ég pláss á Leó VE 400 sem Óskar Matthíasson og Massi höfðu látið smíða í Austur þýskalandi og fórum við á síld fyrir norðan við vorum með nótarbát (ekki komin blökk)nótin var um borð í nótarbátnum og dregin á höndunum um borð í hann.Guðmundur Ibsen var með Leó þetta sumar og var Óskar stýrimaður Gísli Sigmarsson var 1vélstjóri og ég annar þetta var góð upplifun um vorið 1961 þá er Sigurjón búinn með vélstjóra námskeiðið og kemur um borð og tekur við af mér, ég ræð mig á Björgu VE 5 það er þá verið að setja í hana nýja Alfa vél í hana og var ég að vinna við það þeir gerðu þetta í Magna Björn Guðmundsson á barnum átti hann og var Einar Þórarinnsson var með hana.ég var á Björg VE þangað til við Kjartan fórum til Noregs haustið 1963.Feb09$30456f35d2324c43d42923f18a6bd45303_AEC163[1]

Skanni_20150404 (11)


Nr 20. Árin 2005

Við hættum á frýstingunni 2005 og förum aftur á ferskfisk veiðar allt er tekið af milli dekkinu flökkunar vélin , roðrífan hausarar og snyrtilínan og pökkunarlínan og plötufrystarnir 3 , og í staðin er komið fyrir aðgerðar búnaði sem smíðaður var í Þór, einnig var tekinn allur frystibúnaður sem var í vélarúmi í , tvær frysti prestur  Sabro og allur búnaður sem þeim fylgdi.

Þarna var Svenni hættur í útgerðinni og kom með okkur aftur sem vélstjóri.Þarna er hann búinn að eiga einn lítin auga stein í viðbót Heimir Freyr. Hann er fæddur 17 apríl 2004 , við erum á fiskitrolli þangað til 2008-9 þegar Sigurjón og fjölskylda ákveða að fara út í að láta smíða nýja Þórunni Sveinsdóttir í Danmörku í Skagen og þá kaupir Ísfélagið gömlu Þórunni og skýra hana Suðurey. Þeir fengu Karstensen skipasmíðastöðina í skagen til þess að smíða, þeir létu smíða skrokkinn í Póllandi við vorum með blogg síðu meðan á smíðinni stóð (os-ehf-illugagata44.blogg.is) .DSC00215

Gamlar myndir (Svenni lítill) 096


Nr 19.


Við vorum á frystingu þangað til 2005 eins og áður sagði, Guðmundur Guðlaugsson tók við af Sigurjóni 1993 því það var orðið nóg að gera í landi ,Óskar Matthíasson var orðinn heilsulausra og lést 1993. Mér líkað vel á frystingum við vorum 18 á og komu allir að vinnslunni við vélstjórnir vorum á 12 tíma vöktum en hásetarnir á 6 tíma vöktum og gekk bara vel hjá okkur. Bjössi Matt og Hrefna voru með okkur þegar við fórum í Smuguna það var um 7 sólahrings sigling þangað þetta hefur verið kringum 1998-99 það var allavega áður en þau fluttu til Kópavogs.Bjöss var með okkur nokkra túra og Hrefna líka við fórum eina þrjá túra í Smuguna við prófuðum flottroll og fengum nokkuð góðan afla í það það var allveg hrein þorskur sem við fengum í Smugunni þetta voru langir túrar 4-6 vikur minnir mig þarna vorum við allveg sambands lausir ekker Útvarp ekkert sjónvarp og bara hægt að hafa sambandí gegnum Norska strandstöðvar þannig að það var ekki mikið um fréttir en við höndum vídíó spólur og svo vorum við með bóka kassa frá bókasafninu,en þetta gekk nú allt saman ágætlega. Það voru með mér nokkrir vélstjórar Þórarinn (Tóti) Þór Kristjánsson í Klöpp og Halldór Jón Sævarsson voru með okkur á frystingunni, við vorum tvo túra um borð og einn í landi og sá sem var að fara í frý sá um skipið þangað til það var farið í næsta túr.

Bergdís skýrð og Ferðin til Korsíku 041

Svenni minn hætti sem 2 vélstjóri og fór yfir á Andvara VE 100 og var á honum þangað til hann sökk þegar þeir voru að toga á víkinni og festu og voru kol fastir það voru lúgur að aftan og togspilin voru undir þeim og það fór sjór niður í spilrímið og spilin slógu út og það var ekki við nokkuð ráðið og urðu þeir að yfirgefa bátinn, á þessum tíma voru sem betur ver komnir björgunarbúningar og komust kallarnir allir í þá og gátu fest sig saman og var öllum bjargað þannig að þetta fór vel.Jóhann Halldórsson átti Anndvara hann var smíðaður í Póllandi og var 26metra langur, spilrímin vori niðri aftast og voru lúgur fyrir togvírana upp ítoggalga og reyndist þetta mjög hættulegt eins og dæmin sanna.Jói Halldórs átti Andvaran VE 100 og fer hann út í að kaupa stærri bát eftir þetta óhapp hann kaupir rækju togara frá Grænlandi(minnir mig) Pétur bróðir var með hann og fór hann yfir á þennan og Svenni fór með honum þeir voru á rækju fyrir norðan og einnig voru þeir á flæmskahattinum og gekk þeim nokkuð vel til þess að byrja með en svo féll verði á rækjuni og kóda verði á henni féll í verði og það endaði með því að Jói seldi og hætti í útgerð.Uppúr þessi fer Svenni og Sævar bróðir og Baldur að skoða hvort þeir geti ekki fengið keyptan bát og þeir fara saman í útgerð og kaupa bát vestan af Ísafirði og hann er skýrður Haförn VE 21 .

MYND AF HAFERNINUM VE 21GULUR 

IMG_1552I

Feb16^65


Jóla kveðja

Gleðileg jól kæru blogg vinir og ég vona að þið hafið það gott og njótið lífsins og verum góð við hvort annað.imageimageimageApr20^05


Nr 18 árin 1990 og 1991

Núna ákveða þeir 'Oskar og Sigurjón að fara út í nýsmíði það hafði gengið mjög vel hjá okkur á gömlu Þórunni Sveinsdóttir eins og sést hérna á liðnum árum búnir að vera aflahæðstir ár eftir ár og núna langaði þeim að breyta til og láta smíða alvöru trollara, þeir semja við Slyppstöðinna  á Akureyri, þeir höfðu keypt þrotabú frá Svíþjóð þar sem var verið að smíða nýjan Frár fyrir 'Oskar á Háeyri það var búið að smíða undirstöður tanka og brúna og eitthvað fleirra þeir gengu til samstarfs við slippinn og létu breyta teikningum hækka upp brúna og lengja hann um 11 metra, ég fór norður til þess að fylgjast með niðursetningum á vélum og búnaði 1990 og var það mjög gefandi og lærdómsrýkt. Það var nóg að gera í nýsmíðum á þessum árum það voru nokkur raðsmíðaverkefni og fl. Þegar við komun norður þá var Bylgjan VE full smíðuð við kæjan en óseld og Matti 'Oskars kaupir hann. Við komum heim með Þórunni Sveinsdóttir um mitt ár 1991 minnir mig og við byrjum fljótlega á fiskitrolli. Við vorum nokkurn tíma á ferskfiskveiðum og gekk þokkalega fórum eina siglingu til Þýskalands um haustið meðal annas, núna voru margir að skipta yfir á frystingu og var núna ákveðið að fara norður  á Akureyri og setja í hann frystigræjur og útbúa vinnsludekk með hausurum og flökunarvélum og vinnslulínu og einning var settur veltitankur aftan við brúnna , því báturinn var svo stífur tók mjög snöggar veltur , en hann lagaðist mjög mikið bæði við það að fá vélarnar á millidekkið og við veltitankan, við byrjum á frystingunni 1992 og vorum á henni þangað til 2005.

Feb16^02Feb16^04Feb16^14Feb16^12Feb16^16Feb16^08Feb16^10Feb16^03Feb16^20Feb16^22Feb16^23Feb16^37Feb16^36Feb16^48Feb16^55Feb16^51Feb16^54Feb16^58Feb16^65Feb16^67


nr. 17. 1988 og 1989.

Suðurey er aflahæðst 1988 með um 1200 tonn.Skanni_20150425 (15)

 Skanni_20150426 (20)

Skanni_20150426 (25)

 

 

 

 

 

 Skanni_20151104Skanni_20151104 (5)

 Feb29284Feb29288Feb29297

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Feb29280

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Feb29317

 

 

 

 

Vertíðin 1989 erum við hæðstir yfir landið og þar með 'Islandsmet með um 19017 tonn og vorum einning svo langsamir að bjarga áföfninni af Nönnu þegar hún sökk þar sem  hún var á togveiðum á víkinni og festi í botni og dróst niður.Leó bróðir Sigurjóns átti Nönnu og var skipstjóri á henni. Hún var nýkomin ú breytingum í Póllandi þar sem henni var lokað að aftan og það voru lúgur þar sem trollin voru dregin í gegnum , þegar hún fór niður var trollið fast í botni og var í lúguni þannig að ekki var hægt að loka og því fór sem fór.Firsta Desember 1989 kemur Erna Sif Sveinsdóttir í heiminn sólar geysli nr 2 hjá Svenna

Feb29308Skanni_20150427 (20)

Skanni_20150425 (16)

Feb29307 Skanni_20150427 (9)Skanni_20150427 (19)

Skanni_20150427Skanni_20150427 (13)Skanni_20150427 (15)Skanni_20150427 (18)


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Nr. 16 árin 1986 og 1987

'Arið 1986 vorum við næst hæðstir með um 1.100 tonn en og aftur slógu þeir okkur við á Suðurey með um eða yfir 1.400 tonn.Þarna erum við búnir á lengja Þórunni Sveins um 4 metra og setja nýja brú og hækka hana þetta var gert í slippnum í eyjumFeb16^68Feb16^69 Skanni_20150422 (18)

Skanni_20150419 (6)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skanni_20150422 (19)

Myndir frá 1986.

Mar11_70

Mar11_28Mar11_87

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vetrarvertíðin 1987. Þessa vertíð erum við hæðstir með 1.480 tonn. Það munaði litlu að ylla færi hjá okkur einu sinni á þessari vertíð, við voruð á leiðini austur í bugt í austan skælingi það var stapp á móti þegar við erum komnir langleiðina þá gís upp reykur undir brúnni (í brúarkjallara) það var geymsla þar sem ímislegt var geymt varahlutir , klósett pappír og ímislegt frá kokkinum  það varð mikill reykur í brúnni við slóum af og það var farið að athuga hvað hafi skéð, við klæddum Kidda babú (Ragnars) í reykköfuna græjurnar og hann fór inn í brúarkjallaran og hafði að slökkva í eldinum. Og kom þá í ljós að það hafði kvikknað í út frá neyðarblisi sem var uppí hillu og sem hafði dottið niður úr henni og rúllað til og frá á gólfinnu þar til að hún sprakk út og allt fylltist af reyk , en þetta fór betur en á horfðist og við héldum á fram austur til þess að draga netin.

 Skanni_20150420 (16)Skanni_20150420 (15)

 Skanni_20150425 (14)Skanni_20150425 (13)Skanni_20150425 (12)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

myndir frá 1987Mar11_49Mar11_25Mar11_44Mar02330Mar02380Mar02337Mar02374

Mar11_84


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Nr. 15. 'Arin 1984 og 1985

Fyrsta barnabarnið fæðist þegar Svenni og Særún 'Agústsdóttir einuðust strák 26-6-1984 . Og var hann skýrður Matthías Sveinsson eftir afa sýnum.

Sep18036

Sep19064

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sep18040

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Hellisey sekkur og það farast 4 ungir menn en 1 bjargast og syndir hann 6 kílómetra í land við mjög erfiðar aðstæður sem var allveg einstagt afrek. Hjörtur Jónsson pabbi hans Jón Bjarna hennar Þórunnar Sveinsdóttur systir var skipstjóri hann var mikill öðlings drengur blessuð sé minning þeirra allra.Skanni_20150414 (17)

 

 

 

 

 

Vertíðina 1984 var Sigurður Georgsson á Suðurey VE 500 hæðstur.1.219,8 tonn og við á Þórunni Sveins með 1.027,6 tonnSkanni_20150414 (8)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vertíðina 1985 var Sigurður Georgsson aftur hæðstur með 1.156,7 tonn og við á Þórunni Svein með  925,4 tonn. Mar14131Mar14193Mar14214               

Skanni_20150416 (16) Skanni_20150416 (14)Skanni_20150416 (15)

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

nr. 14 árin 1982 og 1983

Sigurjón 'Oskarsson aflahæðstur eitt árið en.

Skanni_20150410 (10)

Mar14117

 

 Mar14121Mar14123

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mar14105

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svenni og Viðar og Gylfi eru birjaðir að róa með okkur, við eru á síldveiðum fyrir austan um haustið á nótinni aðalega inná fjörðum og  þar fyrir utan, og síðan var landað heima í eyjum síldin var ísuð í kör í lestina og svo vorum við með kör á millidekkinu. Eitt skiptið þegar við  erum að landa í eyjum þá lendir Svenni í bilslysi á sérvolet nóvu Ameriskum kagga sem hann átti og þá slasaðist hann á hné og var allur krambúleraður og var hann á spítala í nokkurn tíma, og kom þá í ljós að hann hafði skadast á hjarta við áresturinn og fékk hann sár á hjartavöðvan eins og hann hefði fengið hjartaáfall, hann var sendur til Reykjavíkur og þar tók Kristján hjartalæknir við honum og þá kom í ljós að það var stækkun á hjarta og var hann settur á hjartalyf til þess að halda því  í skefjum og varð hann alltaf að vera á þessum lyfjum.Sep06003

Mar14122

 

Feb09^77

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hérna er viðtal við Einar Svein skipstjóra á Lóðsinum sem var einnig í flutningum milli lands og eyja hér áður fyrr, hvað erum við að kvarta í dag.

Það kviknar í Jóhönnu Magnúsdóttir austur í bugt og hún verður alelda og mannskapurinn verður að fara í gúmmíbátana og við björgum þeim um borð í Þórunni Sveinsdóttir og gekk það vel við lónuðum yfir henni þar til hún sökk.

Skanni_20150411 (4)Skanni_20150412 (6)Vertíðina 1983 er Hörður hæðstur með 1.102,8 tonn.

 Skanni_20150416 (2)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skanni_20150416 (3)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fórum í Veiði í Grenilæk með Jóa og Lillu.Það var gaman í þessum veiðiferðum með Lillu og Jóa , við fórum held ég tvisvar með þeim og þá í sepember október það var mikið mirkur þarna niðri í landbrotinu hvergi ljós tíra það var handdæla niður við læk sem maður dældi vatni í tanka sem var uppá hól fyrir ofan bústaðinn þannig að það var rennandi vatn í bústaðnum, það  er mjög fallegt þarna við grenilækinn og sérstakt landslag.

Mar05550

Mar05519Mar05509Mar05518Mar05522Mar05540


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

nr. 13, 1980 og 81.

Þessa vertíð 1980 erum við hæðstir á Þórunni Sveins með 1.196,5 tonn. Og vertíðinna 1981 erum við hæðstir með 1539,5 tonn.

Þarna er búið að byggja yfir dekkið og var það gert í Njarvík í slippnum þar.

Katrín VE 47 sem Gisli Sigmarsson frændi okkar átti strandar austur í meðalandsbugt 1981 um veturinn. Við á Þórunni Sveinsdóttir vorum líka austur í bugt þegar þetta skéði þetta skéði um nótt þegar við vorum á baugjuvakt (Lágum úti drógum tvisvar) það var norðan vindur þannig að vindur stóð af landi, Katrín stóð allveg rétt í fjörunni við fórum eins nálægt henni og við þorðum og þeir blésu upp annan gúmmíbátinn og prófuðu að láta hann reka út í gegnum brimgarðinn með spotta í honum og þetta tókst, mig minnir að þeir hafi verið búnir að prófa að láta belgi fara í gegnum brimgarðinn en það gekk ekki.Við náðum gúmmíbátnum og tauginni sem var fyrst tóg og síðan kom togvírinn frá henni núna settum við fast hjá okkur og birjuðum að toga í hana núna settum við allt á fullan togkraft allt í hvínandi botn þannig að það dróg niður í vélinni hjá okkur en eftir nokkurn tíma fór hún að mjakast út og losnaði úr fjörunni og við drógum hana út úr brimgarðinnum , þegar hún var kominn út á frýjan sjó þá tókum við hana í tog og drógum hana til  eyja og allt gekk þetta vel, það var norðan hvassviðri meðan á þessu stóð, Varðskip var komið á staðinn en þeir aðhöfust ekkert , en allt fór þetta vel að lokum.Skanni_20150409 (15)Skanni_20150409 (16)Þetta hefur verið mikill slysavetur. 

 

Skanni_20150407 (35)Skanni_20150407 (40)Skanni_20150407 (38)Feb08^89Feb08^87Feb08^96Feb08^97Apr20^10Apr20^05Apr20^11

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við fórum í siglingu til Fleetwood með fisk og fórum í skveringu um leið fórum í slipp og báturinn málaður, við fórum á meðan til Blacpool og vorum þar í hostel gistingu Ingibergur 'Oskars og Viðar Gylfi og Svenni fengu  að fara með okkur og Boðvar Sverrisson og Ægir Kokkur fóru með konurnar með OG Sigurlaug líka þetta var skemmtileg ferð gott veður og allt gekk eins og í sögu.

 

 

Feb09^25Feb09^26Feb09^28Feb09^39Feb09^31Feb09^44Feb09^30Feb09^40Feb09^27Feb09^34

Feb09^33

Feb09^45


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Nr. 12. 1979 og 1980

Skanni_20150405 (18)Mar07633Mar07634Vertíðinna 1979 erum við hæðstir með 976,3 tonn.

'A Barnaári 1979. Svenni , Viðar og Bjössi SnæSkanni_20150406Skanni_20150406 (3)Skanni_20150406 (2)Skanni_20150406 (4)

 

 

 

 

Mar07635Mar07636Mar07623Skanni_20150405 (10)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

nr 11. 1977- 1978

Vertíðinn 1977 var frekar léleg þá erum við hæðstir á Þórunni Sveinsdóttir VE með 691 tonn þrátt fyrir góða tíð var fiskiríið lélegt og þarna voru menn farnir að tala um að sóknin væri of mikill og það yrði að fara að friða.

Vertíðina 1978 erum við hæðstir á Þórunni Sveins með 789,4 tonn.

Það kom fyrir óhapp hjá okkur þessa vertíð, þannig var að við vorum að fara á sjó eina nóttina á netunum menn voru að tínast um borð einn af öðrum, þetta var sennilega á aðfaranótt sunnudags og það hafði verið ball á laugardagskvöldið ég var kominn niður í vél til þess að setja í gang , en Sævar bróðir sem var stýrimaður þessa vertíð var kominn upp í brú hann heyrir skvap eins og eitthver detti í sjóinn og hann stekkur út til þess að athuga þetta, við lágum inn í pitti alveg í norðvestur horninu og hornið var fullt að grút og drullu, Sævar sér að það hefur eitthver dottið í höfnina og er að svamla þarna í drulluni núna drífur mannskapinn að og  það er farið að reyna að nág manninum upp, en það var ekki hlaupið að því því hann var eitt grútar stykki mjög sleypur allur og hvergi hægt að nág taki á honum, Palli á Skála fór niður stigan á bryggjuni með spotta og hafði að koma honum á hann þannig að við gátum dregið hann upp, við fórum með hann framundir og þar var hann klæddur úr öllu og hann fór í sturtu framí, það var kallaður til læknir sem kom og skoðaði hann og taldi hann að allt væri í lagi  með hann, þannig að við fórum á sjó en mikið ósköp var maðurinn veikur eftir þetta volk hann ældi eitthver ósköp en honum varð ekki meint af þessu, og allt fór þetta vel að lokum.

Við fórum alltaf í siglingar annað hvort til Englands eða Þýskalands með fisk til að selja, fórum yfirleitt á haustin til Þýskalands (Bremenhafen eða Kugshafen) og á vorið eða á sumrin til England ( Hull eða Grimsby). Eitt skiptið þegar við fórum til Grimsby til löndunar þá vorum við  heppnir að ekki  fór illa; Það fóru allir í land að skemmta sér nema við Sigurjón við vorum um borð til þess að fylgjast með lönduninni og lensa úr lestini, þeir fóru á skemmtistað sem hét Vetrargarðurinn og er hann aðeins útúr eða á stað sem heitir Cliþorp og var baðströndin þeirra í Grimsby þeir eru þar fram eftir nóttu, Ægir kokkur ætlar á undan þeim um borð og tekur hann leigubíl með útlendingum þeir keyra með hann niður á bryggju en hann verður þess áskinja að þeir ætli að ræna hann en hann hleypur út úr bilnum þegar hann stoppar og stekkur niður bryggju sem var staurabryggja opið undir hana hann stekkur í sjóinn og losnar þannig frá þeim og felur sig undir bryggjuni, en núna versnar málið það eru ekki stigar til þess að koma sér upp aftur , þegar hann er  viss um að mennirnir séu farnir þá hefur hann að svamla að flutninga skipi sem var í dokkini og hefur eitthvernveginn að banka í skipsskrokkinn þannig að vaktmaðurinn  um borð gat komið honum til bjargar.Víkur nú söguni aftur um borð til okkar um morguninn eru við Sigurjón vaktir og við beðnir að koma uppá spítala því það sé maður frá okkur þar, þegar við komum þangar þá er Ægir þar og búið að þrífa hann því dokkirnar voru eitt drullu svað og hann hafði verið búinn að fá eitthvað af þessum óþvera ofan í sig. En þetta fór nú allt vel og þóttums við hafa heimt hann úr helju. Við Ægir byrjuðum á Leó VE ég 1966 og hann 1967 og við höfum verið saman alla tíð Ægir er mikill öðlings maður í alla staði, alltaf kátur og hress og aldrey neitt vesen.Og afbragðs kokkur og honum féll aldrey verk úr hendi.

Leó VE 400 strandar í Þykkvabæjar fjöru 1978.Við töldum að ekki hafi verið staðið rétt að verki þegar var verið að draga hann úr fjörunni, við vildum meina að Þeir á varðskipinu hefðu átt að taka togvírana frá Leó og hefðu átt að draga hann afturábak úr fjöruni, en þeir settu dráttatauginna í hann að framan og ætluðu að snúga honum en það villdi ekki betur til en þeir settu hann á hliðina og því fór sem fór.

Okkur Kristjönu fæðist sonur 2 júní á sjómannadags helginni og var það mikill lukka eftir 12 ára hlé Björn Matthíasson.Mar07660Mar07661

Skanni_20150404 (11)Skanni_20150404 (12)

 

Skanni_20150403 (18)Skanni_20150403 (19)

Feb08106Feb08114Feb08^90Feb08115Feb08116


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Nr. 10 'Arin 1975 og 76.

Haustið 1974 förum við með Þórunni Sveinsdóttir VE 401 til Hollands í lengingu og ganginum lokað s/b meginn og breytt í skutdrátt (gálgarnir báðir afturá) en við höfðum tekið trollið á síðuna áður, þessi breyting var gerð í Harlingen og vorum við í þessum breytingum örugglega í 2-3 mánuði við fórum út seinnipart sumars og komum heim um haustið 1974, Það voru með okkur út 2 hollendingar og svo var Þórunn 'Oskarsdóttir einning með okkur. við fórum með Austin Míni bíl aftur á hekki sem Þórunn átti . 'Oskar  og Þóra voru úti meðan á breytingunum stóð , þau leigðu íbúð á meðan, við Sigurjón fórum heim á meðan en fórum svo út að ná í hann þegar verkinu lauk.

Feb09^74Feb09^65Feb09^58Feb09^56Feb09^53Feb09^47Feb09^48Feb09^55Feb09^67


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

nr 9. 1973 og 1974.

Eldgosið á heimaey.

Við erum  birjaðir á trolli á Þórunni Sveinsdóttir VE 401 22 janúar gerir skíta brælu og við förum í land og löndum, um kvöldið snarlignir , við erum farinn að sofa Svenni löngu sofnaður en við Kristjana erum ný kominn uppí þá hringir síminn og er það Guðbjörg manna Kristjönu og segir okkur að það sé byrjað að gjósa austur í bæ hún biður mig að fara og vekja Eygló og Frissa því það svari ekki síminn hjá þeim ,við klæðum okkur og ég drif mig uppá Strembugötu til þess að vekja þau á leiðinni þangað geng ég framhjá húsinnu hjá honum Sigga Þórðar ('A hólagötunni) og er hann þar fyrir utan ég stoppa aðeins hjá honum og spjalla við hann hann segjir við mig að núna förum við upp á land en við verðum kominn aftur eftir 1 ár, ég vek Eygló og Frissa og hraða mér síðan heim þegar ég kem heim Eru Þórarinn Ingi og Guðný komin yfir til okkar með Lilju litla Guðný var ólétt af Drifu það er nú gefið út að allir skulu fara niður á bryggu því það eiga allir að fara upp á land , við förum gangandi niður  á bryggu og komum okkur um borð í Þórunni Sveins, ég fer og set í gang það steimir fólkið um borð og allar óléttu konurnar og gamla fólkið fór í kaujurnar það lág fólk um allt á bekkjum og á  gófinu allstaðar , ferðin uppeftir gekk vel það var talsverður sjógangur og mikill sjóveiki og þeir sem ekki voru sjóveikir hjálpuðu til það var nóg að gera hjá Ægir kokk og Jenný í að þjóna og hjálpa fólkinnu. Þegar við vorum komnir til Þorlákshafnar fóru allir í land en við fórum strax til baka aftur og byrjuðm á því að selflytja veiðafærin uppáland við fórum með þau til Grindavíkur og síðan var farið að flytja búslóðirnar okkar uppáland og var þessu komið fyrir hist og her um allt. Kristjana og Svenni fóru suður um nóttina með flóttafólkinnu, við fengum svo íbúð á leigu í Hafnarfirði með mömmu og pabba í Sléttahrauni 32 það var íbúð sem Helga Pálsdóttir átti (Palli bróðir Völu mömmu hans Jóns og Stebba Halldórs) þetta var íbúð uppá 3 hæð í blokk við vorum með eitt herbergi og mamma og pabbi og krakkarnir með hitt þetta var 3 herbergaíbúð. Við komum búslóðinni okkar fyrir  í geymslu. Svenni fór í skóla í hafnarfirði í fyrsta bekk Sigurjón og Sigurlaug voru í norðurbænum í Hafnarfirði þannig að Gylfi var í samabekk og Svenni. Þegar við vorum búnir að flytja veiðafærin og innbúin þá fórum við á veiðar aftur . Við lönduðum í Þorlákshöfn yfirleitt en lágum oftast nær innií Vestmanneyja höfn á nóttini á netavertíðinni, það var oft hrikalegt um að lítast í bænum grenjandi öskufall þannig að allir voru með hjálma á höfðini allt orðið kolsvart og ógeðslegt og liktaði öðruvísi, það voru flokkar af mönnum sem gengu í hús og settu stirkingar undir þök og nelgdu fyrir glugga og mokuðu af þökum, ég fór oft uppá Illugagötu og mokaði af þakinnu hjá okkur því það er ekki steipt plata á húsinu okkar . Þetta voru skríttnir tímar sem við viljum ekki upplifa aftur.  

14 febrúar 1974 björguðum við skipshöfnini á Bylgju RE sem sökk út af Alviðru fullri af loðnu þetta var gamall síðutogari sem hafði verið breytt í loðnuskip. Við vorum á troll á víkinni þegar við heyrðum neyðarkallið og hífðum og settum á fulla fer í áttinna að honum það var heldég komið mirkur og brælu kaldi skipshöfnin komst í gúmmíbáta allir nema 1 sem drukknaði , þeir voru í 2 gúmmíbátum sem við náðum að bjarga, mig minnir að þeir hafi verið 12 á honum , það var  haldið að sjór hafi komist í lestarnar í gegnum andanir. Það er mikið happ að nág að bjarga mönnum úr sjáfarháska.

Skanni_20150402               

 

Mar09685  Mar09682 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skanni_20150329 (2)Skanni_20150329 (5)

                                          

 

Mar09680

Mar09678


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband