Færsluflokkur: Bækur

nr. 13, 1980 og 81.

Þessa vertíð 1980 erum við hæðstir á Þórunni Sveins með 1.196,5 tonn. Og vertíðinna 1981 erum við hæðstir með 1539,5 tonn.

Þarna er búið að byggja yfir dekkið og var það gert í Njarvík í slippnum þar.

Katrín VE 47 sem Gisli Sigmarsson frændi okkar átti strandar austur í meðalandsbugt 1981 um veturinn. Við á Þórunni Sveinsdóttir vorum líka austur í bugt þegar þetta skéði þetta skéði um nótt þegar við vorum á baugjuvakt (Lágum úti drógum tvisvar) það var norðan vindur þannig að vindur stóð af landi, Katrín stóð allveg rétt í fjörunni við fórum eins nálægt henni og við þorðum og þeir blésu upp annan gúmmíbátinn og prófuðu að láta hann reka út í gegnum brimgarðinn með spotta í honum og þetta tókst, mig minnir að þeir hafi verið búnir að prófa að láta belgi fara í gegnum brimgarðinn en það gekk ekki.Við náðum gúmmíbátnum og tauginni sem var fyrst tóg og síðan kom togvírinn frá henni núna settum við fast hjá okkur og birjuðum að toga í hana núna settum við allt á fullan togkraft allt í hvínandi botn þannig að það dróg niður í vélinni hjá okkur en eftir nokkurn tíma fór hún að mjakast út og losnaði úr fjörunni og við drógum hana út úr brimgarðinnum , þegar hún var kominn út á frýjan sjó þá tókum við hana í tog og drógum hana til  eyja og allt gekk þetta vel, það var norðan hvassviðri meðan á þessu stóð, Varðskip var komið á staðinn en þeir aðhöfust ekkert , en allt fór þetta vel að lokum.Skanni_20150409 (15)Skanni_20150409 (16)Þetta hefur verið mikill slysavetur. 

 

Skanni_20150407 (35)Skanni_20150407 (40)Skanni_20150407 (38)Feb08^89Feb08^87Feb08^96Feb08^97Apr20^10Apr20^05Apr20^11

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við fórum í siglingu til Fleetwood með fisk og fórum í skveringu um leið fórum í slipp og báturinn málaður, við fórum á meðan til Blacpool og vorum þar í hostel gistingu Ingibergur 'Oskars og Viðar Gylfi og Svenni fengu  að fara með okkur og Boðvar Sverrisson og Ægir Kokkur fóru með konurnar með OG Sigurlaug líka þetta var skemmtileg ferð gott veður og allt gekk eins og í sögu.

 

 

Feb09^25Feb09^26Feb09^28Feb09^39Feb09^31Feb09^44Feb09^30Feb09^40Feb09^27Feb09^34

Feb09^33

Feb09^45


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Nr. 12. 1979 og 1980

Skanni_20150405 (18)Mar07633Mar07634Vertíðinna 1979 erum við hæðstir með 976,3 tonn.

'A Barnaári 1979. Svenni , Viðar og Bjössi SnæSkanni_20150406Skanni_20150406 (3)Skanni_20150406 (2)Skanni_20150406 (4)

 

 

 

 

Mar07635Mar07636Mar07623Skanni_20150405 (10)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

nr 11. 1977- 1978

Vertíðinn 1977 var frekar léleg þá erum við hæðstir á Þórunni Sveinsdóttir VE með 691 tonn þrátt fyrir góða tíð var fiskiríið lélegt og þarna voru menn farnir að tala um að sóknin væri of mikill og það yrði að fara að friða.

Vertíðina 1978 erum við hæðstir á Þórunni Sveins með 789,4 tonn.

Það kom fyrir óhapp hjá okkur þessa vertíð, þannig var að við vorum að fara á sjó eina nóttina á netunum menn voru að tínast um borð einn af öðrum, þetta var sennilega á aðfaranótt sunnudags og það hafði verið ball á laugardagskvöldið ég var kominn niður í vél til þess að setja í gang , en Sævar bróðir sem var stýrimaður þessa vertíð var kominn upp í brú hann heyrir skvap eins og eitthver detti í sjóinn og hann stekkur út til þess að athuga þetta, við lágum inn í pitti alveg í norðvestur horninu og hornið var fullt að grút og drullu, Sævar sér að það hefur eitthver dottið í höfnina og er að svamla þarna í drulluni núna drífur mannskapinn að og  það er farið að reyna að nág manninum upp, en það var ekki hlaupið að því því hann var eitt grútar stykki mjög sleypur allur og hvergi hægt að nág taki á honum, Palli á Skála fór niður stigan á bryggjuni með spotta og hafði að koma honum á hann þannig að við gátum dregið hann upp, við fórum með hann framundir og þar var hann klæddur úr öllu og hann fór í sturtu framí, það var kallaður til læknir sem kom og skoðaði hann og taldi hann að allt væri í lagi  með hann, þannig að við fórum á sjó en mikið ósköp var maðurinn veikur eftir þetta volk hann ældi eitthver ósköp en honum varð ekki meint af þessu, og allt fór þetta vel að lokum.

Við fórum alltaf í siglingar annað hvort til Englands eða Þýskalands með fisk til að selja, fórum yfirleitt á haustin til Þýskalands (Bremenhafen eða Kugshafen) og á vorið eða á sumrin til England ( Hull eða Grimsby). Eitt skiptið þegar við fórum til Grimsby til löndunar þá vorum við  heppnir að ekki  fór illa; Það fóru allir í land að skemmta sér nema við Sigurjón við vorum um borð til þess að fylgjast með lönduninni og lensa úr lestini, þeir fóru á skemmtistað sem hét Vetrargarðurinn og er hann aðeins útúr eða á stað sem heitir Cliþorp og var baðströndin þeirra í Grimsby þeir eru þar fram eftir nóttu, Ægir kokkur ætlar á undan þeim um borð og tekur hann leigubíl með útlendingum þeir keyra með hann niður á bryggju en hann verður þess áskinja að þeir ætli að ræna hann en hann hleypur út úr bilnum þegar hann stoppar og stekkur niður bryggju sem var staurabryggja opið undir hana hann stekkur í sjóinn og losnar þannig frá þeim og felur sig undir bryggjuni, en núna versnar málið það eru ekki stigar til þess að koma sér upp aftur , þegar hann er  viss um að mennirnir séu farnir þá hefur hann að svamla að flutninga skipi sem var í dokkini og hefur eitthvernveginn að banka í skipsskrokkinn þannig að vaktmaðurinn  um borð gat komið honum til bjargar.Víkur nú söguni aftur um borð til okkar um morguninn eru við Sigurjón vaktir og við beðnir að koma uppá spítala því það sé maður frá okkur þar, þegar við komum þangar þá er Ægir þar og búið að þrífa hann því dokkirnar voru eitt drullu svað og hann hafði verið búinn að fá eitthvað af þessum óþvera ofan í sig. En þetta fór nú allt vel og þóttums við hafa heimt hann úr helju. Við Ægir byrjuðum á Leó VE ég 1966 og hann 1967 og við höfum verið saman alla tíð Ægir er mikill öðlings maður í alla staði, alltaf kátur og hress og aldrey neitt vesen.Og afbragðs kokkur og honum féll aldrey verk úr hendi.

Leó VE 400 strandar í Þykkvabæjar fjöru 1978.Við töldum að ekki hafi verið staðið rétt að verki þegar var verið að draga hann úr fjörunni, við vildum meina að Þeir á varðskipinu hefðu átt að taka togvírana frá Leó og hefðu átt að draga hann afturábak úr fjöruni, en þeir settu dráttatauginna í hann að framan og ætluðu að snúga honum en það villdi ekki betur til en þeir settu hann á hliðina og því fór sem fór.

Okkur Kristjönu fæðist sonur 2 júní á sjómannadags helginni og var það mikill lukka eftir 12 ára hlé Björn Matthíasson.Mar07660Mar07661

Skanni_20150404 (11)Skanni_20150404 (12)

 

Skanni_20150403 (18)Skanni_20150403 (19)

Feb08106Feb08114Feb08^90Feb08115Feb08116


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Nr. 10 'Arin 1975 og 76.

Haustið 1974 förum við með Þórunni Sveinsdóttir VE 401 til Hollands í lengingu og ganginum lokað s/b meginn og breytt í skutdrátt (gálgarnir báðir afturá) en við höfðum tekið trollið á síðuna áður, þessi breyting var gerð í Harlingen og vorum við í þessum breytingum örugglega í 2-3 mánuði við fórum út seinnipart sumars og komum heim um haustið 1974, Það voru með okkur út 2 hollendingar og svo var Þórunn 'Oskarsdóttir einning með okkur. við fórum með Austin Míni bíl aftur á hekki sem Þórunn átti . 'Oskar  og Þóra voru úti meðan á breytingunum stóð , þau leigðu íbúð á meðan, við Sigurjón fórum heim á meðan en fórum svo út að ná í hann þegar verkinu lauk.

Feb09^74Feb09^65Feb09^58Feb09^56Feb09^53Feb09^47Feb09^48Feb09^55Feb09^67


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

nr 9. 1973 og 1974.

Eldgosið á heimaey.

Við erum  birjaðir á trolli á Þórunni Sveinsdóttir VE 401 22 janúar gerir skíta brælu og við förum í land og löndum, um kvöldið snarlignir , við erum farinn að sofa Svenni löngu sofnaður en við Kristjana erum ný kominn uppí þá hringir síminn og er það Guðbjörg manna Kristjönu og segir okkur að það sé byrjað að gjósa austur í bæ hún biður mig að fara og vekja Eygló og Frissa því það svari ekki síminn hjá þeim ,við klæðum okkur og ég drif mig uppá Strembugötu til þess að vekja þau á leiðinni þangað geng ég framhjá húsinnu hjá honum Sigga Þórðar ('A hólagötunni) og er hann þar fyrir utan ég stoppa aðeins hjá honum og spjalla við hann hann segjir við mig að núna förum við upp á land en við verðum kominn aftur eftir 1 ár, ég vek Eygló og Frissa og hraða mér síðan heim þegar ég kem heim Eru Þórarinn Ingi og Guðný komin yfir til okkar með Lilju litla Guðný var ólétt af Drifu það er nú gefið út að allir skulu fara niður á bryggu því það eiga allir að fara upp á land , við förum gangandi niður  á bryggu og komum okkur um borð í Þórunni Sveins, ég fer og set í gang það steimir fólkið um borð og allar óléttu konurnar og gamla fólkið fór í kaujurnar það lág fólk um allt á bekkjum og á  gófinu allstaðar , ferðin uppeftir gekk vel það var talsverður sjógangur og mikill sjóveiki og þeir sem ekki voru sjóveikir hjálpuðu til það var nóg að gera hjá Ægir kokk og Jenný í að þjóna og hjálpa fólkinnu. Þegar við vorum komnir til Þorlákshafnar fóru allir í land en við fórum strax til baka aftur og byrjuðm á því að selflytja veiðafærin uppáland við fórum með þau til Grindavíkur og síðan var farið að flytja búslóðirnar okkar uppáland og var þessu komið fyrir hist og her um allt. Kristjana og Svenni fóru suður um nóttina með flóttafólkinnu, við fengum svo íbúð á leigu í Hafnarfirði með mömmu og pabba í Sléttahrauni 32 það var íbúð sem Helga Pálsdóttir átti (Palli bróðir Völu mömmu hans Jóns og Stebba Halldórs) þetta var íbúð uppá 3 hæð í blokk við vorum með eitt herbergi og mamma og pabbi og krakkarnir með hitt þetta var 3 herbergaíbúð. Við komum búslóðinni okkar fyrir  í geymslu. Svenni fór í skóla í hafnarfirði í fyrsta bekk Sigurjón og Sigurlaug voru í norðurbænum í Hafnarfirði þannig að Gylfi var í samabekk og Svenni. Þegar við vorum búnir að flytja veiðafærin og innbúin þá fórum við á veiðar aftur . Við lönduðum í Þorlákshöfn yfirleitt en lágum oftast nær innií Vestmanneyja höfn á nóttini á netavertíðinni, það var oft hrikalegt um að lítast í bænum grenjandi öskufall þannig að allir voru með hjálma á höfðini allt orðið kolsvart og ógeðslegt og liktaði öðruvísi, það voru flokkar af mönnum sem gengu í hús og settu stirkingar undir þök og nelgdu fyrir glugga og mokuðu af þökum, ég fór oft uppá Illugagötu og mokaði af þakinnu hjá okkur því það er ekki steipt plata á húsinu okkar . Þetta voru skríttnir tímar sem við viljum ekki upplifa aftur.  

14 febrúar 1974 björguðum við skipshöfnini á Bylgju RE sem sökk út af Alviðru fullri af loðnu þetta var gamall síðutogari sem hafði verið breytt í loðnuskip. Við vorum á troll á víkinni þegar við heyrðum neyðarkallið og hífðum og settum á fulla fer í áttinna að honum það var heldég komið mirkur og brælu kaldi skipshöfnin komst í gúmmíbáta allir nema 1 sem drukknaði , þeir voru í 2 gúmmíbátum sem við náðum að bjarga, mig minnir að þeir hafi verið 12 á honum , það var  haldið að sjór hafi komist í lestarnar í gegnum andanir. Það er mikið happ að nág að bjarga mönnum úr sjáfarháska.

Skanni_20150402               

 

Mar09685  Mar09682 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skanni_20150329 (2)Skanni_20150329 (5)

                                          

 

Mar09680

Mar09678


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Nr 8. Vertíðarnar 1971 og 1972.

Þeir 'Oskar Matthíasson og fjölskilda ákveða að láta smíða nýtt skip í stávík í Garðarbæ, ég fór og var að vinna þar í 3-4 mánuði  á lokametrunum í smíðinni og var það mjög gaman og fróðlegt, ég fékk að vera í  einbílishúsi sem Elli P og Elísabet áttu í Garðarbænum , þetta hefur verið árið 1970 um sumarið og haustið því við komum heim með Þórunni Sveinsdóttir VE 401 fyrir vertíðinna 1971.

Kristján 'Okarsson tók við Leó VE 400 á vertíðinni 1971 og var með hann á netum, þeir lentu ó óhappi, þannig var að þeir voru með netin vestan við eyjar það gerði skíta veður þeir fengu á sig brot báturinn lagðist á hliðinna og sjór komst niður í vélarúm í gegnum loftöndun sem var beint yfir rafmagnstöfluni þannig að þeir verða rafmagnslausir og við það að hallast svona mikið mistu þeir aðeins niður smurtrukkið , en þeir höfðu að keyra bátinn upp aftur og rétta hann við og þá kom smurtrukkið upp aftur.. Jón Halldórsson var vélstjóri þeir komust síðan sjálfir í land minnir mig, við vorum líka fyrir vestan eyjar á Þórunni Sveinsdóttir VE og þegar 'Oskar fréttir af þessum vandræðum hjá Kristjáni á Leó þá hættum við að draga og keyrum í áttina til þeirra , þarna var komið vitlaust veður og allt á floti á dekkinu hjá okkur, því að lensportin hjá okkur voru ekki nógu stór eða kanski voru þau lokuð þannig að sjór sem kom inn komst ekki út  aftur , þannig að við vorum sjálfir í hálfgerðum vandræðum og komumst því alldrey til þeirra. En allt fór þetta vel að lokum.Skanni_20150402 (23)

Jan30^95


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Minningarbrot nr 7 árin 1969 og 1970

Vetrarvertíð 1969 tekið upp úr sjómannadagsdlaði Vestmannaeyja.'Arið 1969 erum við á Leó VE 400 með mesta aflavermætið yfir árið, það sumar var Sigurjón skipstjóri um sumarið og aflaði 800 tonn en 'Oskar var með hann um veturinn og aflaði 1296 tonn og var næsthæðstur. Veturinn 1970 vorum við svo fiskikóngar með 1262 tonn. Umfjöllun um þessar vertíðar má lesa á skránum sem er hér á síðunni.Þær eru teknar upp úr sjómannadagsblöðunum 1969-70.

Skanni_20150323 (9)Skanni_20150306 (2)


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Minningarbrot nr6 'Arin 1965-66-67-68

 

 

Björn K og Guðbjörg og börn0001 Matti og Kristjana

 

 

 

 

 

 

 

 Bakkastígur 23 þar sem við bjuggum fyrstu 2 ári . Við Kristjana á austurvelli greinilega í verslunar ferð

 

 Apr07154

 

 

 

 

 

 

 Þessi er tekinn í stofuni á brimhólabraut 14.

Við Kristjana birjum að vera saman um haustið 1964-5 ég er með Gisla á 'Isleifi VE árið 1965 á þorskanót og netum held ég á vertíðinni og svo vorum við á humar um sumarið og lönduðum í Hraðfrististöðinna hjá Einari ríka , Lalli pabbi hans Gumma Lalla var stýrimaður og Alli(pabbi Sigurlaugar hans Sigurjóns) bróðir hans var verkstjóri í hraðinnu og man ég eftir því að það var oft rifist um matið á humrinum .'A þessum tíma var komið með humarinn slitinn í land og var hann geymdur í tunnum í lestinni og var ís og salt sett í tunnurnar og þær síðan fylltar af sjó þannig að hann var í íspækill og geymdist hann vel þannig , um haustið bíðst mér pláss á Andvar VE 100 með Herði og Jóa Halldórs og var ég 2 vélstjóri hjá þeim vertíðinna 1966 við vorum á netum og fiskuðum ágætlega fengum 622 tonn og vorum 3 hæðsti bátur, 'Oskar Matt á Leó VE 400 var hæðstur með 725 tonn þessa vertíð, þetta var mikil brælu vertíð Jói og Hörður áttu þennan bát með 'Ola og Símoni en 'Oli og Símon voru með fiskverkun á þessum árum þar sem þeir söltuðu.Jói var 1 vélstjóri og Hörður skipstjóri ,það var gott að vera með þeim. Við Jói vorum alltaf vinir fórum mikið saman í sund og einnig í veiði í Grenilæk og fórum einnig saman til Spánar, Kristjana og Lilla voru (og eru) saman í saumaklúbb með gömlu vinkonunum Emmu, Hrabbý, Ellý ,Oddu og svo er Abba hans Gisla Guðlaugs . Við kristjana eignumst frumburðinn okkar og augasteininn Svenna okkar 20 Mars 1966 ekki var ég viðstaddur fæðinguna það tíðkaðist ekki á þessum árum að tekið væri frí á miðri vertið þó að konan væri að eiga. Það er öðruvísi í dag sem betur fer hefur þetta breyst til batnaðar.

Vetrarvertíð 1965 tekið upp úr sjómannadagsblaðinu

 Skanni_20150318 (2)Skanni_20150318

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skanni_20150318 (3)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vertíðin 1966 tekið upp úr sjómannadagsblaðinu.

Skanni_20150318 (4)Skanni_20150318 (5)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skanni_20150318 (6)

 Skanni_20150318 (7)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skanni_20150318 (8)

 

  Þessa vertíð var ég á Andvara VE 

 með Herði Jóns og Jóa Halldórs

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gamlar myndir (Svenni lítill) 017

Hérna eru myndir af Svenna tekknar austur á 

Bakkastíg 23 sem farið er undir hraun

Gamlar myndir (Svenni lítill) 018

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Um vorið 1966 bauð 'Oskar Matt mér 1 vélstjóra pláss á Leó VE 400 og tók ég því ég hafði verið með þeim áður og hafði líkað vel, Sigurjón 'Oskars var þarna kominn í stýrimannaskólan. Við fórum á troll um sumarið og gerðum það gott.

Þetta er tekið úr Sjómannadagsdlaði Vestmanneyja 1967. Um vertíðinna

Skanni_20150310 (11)

 

 

 Skanni_20150310 (2)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skanni_20150310 (3)

 

Skanni_20150310 (4)

 Skanni_20150310 (5)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skanni_20150310 (7)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Skanni_20150310 (8)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skanni_20150310 (9)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skanni_20150310 (10)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

10662136_365731243574305_7382802765686541150_o

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi er tekinn á vertíðinni sennilega 1961, þarna er Sigurður Ögmundsson stýrimaður með þorskinn og við Jón Hinriksson við rúlluna.

 Það er mikið breitt  síðan á þessum árum það var aðalega  verið með fótreipi og við vorum aðalega austur við 'Ingólfshöfði eða á Víkinni, en mig minnir að fyrsta vorið á Leó VE vorum við að fá gott af löngu í Háadýpinnu . Við vorum stunduð að laumast innfyrir línu við 'Ingólfshöfðan inn í krika eins og sagt var þar var mjög falleg ísa og stundum nóg af henni og var það svoldið spennandi að laumast þarna í mirkrinu með öll ljós slökkt og bara með ljóstírur í aðgerðinni.Þetta var skemmtilegt en oft erfitt því aðstaðan var ekki góð menn stóðu upp í mitti í fiskbingnum og gerðu að og það varð að beigja sig eftir hverjum fiski í aðgerðinni en við vorum komnir með þvottakar sem fiskinum var hennt í og þaðan rann hann ofan í lest í stíur og þar var hann ísaður.

Við Kristjana birjum á búa á Bakkastíg 23 hjá foreldrum Kristjönu Bjössa og Guðbjörgu víð útbjuggum eldhús í norðurherbergi uppi og svo vorum við með herbergið sem Kristjana var í en það var í suðurvesturherberginu uppi, við vorum með fallegt útsýni út á víkinna úr eldhúsinu sem snéru út á kettsvíkina. Guðný var með herbergi í suðaustur horninu uppi og Bjössi og Guðbjörg voru með svefnherbergið upp í norðaustur herberi og Eygló var í norðvestur herberginu og svo var snirting í austur herbergi. Það var eldhús og stofur og þvottarhús og snirting á neðrihæðinni þetta var mjög myndarlegt hús og vel byggt .Eftir að við fluttum upp á Illugagötunni þá seldi Bjössi efrihæðinna Þòra bróðir Guðbjargar en sjàlf voru þau à neðri hæðinni þà voru systurnar allar farnar að heiman.

Gamlar myndir (Svenni lítill) 019

 

Við Kristjana kaupum grunn uppá Illugagötu 37 . Við kaupum grunninn af Gisla B Brinjólfssyni málara 6 febrúar 1966 á 120.00 kr (gamlar) hann var um 60 fermetrar tvo herbergi í kjallaranum og stór vatnsbrunnur og svo var búið að steipa plötuna húsið er 129 fermetrar að utanmáli, á þessum tímum voru veitt húsnæðislán uppá 280 þúsund í tvennu lægi 140 þúsund í  hvort skipti annað verðtryggt og hitt óverðtryggt þegar við sóttum um gátum við ekki fengið þetta lán af því að húsið var þetta stórt (fjölskildan var ekki nógu stór) svo að við fengum Atla Aðalsteins til þess að skrifa þeim bréf þar sem sagði að Kristjana væri ólétt og þá væri fjölskildan orðin nógu stór og við fengum lánið,  svona var þetta á þessum tíma aðhald á öllum sviðum, við fengum lánar 50 þúsund krónur í gegnum sparisjóðinn frá Pabba og Ingólfi frá Haferninum VE til tveggja ára til þess að kaupa grunninn

 

Nafnarnir fyrir utan Bakkastíg 23 gamli Gjábakki í baksýn.Og gamli V321 sem ég átti í gamladaga en þá var hann gulur.

.Gamlar myndir (Svenni lítill) 025

 

Við fengum Baldvin Skærings til þess að slá upp hæðinni og var ég honum til aðstoðar þegar tími gafst til , Baldinn var mjög duglegur við þetta einnig var Sævar bróðir mjög duglegur að hjálpa Baldvinni þannig að þetta gekk bara vel, við fengum 'Ola Grens til þess að smíða gluggana og Gústi Hregg smíðaði útihurðarnar . Baldvinn og Kiddi sonur hans smíðuðu eldhúsinréttingu og fataskápa, Ingi í Götu sá um píparvinnuna og Magnús múrari tengdasonur Einars Skiptó hann pússaði húsið að utan og innan allir milliveggir voru hlaðnir , á þessum árum var ekki komin vatnsveita þannig að vatni var safnað í brunninn og svo var vatnsdæla í kjallaranum sem sá um að dæla vatni í vaska og klósett , og ekki var komin hitaveita þannig að það var olíufír í kjallaranum sem sá um að hita upp húsið.

Um páskana 1967 gerði haugabrælu við vorum með netin á loftstaðahrauninu það er norðvestur úr eyjum netatrossurnar fara á flakk og í hnúta þannig að þetta varð ein allsherjar flækja ég held að þetta hafi verið á laugadeginnum og var netaborðið á honum Leó VE 400 fullt upp undir glugga í brúnni , netasteinarnir voru eins og eggvopn eftir að hafa dregist eftir botninum, við komum í land um kvoldið og netinn voru hífð upp á bryggju greitt úr flækjunum þar og vorum við að þessu langt fram á nótt, þannig að mann voru framlágir á páskadag.

Við vorum á trolli á summrin og lönduðum heima eða sigldum á Englan Grimsby eða Húll og gekk okkur bara vel, ekki tóku þessir bátar mikinn afla vorum að sigla með  þetta 26-30 tonn í túr Kristjana fór  með okkur eina siglingu til Grímsby sennilega sumarið 1967 og var Ingibergur 'Oskarsson með líka sem ungur  drengu minnir mig við stoppuðum í 2 - 3 daga og fórum held ég í túr til Skegnes sem var sumardvalarstaður og fórum þar í tívoli minnir mig.Ægir Sigurðarsson birjaði með okkur á Léó sennilega haustið 1967 og var alltaf kokkur með okkur. Jón Halldórsson kemur með mér 2 vélstjóri  á vertíðina 1968 

Vetrarvertíðinn 1968 tekið upp úr sjómannadagsblaði Vestmanneyja.

Skanni_20150316

Skanni_20150316 (2)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skanni_20150316 (3)

Skanni_20150316 (4)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skanni_20150316 (5)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við Kristjana giftum okkur um Páskana 1968 á Páskadag í miðri páska hrotu það var komið inn seint á laugardeginnum og þá átti eftir að landa og gera klárt leisa af netum sem voru tekinn úr (taka hringina af efriteininum og steinana af neðri teininum)og svo þurti að steina niður ný net fyrir þau sem voru tekin úr. þarna voru ekki komnir flotteinar eða blíateinar, við giftum okkur heima hjá Jóhanni Hlíðar hann var með lítið alltari  í stofuni hjá sér síðan var smá giftingar veisla á ganginnum uppi á Bakkastíg 23 sem Kristjana sá um með örugglega hjálp frá mömmu sinni og Guðnýu systir sinni og mömmu og komu systkyni okkar og foreldrar okkar til þess að samgleðjast okkur og svo komu vinnkonur Kristjönu Adda hárgreiðsu og Hebba Jóns minnir mig. Og var veisla fram eftir kvöldi og svo þegar við vorum að klára að ganga frá eftir veisluna hringdi síminn og það var 'Oskar að ræsa á sjóinn hann hélt að við hlitum að vera  búinn að taka út brúðkaups nóttina, svona var þetta í gamla daga enginn miskun, og síðan eru liðin mörg ár.

Með foreldrunum:Maja Svenni Guðbjörg Bjössi

 Gamlar myndir (Svenni lítill) 015 

 

 Herbert 'Armansson Adda pabbi mamma og                                     Halldór  

 Gamlar myndir (Svenni lítill) 009

 

 

 

 

 

 

Við flytjum upp á Illugagötu 37 í ágúst 1968 rétt fyrir þjóðhátíð og var þá nánast allt búið eldhúsinnrétting og komnir skápar í herbergin og allar hurðar.Það er að byggjast upp hverfið í kringum okkur Gústi og Stella fyrir  vestan okkur og Maggí og Jóhannas 'Oskars fyrir norðan okkur og Stjáni og Emma vestan við götuna og fleirri og fleirri þannig að það var nóg af krökkum í hverfinu þannig að það var líf og fjör, svo var líka stutt niður á brimhólabraut 14 til mömmu og pabba, Svenna þótti gaman að fara þangað að leika við 'Omar og Þórunni og svo var alltaf eitthvað gott að borða hjá Maju ömmu, stundum var mamma að reyna að fá hann til þess að fara  heim með því að segja hunum að það væri bara hundamatur hjá henni "og þá sagði hann, mér finst hundamatur góður". Það var alltaf líf og fjör á Brimhólabrautini.

Pabbi og Mamma með Maju P, Svenna og Öllu Péturs, Svenni á fyrstu jólum á Illó.

Gamlar myndir (Svenni lítill) 045Gamlar myndir (Svenni lítill) 046

 

 

 

 

 

 

 

Um haustið ferst Þráinn VE með allri áhöfn 9 mönnum í kolvitlausu veðri  allt heimamenn nema einn, þeir voru að koma að austan með síld og fórst hann á víkinni Gunni bróðir Kristjönu var 2 vélstjóri þar um borð þetta var mikið högg fyrir þetta samfélag í Vestmannaeyjum þarna fórust 9 menn margir frá konu og börnum , þetta var mikið áfall fyrir Bjössa og Guðbjörgu og 'Arnýju konu Gunna þau áttu 3 ung börn , á þessum árum ver enginn áfallahjálp og varð fólk bara að bera harm sinn í hljóði, fanst alldrey meitt af mönnunum en það er vitað hvar flakið af honum er á víkinni. Hann hefur farist mjög snögglega því það heyrðist alldrey neitt neyðarkall frá honum.

 

 

Skanni_20150317 (3)

                                          

Skanni_20150317 (2)

Skanni_20150317


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Matthías Gíslasson fyrri maður Þórunnar Sveinsdóttur

Jan30^96Þetta er lífshlaup Matthíaar Gislassona afa minns.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Börn slegin lægsbjóðanda.

ÓS Eyrabakka Þórður Jónsson Eyrarbakka

Börn slegin lægstbjóðanda

Eftirfarandi frásögn er rituð af Þórði Jónssyni á Eyrarbakka , og segir frá því er börn örbjarga fólks voru boðin upp og slegin lægstbjóðanda.Þessi frásögn er um niðja Þórunnar Sveinsdóttur ömmu minnar frá ‘Osi á Eyrarbakka. Heimildir úr Alþýðublaðinnu 1937.

Mikið hefur verið rætt og ritað síðustu árin um slysavarnir á sjó og þjóðin hefur sýnt ágætan skilning og áhuga á þessari þörfu starfsemi, sem best hefur komið í ljós í fjárlögum, sem þjóðin hefur látið af hendi til slysavarna á sjó, og má hiklaust telja slysavarnafélag ‘Islands einhverja þörfustu félagsstarfsemi seinni ára. Um það eru allir sammála.

Og nú er einnig hafin sams konar starfsemi um að kenna fólkinu að verjast slysum á landi. Má fyllilega vænta sama skilnings þjóðarinnar á þeirri tegund slysavarna.

En þegar talað er um slys og slysavarnir , er nauðsynlegt að gera sér ljóst, hver eru hin raunverulega og algengasta orsök slysanna – að minnsta kosti á landi, en áfengisnautn tel ég langalgengasta orsök slíkra slysa.

Um þessa slysahættu vilja menn sem minnst tala. Það er oft sagt svo undur sakleysislega og eins og það sé varla í frásögur færandi að t.d. þegar bílstjóri hvolfir bíl, að hann hafi verið " undir áhrifum víns" . Að vísu hafa nokkrir templarar bent réttilega á þessa slysahættu og aldrei þreyst á því, - en síðan sá félagsskapur varð til hér á landi , hefur ætíð mikill meiri hluti þjóðarinnar litið slíka menn og starfsemi þeirra fremur illu auga og talið þá öfgafulla og vitlausa og áfengið meinlaust grey ,sem ekki væri veruleg ástæða til að óttast , og slys af þess völdum því ekki nærri eins tilfinningaleg og úr væri gert. Það er litið á áfengishættuna sem sjálfsagt böl eða jafnvel ekki böl!En misvitur var Njáll, og því lét hann sig brenna inni. Það er fagurt og gott að láta fé og krafta til þess að forða meðbróður sínum frá hættu og slysum, hvort heldur er á sjó eða landi, og í þeirra fylkingu, sem það vilja gera , standa þeir vissulega , sem forða vilja þjóðinni frá áfengisnautninni.Þeir eru hins vegar allt of fáir, sem vilja leggja það á sig að vinna að þessum slysavörnum – útrýmingu áfengisnautnar – svo að þar stöndum við í sömu sporum og fyrir öldum síðan . Ef til vill verður það og hlutskipti þessarar þjóðar að standa í því efni enn næstu aldirnar í sömu sporum og vera drykkjuþjóð. – Hver getur sagt um það ? – En slíkt væri illa farið.

‘Eg skal ekki hafa þennan inngang lengri, því þá þekki ég illa mína ástkæru, íslensku þjóð, ef hún yfirleitt verður ekki fljótt leið á bindindispredikunum.

Það er hins vegar dálítil saga – gömul saga – sem ég ætla að láta fylgja þessum formála.

main38[1]

Saga þessi er að vísu ekki nema ein af fjölda sömu tegundar, og heldur ekki sorglegri en fjöldi slíkra sagna. En hún er – að mér finnst – í dálitlu samræmi við það, sem hér að ofan er sagt, og þess vegna set ég hana hér.Það eru menn,komnir á efri ár, sem hafa sagt mér hana.

Það var vetrarvertíðina 1870, að allt áfengi var þrotið í verslunum á Eyrarbakka nokkru fyrir páska. En menn kunnu ekki þá hina þjóðfrægu íþrótt að brugga áfengi og voru í því efni algjörlega háðir innflutningi á þeirri vöru, og sjaldan var það, þó þrot væru á nauðsynjavöru á Eyrarbakka, að ekki væri til hið alkunna brennivín hjá Lefolii.

Um 1870 bjó á Stóru-Háeyri Þorleifur hinn auðgi, sem þjóðkunnur varð af hinum mikla auð sínum. Hann seldi brennivín í stórum og smáum skömmtum, - vafalaust í fullri lagaheimild á þeim tíma, -með mörgu fleiru. – En svo hittist á umrædda vetrarvertíð, að allt brennivín var þrotið, einnig hjá Þorleifi, þegar að páskum leið.

Slíkum kaupsýslumanni, sem Þorleifur var, sæmdi lítt að hafa ekkert brennivín handa viðskiptamönnum sínum um sjálfa stórhátíðina. Kærkomnasta "lífgjafann" allra hátíða og tyllidaga áfengið – mátti til með að ná í, með illu eða góðu, meðan nokkur dropi væri til af því vestan Hellisheiðar.Það varð því að sækja það alla leið til Reykjavíkur.

En verulega góð ráð verður stundum að kaupa dýru verði, og þá voru engar bifreiðar eða önnur fljót og þægileg faratæki.

Magnús er maður nefndu og var ‘Ingvarsson. Hann var formaður á skipi,er átti Þorleifur á Háeyri, þessa umræddu vetrarvertíð.Magnús þessi byrjaði ungur formennsku á Eyrarbakka og var formaður fram á elliár. Var hann með fremstu formönnum þar, aflasæll, aðgætinn og vaskur maður.

Þorleifur fékk Magnús ‘Ingvarsson, besta formann sinn, til þess að fara til Reykjavíkur og sækja þangað brennivín á 20 potta kút , og skyldi einn hásetinn á skipinu vera formaður, á meðan Magnús var í brennivínsleiðangrinum. Sá hét Sveinn Arason (afi Þórunnar Sveinsdóttur ömmu minnar) frá Simbakoti, mesti fullhugi, en óvanur formennsku. Sá Sveinn var faðir Sveins á Sunnuhvoli (áður ‘Osi) á Eyrarbakka, er síðar verður nefndur.

Magnús ‘Ingvarsson lagði af stað til Reykjavíkur laust fyrir bænadagana með tóman tuttugu potta kút á bakinu – á máli þess tíma kallað hálfker – en á þeim tíma kunnu Eyrbekkingar engu síður en aðrir landsbúar á íþrótt að bera þungar og illa lagaðarbyrgðir á bakinu. Er ekki getið annars en að ferð Magnúsar hafi í alla staði gengið greiðlega.

En þegar hann kemur niður að Hrauni í Ölfusi á heimleið með brennivínskútinn seint á laugardagskvöldið fyrir páska, frétti hann þau tíðindi, að skip hans hafi farist þá um daginn með allri áhöfn.Þetta umrædda skip var lítið, eins og þau skip, sem gerð voru út frá Eyrarbakka á þessum tíma, aðeins sex manna far. –Venjuleg áhöfn á skipunum var 7 menn. Með þessu skipi fórust sex menn ; fleiri menn voru ekki innanborðs þennan róður.Eins og venjulega, þegar svona slys ber að höndum, er eitthver af þeim mönnum, sem farast, fjölskyldumenn. Svo var einnig í þetta skiptið. Sveinn Arason, sem var formaður skipsins í fjarveru Magnúsar, lét eftir sig ekkju, Margréti Jónsdóttur að nafni, og fimm börn ung. Og bjuggu þau hjón á Simbakoti á Eyrarbakka. – Hinir, sem fórust með skipi þessu, voru: ‘Olafur Björgólfsson, Sölkutóft, 46 ára, Jón ‘Arnasson frá Þórðarkoti í Flóa, 18 ára, OddurSnorrasson í Einkofa á Eyrarbakka 48 ára, Sigmundur Teitsson,Litlu-Háeyri, Eyrabakka, 31 árs, Jón Guðmundsson, Litlu-Háeyri, Eyrarbakka, 59 ára. Allir þessir menn hraustir og hinir mestu vaskleikamenn.

Börnum Sveins Arasonar í Simbakoti, sem var bláfátækur maður, var ráðstafað á sveitina eftir lát hans. Slíkir barnahópar hafa ætíð þótt lítill hvalreki fyrir viðkomandi sveitafélög.

250px-thorunn_julia_sveinsdottir[1]

Sveinn á Sunnuhvoli (Faðir Þórunnar Sveins), sem áður er nefndur, fæddur 9 október 1863, var því einn þessara barna, sem tekin voru úr mjúkum móðurhöndum og boðin upp að þeirra tíða sið og slegin lægstbjóðanda. Slík uppboð voru í andstöðu við öll önnur uppboð, þar sem hæstbjóðandi hlaut vöruna.

Og þar var Þorleifur á Háeyri, sem var uppboðshaldari á varningi sem aðalráðamaður Eyrarbakkahrepps. Þá var Eyrarbakki og Stokkseyri sami hreppurinn.

Sveinn lenti austur í Stokkseyrahreppi í frámunalega vondum stöðum. ‘I stuttu máli: Æska hans og uppeldi var með því aumasta, svo aum, að ég sleppi því að lýsa því hér , að minnsta kosti nú, því slíkt yrði of langt mál í þessari grein.

Vegna þess hversu Magnús ‘Ingvarsson lánaðist vel formennska alla sína löngu formannstíð á Eyrarbakka, hafa aldraðir menn hér á Eyrarbakka talið þessa ráðabreytni Þorleifs á Háeyri valda að slysi þessu , sem að framan er lýst. Og Sveinn á Sunnuhvoli (‘Osi) telur hiklaust brennivínskút Þorleifs á Háeyri valdan að æskuógæfu sinni. Sjálfur drakk Þorleifur ekki áfengi, til þess að gjöra slíkt var hann hyggnari og gáfaðri maður og meiri fjármálamaður. En hann seldi áfengi, - og það var ógæfan.

‘A páska morgun var lík Sveins Arasonar í Simbakoti rekið upp í sandinn neðan við Stóru-Háeyri og borið upp á hlað hjá Þorleifi, og hann spurður, hvert ætti að fara með það, og svaraði því á þá leið, að það ætti að flytjast að Simbakoti til hennar Margrétar (ömmu þórunnar Sveins); hún hafi kosið að eiga Svein lifandi og myndi því eins vilja hann dauðan. En áður höfðu þeir deilt um þessa konu, Þorleifur og Sveinn.

Gæfumunur þeirra Þorleifs á Háeyri og Margrétar í Simbakoti á páskamorguninn árið 1870 var sá, að Þorleifur átti 20 potta af brennivíni til í brennivínskútnum til að selja um páskana. En Margrét fékk mann sinn, aðalstoð og styttu heimilisins, dauðan heim fluttan og börnin tætt frá brjóst sér.

Hefði Þorleifur starfað að útrýmingu áfengisnautnarinnar í stað þess að auka hana eftir mætti, hefði Margrét og börn hennar ekki orðið fyrir þessum hræðilegu örlögum.

Þau fáu skip sem gjörð voru út á Eyrarbakka á þessum árum, voru aðallega 6 manna för, eins og áður var sagt, og var þeim róið allan veturinn, frá því á haustin hvenær sem gaf á sjó, og sett upp í sandinn – fjöruna – og stóðu þar milli róðra. Þessi hlutur ársins var nefnt haustvertíð. Haustvertíðina reru ýmsir á skipum þessum, sem ekki voru ráðnir hásetar á þau vetrarvertíðina, en formenn voru venjulega þeir sömu.

‘A þessum tíma, sem hér um ræðir, bjó á Litlu-Háeyri Jón Jónsson. Kona hans hét Þórdís Þorsteinsdóttir. Þau voru alkunn merkishjón. Þau áttu þrjá sonu, Helga, Guðjón og Sigurð. Þessir bræður þrír – Helgi, Guðjón og Sigurður – voru ætíð í daglegu tali nefndir Litlu-Háeyrar- bræður. Þeir voru um fjölda ára frægastir formenn austanfjalla, og allir hin mestu valmenni og vinsælir með afbrigðum, aflamenn miklir og aðgætnir sjómenn. Helgi Jónsson var 39 vetrarvertíðir formaður í Þorlákshöfn. Guðjón Jónsson var 40 vetrarvertíðar formaður á Eyrarbakka. Sigurður Jónsson bjó á Akri á Eyrarbakka, byrjaði ungur formennsku og var formaður ýmist á Eyrarbakka eða Þorlákshöfn til dauðadags, dó á miðjum aldri, 1901.’Eg sem þetta rita, reri hjá honum síðustu þrjár vertíðirnar í Þorlákshöfn, sem hann lifði, og minnist ég ekki að hafa kynnst öðru eins góðmenni og Sigurði frá Akri.

Synir þeirra Litlu-Háeyrabræðra virðast ekki ætla að verða eftirbátar feðra sinna. Synir Sigurðar eru þeir skipstjórarnir Kolbeinn með togarann Þórólf og Jón með togarann Hilmi.

Sonur Guðjóns, Sigurður, er skipstjóri á togaranum Skallagrími.

Sonur Helga er Jón, sem til fjölda ára hefur verið skipstjóri á vélbátnum Frey, ýmist frá Sandgerði eða Eyrarbakka. Guðjón á Litlu-Háeyri er fjórði ættliður búanda á Litlu-Háeyri. Helgi Jónsson andaðist 1929.

Helgi var þeirra elstur. Hann var ráðinn háseti þessa vetrarvertíð, sem áður um getur, hjá Magnúsi Ingvarssyni, þótt ungur væri, þá 14-15 ára. Jón Jónsson á Litlu-Háeyri var talinn vera skyggn maður, og eru til ýmsar sagnir, sem benda ótvírætt á það, að svo hafi verið, og skal hér ein sú sögn rituð.

Þennan vetur nokkuð fyrir vertíð var Jón á Litlu-Háeyri á gangi niður á sandi – fjöru – kvöld eitt nokkru fyrir háttatíma í skuggsýni. Er hann gengur fram hjá skipi Magnúsar Ingvarssonar,sér hann alla háseta standa – hvern við sinn keip – alsjóklædda, nema hann sér hvergi Magnús formann og ekki Helga son sinn.Við sýn þessa bregður Jóni svo, að hann sagði upp skipsráðningu Helga sonar síns, og var annar maður ráðinn í skipsrúm hans og fórst hann með skipinu.

Eftir þessa atburði og strax eftir páskana var útvegað annað skip handa Magnúsi Ingvarssyni og ráðnir nýir hásetar til hans, og þeirra á meðal var Helgi Jónsson frá Litlu-Háeyri. Var þá ekkert því til fyrirstöðu, að Jón faðir hans samþykkti ráðningu hans, enda gekk allt vel og slysalaust hjá Magnúsi það sem eftir var vertíðar, eins og líka einnig hans löngu formannstíð.

Örlagahjólið snýst stundum einkennilega. ‘I mjög helgri bók, sem við eigum, er dálitla sögu að finna um ríkan mann og fátækan.Sagan hér að framan um litla fátæka drenginn, sem missti föður sinn í sjóinn, vegna þess að ríki maðurinn þurfti að auka í pyngju sinni með brennivínssölu á helgri páskahátíð, er hliðstætt dæmi.

En auður ríka mannsins, Þorleifs á Háeyra, fór allur út í "veður og vind" strax eftir hans daga og kom engum að gagni.

May26_50

En Sveinn Sveinsson (faðir Þórunnar Sveins), sem einu sinni var boðinn upp og sleginn lægstbjóðanda, lifir nú glaður og ánægður í elli sinni hjá efnilegum börnum sínum við nóg efni, sem dregin eru saman með dugnaði og reglusemi.

Sveinn byrjaði ungur búskap á Eyrarbakka og kvæntist Ingunni Sigurðardóttur, ættaðri undan fjöllunum. Frábær dugnaður þeirra hjóna í lífsbaráttunni hefur jafnan verið rómaður af þeim, sem til þeirra hafa þekkt. Þau eiga nú 5 börn á lífi, 4 dætur og einn son.

Núna er Sveinn 74 ára. En Ingunn kona hans 78 ára.(1937) Þau eignuðust 5 börn, 4 dætur og einn son.þau voru: Þórunn Júlía, Jónína , Anna og Sveina og bróðirinn Sigurður. Þórunn Júlía, Jónína og Sveina bjuggu allar í Vestmannaeyjum en Anna og Siggi á Eyrarbakka

Sveinn Sveinsson er greindur maður, og það er vissulega ánægjulegt að eiga tal við hann um liðnu árin og áratugina, sem hann hefir lifað. Hann hefir alla ævi, frá því hann hafði mátt til, þrælað baki brotnu bæði á sjó og landi og ratað í mörg ævintýri, þar sem teflt var á tæpasta vaðið. Hann var t.d. einn háseta Þorkels Þorkelssonar frá ‘Oseyrarnesi í hrakningsróðri þeim hinum alkunna og ægilega , er Þorkel hrakti úr Þorlákshöfn í mannskaðaveðri 29. Mars 1883 í moldösku gaddbyl, en af sérstakri tilviljun rak skipið að franskri fiskiskútu í náttmyrkrinu og bylnum langt úti á hafi.

Aðra svaðilför fór Sveinn eitt sinn á yngri árum sínum, er hann fór fótgangandi af Norðfirði til Eyrarbakka. Lagði hann af stað um miðjan nóvember og komst til Eyrarbakka viku fyrir jól. Þá lenti hann í alls konar hrakningum og ævintýrum, óð vötnin í axlir í heljarfrosti, lá úti og tepptist í blindhríðum.

Nú brosir gamli maðurinn að öllum ævintýrunum og liðnum mæðudögunum.

Núna er árið 2008 og eru Sveinn og Margrét og öll börnin farin yfir móðuna miklu .

Þórunn Sveinsdóttir og Sveinn Matthíasson faðir minn hann var skýrður eftir þessum Sveinum sem fjallað var um hér að framan.

Dec18717


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband